Hlaut ellefu Óskarsverðlaun af fjórtán Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. mars 2014 16:30 Titanic heillaði heiminn. Á þessum degi árið 1998 varð kvikmyndin Titanic fyrsta kvikmynd í sögunni til að skila meira en milljarði dollara, tæplega 113 milljörðum króna, í miðasölu á alþjóðavísu. Til dagsins í dag hefur myndin skilað 2,18 milljörðum dollara í kassann, rúmlega 245 milljörðum króna. Hún er önnur myndin til að þéna meira en tvo milljarða dollara á alþjóðavísu en fyrsta myndin sem náði því er Avatar. Titanic var leikstýrt, skrifuð, meðframleidd og að hluta til fjármögnuð af James Cameron. Í aðalhlutverkum eru þau Leonardo DiCaprio og Kate Winslet. Myndin hlaut einróma lof gagnrýnenda á sínum tíma og var tilnefnd til fjórtán Óskarsverðlauna. Hún hlaut ellefu verðlaun, þar á meðal sem besta myndin og James Cameron var valinn besti leikstjórinn. Kostnaður við gerð myndarinnar var hins vegar gífurlegur og fór hún langt fram úr fjárhagsáætlun. Að lokum kostaði gerð hennar tvö hundruð milljónir dollara, rúmlega 22 milljarða króna. Yfirmenn hjá kvikmyndaverinu Fox höfðu áhyggjur af þessu og stungu upp á því við James Cameron að klukkutími úr þessari þriggja tíma mynd yrði klipptur út. James þverneitaði og sagði: „Viljið þið klippa myndina mína? Þá þurfið þið að reka mig! Viljið þið reka mig? Þá verðið þið að drepa mig!“ Þeir hjá Fox vildu ekki byrja upp á nýtt og sjá eflaust ekki eftir því í dag. Óskarinn Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Á þessum degi árið 1998 varð kvikmyndin Titanic fyrsta kvikmynd í sögunni til að skila meira en milljarði dollara, tæplega 113 milljörðum króna, í miðasölu á alþjóðavísu. Til dagsins í dag hefur myndin skilað 2,18 milljörðum dollara í kassann, rúmlega 245 milljörðum króna. Hún er önnur myndin til að þéna meira en tvo milljarða dollara á alþjóðavísu en fyrsta myndin sem náði því er Avatar. Titanic var leikstýrt, skrifuð, meðframleidd og að hluta til fjármögnuð af James Cameron. Í aðalhlutverkum eru þau Leonardo DiCaprio og Kate Winslet. Myndin hlaut einróma lof gagnrýnenda á sínum tíma og var tilnefnd til fjórtán Óskarsverðlauna. Hún hlaut ellefu verðlaun, þar á meðal sem besta myndin og James Cameron var valinn besti leikstjórinn. Kostnaður við gerð myndarinnar var hins vegar gífurlegur og fór hún langt fram úr fjárhagsáætlun. Að lokum kostaði gerð hennar tvö hundruð milljónir dollara, rúmlega 22 milljarða króna. Yfirmenn hjá kvikmyndaverinu Fox höfðu áhyggjur af þessu og stungu upp á því við James Cameron að klukkutími úr þessari þriggja tíma mynd yrði klipptur út. James þverneitaði og sagði: „Viljið þið klippa myndina mína? Þá þurfið þið að reka mig! Viljið þið reka mig? Þá verðið þið að drepa mig!“ Þeir hjá Fox vildu ekki byrja upp á nýtt og sjá eflaust ekki eftir því í dag.
Óskarinn Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein