Gjaldtaka stangast ekki á við ferðafrelsi almennings Brjánn Jónasson skrifar 27. febrúar 2014 07:00 Landeigendur á Geysissvæðinu, að ríkinu undanskildu, ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem fara um svæðið frá 10. mars næstkomandi. Aðrir eru í startholunum eða bíða átekta eftir frumvarpi iðnaðarráðherra um náttúrupassa. Fréttablaðið/GVA Landeigendur víða um land hafa nú ýmist boðað gjaldtöku af ferðamönnum fyrir aðgang að náttúruperlum, eða eru að íhuga vandlega hvort slík gjaldtaka sé réttlætanleg. Andstæðingar slíkrar gjaldtöku af ferðamönnum benda á ákvæði náttúruverndarlaga þar sem segir að gangandi sé heimilt að fara um óræktað land að vild. Lögin virðast fremur skýr. Í náttúruverndarlögum er kveðið á um að heimilt sé að fara um fótgangandi „um óræktað land og dveljast þar“. Þar segir þó ennfremur að í á eignarlandi í byggð sé heimilt að „takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi“. Í náttúruverndarlögum sem samþykkt voru á Alþingi í fyrra, en hafa ekki tekið gildi, eru sambærileg ákvæði, þó orðalagi hafi verið hnikað örlítið til. Talsmenn landeigenda hafa á móti bent á að ekkert mæli á móti gjaldtöku í lögunum. Þá hafa þeir bent á að álagið á landi þeirra sé mikið vegna mikils fjölda ferðamanna og rétt sé að þeir sem skoði þessa vinsælu staði greiði fyrir viðhald þeirra og eftirlit. Lögmenn sem Fréttablaðið hefur rætt við eru á einu máli um að báðir aðilar hafi talsvert til síns máls, og erfitt sé að skera úr um það með vísunum í lög hvort réttur landeigenda til að verja eign sína ágangi eða réttur almennings til að fara um landið óhindrað sé sterkari. Í málinu togast á tvennskonar hagsmunir. Annars vegar hagsmunir þeirra sem eiga land með náttúruperlum sem ferðamenn sækja heim. Fjöldi ferðamanna hefur aukist gríðarlega á síðustu árum, og fátt sem bendir til að sú þróun breytist. Það þýðir að álagið á landið hefur aukist mikið, og mun halda áfram að aukast. Það kallar á uppbyggingu stíga, salerna og ýmiskonar aðstöðu fyrir allt þetta fólk. Á móti koma hagsmunir ferðamannanna sjálfra, innlendra jafnt sem erlendra, en ekki síður þeirra sem hafa af því tekjur að selja þeim flugmiða til landsins, bílaleigubíla og ferðir til að skoða náttúruna. Þeirra hagsmunir eru þeir að þurfa ekki að borga landeigendum fyrir að skoða landið, þó auðvitað séu það þeirra hagsmunir líka að landið í kringum fallegar náttúruperlur drabbist ekki niður.Í lögum frá árinu 1281Sú meginregla að fótgangandi megi fara um óræktað land hefur verið í íslenskum lögum í það minnsta frá því Jónsbók var skrifuð árið 1281. Á þeim rúmu 700 árum sem liðin eru síðan hefur margt breyst. Fjöldi Íslendinga hefur margfaldast, og möguleikarnir til að ferðast um landið eru allt aðrir en þeir voru fyrr á öldum. Þrátt fyrir þetta segir Sigurður Líndal lagaprófessor að þetta ákvæði sé síður en svo úrelt. Þetta sé meginreglan, en hún sætir takmörkunum á ýmsan hátt. Til dæmis eru ákvæði um friðun lands, vernd náttúru og annað sem takmarkar þann rétt. Sigurður segir það skýrt í sínum huga að þrátt fyrir ákvæðið um frjálsa för um landið geti landeigendur gripið til aðgerða til að verja landið miklum ágangi. Það geti þeir gert til dæmis með því að setja upp girðingar og hlið, og með því að beina gestum á stíga. Hann segir jafnframt eðlilegt að landeigendur geti innheimt gjald af þeim sem fari um landið til að standa straum af kostnaði við að verja það ágangi.Kostar ferðaþjónustufyrirtæki tugi milljarða Fimm ferðaskrifstofur sem skipuleggja ferðir um Ísland skora á stjórnvöld að stöðva fyrirætlanir landeigenda um að innheimta gjald af ferðamönnum á landareignum sínum. Talsmaður þeirra segir að verði af áformum um gjaldtöku muni það kosta stór ferðaþjónustufyrirtæki tugi milljóna, enda löngu búið að bóka og borga fjölmargar ferðir í sumar. „Við erum ekki að taka afstöðu til þess hvort það eigi að innheimta gjald af ferðamönnum fyrir að skoða náttúruperlur, heldur segja að þetta þurfi að gera af mikilli yfirvegun og móta þurfi heildarstefnu, sem er verið að vinna að í augnablikinu,“ segir Bjarnheiður Halldsdóttir framkvæmdastjóri Katla DMI ferðaskrifstofu, sem er í forsvari fyrir hópinn. „Okkur finnst þessi framganga og offors landeigenda algerlega út í hött. Sérstaklega að það sé svona lítill fyrirvari. Það er algerlega óviðunandi fyrir fyrirtæki sem eru að reka ferðaþjónustu í þessu landi,“ segir Bjarnheiður. Hún segir að breytingar á borð við þessa þurfi að liggja fyrir að lágmarki ári áður en þær taki gildi, og helst einu og hálfu ári fyrr. Ferðaskrifstofurnar krefjast þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að stöðva tafarlaust áformaða gjaldtöku landeigenda.Segja vegið að rétti um frjálsa för Áform um náttúrupassa sem og gjaldtöku við einstaka staði vega stórlega að almannarétti um frjálsa för um óræktað land, segir í sameiginlegri yfirlýsingu fimm samtaka náttúruverndar- og ferðafélaga. Samtökin vara við hugmyndum um að girða af náttúruperlur í þeim tilgangi að taka gjald af svæðum, og hefta þannig för almennings, segir í yfirlýsingunni, sem er frá Landvernd, Ferðafélagi Íslands, Ferðaklúbbnum 4x4, Samtökum útivistarfélaga (SAMÚT) og Útivist. „Samtökin telja að fara beri leiðir sem ekki brjóta á almannaréttinum, til dæmis blandaða leið hóflegs komu- eða brottfarargjalds og breytinga á gistináttagjaldi og/eða virðisaukaskatti,“ segir í yfirlýsingunni. Fréttaskýringar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Landeigendur víða um land hafa nú ýmist boðað gjaldtöku af ferðamönnum fyrir aðgang að náttúruperlum, eða eru að íhuga vandlega hvort slík gjaldtaka sé réttlætanleg. Andstæðingar slíkrar gjaldtöku af ferðamönnum benda á ákvæði náttúruverndarlaga þar sem segir að gangandi sé heimilt að fara um óræktað land að vild. Lögin virðast fremur skýr. Í náttúruverndarlögum er kveðið á um að heimilt sé að fara um fótgangandi „um óræktað land og dveljast þar“. Þar segir þó ennfremur að í á eignarlandi í byggð sé heimilt að „takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi“. Í náttúruverndarlögum sem samþykkt voru á Alþingi í fyrra, en hafa ekki tekið gildi, eru sambærileg ákvæði, þó orðalagi hafi verið hnikað örlítið til. Talsmenn landeigenda hafa á móti bent á að ekkert mæli á móti gjaldtöku í lögunum. Þá hafa þeir bent á að álagið á landi þeirra sé mikið vegna mikils fjölda ferðamanna og rétt sé að þeir sem skoði þessa vinsælu staði greiði fyrir viðhald þeirra og eftirlit. Lögmenn sem Fréttablaðið hefur rætt við eru á einu máli um að báðir aðilar hafi talsvert til síns máls, og erfitt sé að skera úr um það með vísunum í lög hvort réttur landeigenda til að verja eign sína ágangi eða réttur almennings til að fara um landið óhindrað sé sterkari. Í málinu togast á tvennskonar hagsmunir. Annars vegar hagsmunir þeirra sem eiga land með náttúruperlum sem ferðamenn sækja heim. Fjöldi ferðamanna hefur aukist gríðarlega á síðustu árum, og fátt sem bendir til að sú þróun breytist. Það þýðir að álagið á landið hefur aukist mikið, og mun halda áfram að aukast. Það kallar á uppbyggingu stíga, salerna og ýmiskonar aðstöðu fyrir allt þetta fólk. Á móti koma hagsmunir ferðamannanna sjálfra, innlendra jafnt sem erlendra, en ekki síður þeirra sem hafa af því tekjur að selja þeim flugmiða til landsins, bílaleigubíla og ferðir til að skoða náttúruna. Þeirra hagsmunir eru þeir að þurfa ekki að borga landeigendum fyrir að skoða landið, þó auðvitað séu það þeirra hagsmunir líka að landið í kringum fallegar náttúruperlur drabbist ekki niður.Í lögum frá árinu 1281Sú meginregla að fótgangandi megi fara um óræktað land hefur verið í íslenskum lögum í það minnsta frá því Jónsbók var skrifuð árið 1281. Á þeim rúmu 700 árum sem liðin eru síðan hefur margt breyst. Fjöldi Íslendinga hefur margfaldast, og möguleikarnir til að ferðast um landið eru allt aðrir en þeir voru fyrr á öldum. Þrátt fyrir þetta segir Sigurður Líndal lagaprófessor að þetta ákvæði sé síður en svo úrelt. Þetta sé meginreglan, en hún sætir takmörkunum á ýmsan hátt. Til dæmis eru ákvæði um friðun lands, vernd náttúru og annað sem takmarkar þann rétt. Sigurður segir það skýrt í sínum huga að þrátt fyrir ákvæðið um frjálsa för um landið geti landeigendur gripið til aðgerða til að verja landið miklum ágangi. Það geti þeir gert til dæmis með því að setja upp girðingar og hlið, og með því að beina gestum á stíga. Hann segir jafnframt eðlilegt að landeigendur geti innheimt gjald af þeim sem fari um landið til að standa straum af kostnaði við að verja það ágangi.Kostar ferðaþjónustufyrirtæki tugi milljarða Fimm ferðaskrifstofur sem skipuleggja ferðir um Ísland skora á stjórnvöld að stöðva fyrirætlanir landeigenda um að innheimta gjald af ferðamönnum á landareignum sínum. Talsmaður þeirra segir að verði af áformum um gjaldtöku muni það kosta stór ferðaþjónustufyrirtæki tugi milljóna, enda löngu búið að bóka og borga fjölmargar ferðir í sumar. „Við erum ekki að taka afstöðu til þess hvort það eigi að innheimta gjald af ferðamönnum fyrir að skoða náttúruperlur, heldur segja að þetta þurfi að gera af mikilli yfirvegun og móta þurfi heildarstefnu, sem er verið að vinna að í augnablikinu,“ segir Bjarnheiður Halldsdóttir framkvæmdastjóri Katla DMI ferðaskrifstofu, sem er í forsvari fyrir hópinn. „Okkur finnst þessi framganga og offors landeigenda algerlega út í hött. Sérstaklega að það sé svona lítill fyrirvari. Það er algerlega óviðunandi fyrir fyrirtæki sem eru að reka ferðaþjónustu í þessu landi,“ segir Bjarnheiður. Hún segir að breytingar á borð við þessa þurfi að liggja fyrir að lágmarki ári áður en þær taki gildi, og helst einu og hálfu ári fyrr. Ferðaskrifstofurnar krefjast þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að stöðva tafarlaust áformaða gjaldtöku landeigenda.Segja vegið að rétti um frjálsa för Áform um náttúrupassa sem og gjaldtöku við einstaka staði vega stórlega að almannarétti um frjálsa för um óræktað land, segir í sameiginlegri yfirlýsingu fimm samtaka náttúruverndar- og ferðafélaga. Samtökin vara við hugmyndum um að girða af náttúruperlur í þeim tilgangi að taka gjald af svæðum, og hefta þannig för almennings, segir í yfirlýsingunni, sem er frá Landvernd, Ferðafélagi Íslands, Ferðaklúbbnum 4x4, Samtökum útivistarfélaga (SAMÚT) og Útivist. „Samtökin telja að fara beri leiðir sem ekki brjóta á almannaréttinum, til dæmis blandaða leið hóflegs komu- eða brottfarargjalds og breytinga á gistináttagjaldi og/eða virðisaukaskatti,“ segir í yfirlýsingunni.
Fréttaskýringar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira