Ég er dvergurinn í kjallaranum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. mars 2014 14:00 Vísir/GVA Auður Ava er löngu orðin einn þekktasti og vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar og bækur hennar hafa komið út í yfir tuttugu löndum. Samt vitum við svo ósköp lítið um hana. Hún hefur verið í fjölmörgum viðtölum á ferlinum en alltaf verið mjög fámál um eigin hagi. Enda liggur við að hnussi í henni þegar ég segist vilja fá að vita eitthvað um hana sem persónu: „Það er ekkert um mig að segja. Ég er bara venjuleg manneskja sem á tvær dætur og býr í Vesturbænum. Það er að segja svo framarlega sem einhver getur verið venjulegur, þegar betur er skoðað er það nefnilega enginn. Ég hef aldrei hitt venjulega manneskju. Það eru þær þversagnir sem gera okkur mannleg sem ég hef áhuga á í mínum skrifum og ég skrifa yfirleitt um vel meinandi fólk sem er alltaf að reyna að gera sitt besta, klóra sig út úr og klára ómögulegar kringumstæður, eins og við flest. Í fyrsta leikritinu mínu, Svartur hundur prestsins, þá var ég að velta fyrir mér hvernig fólk umgengst hvert annað. Á þeim tíma, 2011, fannst mér mest áberandi í samskiptum fólks að það treysti ekki hvert öðru og ég staðsetti það vantraust í átökum einnar fjölskyldu. Í þessu nýja verki, Svanir skilja ekki, var ég að skoða hvernig samtöl eru byggð upp hjá fólki sem tengist tilfinningaböndum, tala nú ekki um ef það er í ástarsambandi. Það sló mig hversu órökrétt slík samtöl eru og að þau snúast alls ekki um að komast að niðurstöðu. Enda má enginn vinna því þá tapar hinn og það veldur ójafnvægi í sambandinu. Þetta verk fjallar sem sé um þetta stórmerkilega fyrirbæri, hjónabandið, og það hvernig óskyldar manneskjur fara að því að deila íbúð, rúmi, kvöldmat og fleiru árum og áratugum saman. Ein stærsta spurningin er þá hvað viðheldur þránni? Kannski er verkið óður til þess kraftaverks að það skuli takast í 52% tilfella að halda hjónabandi gangandi þar til dauðinn aðskilur.“Vill ekki vera á bás Auður Ava segist enn vera að þroskast sem leikskáld og að henni finnist hún eiga nokkuð inni í leikritaskrifum sem hún segir vera gjörólík skáldsagnagerð. Hún byrjaði reyndar seint að skrifa og segir ýmsar ástæður fyrir því. „Ég var á fullu í skemmtilegu starfi sem listfræðingur og hafði nóg að gera. Eða kannski var það mitt brogaða tímaskyn að halda að eilífðin væri fram undan. Mig langar að þroskast í skáldskapnum og þá þarf ég að grisja á öðrum vígstöðvum. Ég held reyndar að ég hafi alltaf gert ráð fyrir því að það kæmi að því að ég færi að skrifa, en ég er varla farin að taka mér orðið rithöfundur í munn. Ég er ekki mikið fyrir starfsheiti almennt. Það er kannski hluti af frelsisþörfinni sem er minn sterkasti drifkraftur og grunnþrá: Að vera ekki neins staðar á bás. Og ef það er búið að setja mig á einhvern bás þá berst ég um á hæl og hnakka til að reyna að slíta mig lausa.“Ekki ESB-áróður Aðrir rithöfundar og lesendur hafa hins vegar lengi talið Auði Övu til hóps okkar fremstu rithöfunda og hún segir það hafa komið sér mest á óvart og glatt sig mjög hvað aðrir höfundar hafi tekið henni vel. Þeir eru ekki einir um það því bækur hennar hafa verið gefnar út í um 20 löndum og alltaf bætast fleiri lönd við. Útgáfum erlendis fylgja mikil ferðalög til að kynna bækurnar og svo eru það heimsóknir á bókmenntahátíðir. Auður Ava segist þó reyna að halda utanlandsferðunum í lágmarki, annars gæfist lítill tími til að sinna skriftum. Hún viðurkennir þó að auðvitað séu slíkar ferðir skemmtilegar og gefandi. „Auðvitað er þetta gaman að því leyti að þegar ég bjó í París í átta ár var ég fátækur námsmaður sem þurfti að skrapa saman fyrir öllu en nú er látið með mann eins og ég veit ekki hvað. Maður fær líka að umgangast spennandi fólk; aðra rithöfunda, útgefendur og vel upplýsta blaðamenn. Þetta er lokaður heimur fyrir flesta og það eru forréttindi að fá að kynnast honum. Það sem mér finnst samt alltaf skemmtilegast í útlandinu er að fara í matvörubúð eða á markað, jafnvel þótt ég geti ekkert eldað. Meira að segja í París, sem er ein dýrasta borg heims, er matarkarfan helmingi ódýrari en á Íslandi. Þetta er ekki ESB-áróður heldur vildi ég bara að við gætum rætt saman um þessa hluti, til dæmis að það sé ekki eðlilegt að fólk þurfi að eyða helmingnum af laununum sínum í mat.“Hittir persónur löngu síðar Það er oft sagt að rithöfundar séu í rauninni alltaf að skrifa um sjálfa sig en Auður Ava þvertekur fyrir að það sé rétt í sínu tilfelli. „Því er nú reyndar sérstaklega haldið fram um kvenrithöfunda sem skrifa bækur þar sem ástin kemur við sögu. En samband persónu og höfundar er gríðarlega flókið og fyrir mér er skáldskapur jafnmikill raunveruleiki og allt annað. Mín reynsla, og ég hef líka heyrt það frá öðrum höfundum, er að það er oft það allra ólíklegasta sem höfundur byggir á eigin reynslu. Ég get til dæmis alveg játað það hér að ég hef fengið botnlangakast í 30 þúsund feta hæð eins og söguhetjan í Afleggjaranum og þurft að leggjast á skurðarborðið við lendingu.“ „Ég hef stundum svarað þessari spurningu á þá leið að fáir hafi sem betur fer drepið en flestir vonandi elskað. Hins vegar eru allar mínar persónur tilbúnar og byggja ekki á beinum fyrirmyndum. Ég held nefnilega að rithöfundar skrifi oftar um það sem þeir hafa ekki sjálfir upplifað og eigi mjög erfitt með að skrifa um það sem stendur þeim nærri. Það skrítna er að það kemur fyrir að það sem maður skrifar um rætist og að maður hittir persónur sínar ljóslifandi eftir að maður skrifaði þær. Fólk kemur til manns bæði á Íslandi og í útlöndum eftir að hafa lesið bækurnar og spyr: Hvernig vissirðu þetta? Og vísar þá til einhvers sem maður taldi einungis mögulegt í skáldskap. Það er mjög skemmtilegt og sýnir manni enn og aftur hvað lífið er mikið ólíkindatól. Ég held hins vegar rithöfundarsjálfinu og persónulega sjálfinu alveg aðskildu. Held það búi í mörgum rithöfundum einhvers konar tiltektargen, maður er að búa til skipulagðan heim með upphafi, miðju og endi sem lýtur eigin lögmálum sem gilda ekki í óreiðu heimsins fyrir utan.“ Ein persóna er þó líkari Auði Övu en aðrar sem hún hefur skapað, að hennar sögn: Perla, skáldið í kjallaranum í Undantekningunni. „Ég held að þessi „hálfa manneskja“ ef svo má segja um dverginn, sé sú persóna sem næst kemst því að vera ég. Alltaf að leita að nógu háleitu viðfangsefni til að skrifa um til að vera tekin alvarlega og að vinna við eitthvað allt annað til að lifa. Er margskipt og komin með áttunda part af nóttunni til að vinna sitt fagurfræðilega verk. Ég skil hana mjög vel og hef eiginlega alveg frá því ég var lítið barn alltaf staðsett mig við hliðina á þeim sem eru frábrugðnir og öðruvísi.“Vinnur best í ati Auður Ava er í fullri vinnu við kennslu í listfræði við HÍ og hún segir oft erfitt að skrifa á sama tíma. Hún segist þó aldrei fara eitthvert og loka sig af til þess að skrifa. „Þetta er svo gjörólíkt, allt önnur orka. En á móti kemur að ég skipulegg mig rosalega vel og nota allan tíma sem ég get fyrir skriftirnar. Ég er ekkert úti á lífinu, ekki einu sinni á kaffihúsum, ég lifi dálitlu munklífi og reyni að nota tímann vel. Það merkilega er að í daglega lífinu er ég mjög óskipulögð en þegar kemur að skriftunum tekur skipulagið völdin. En ég gæti aldrei lokað mig af til að skrifa. Mér finnst best að vinna með at í kringum mig og helst ómögulegar kringumstæður, börn að leik, útvarp og sjónvarp í gangi, vinnuvélar fyrir utan gluggann. Ég gæti aldrei farið í einhverja sveit og skilið fjölskylduna eftir. Mér myndi leiðast alltof mikið, jafnvel þótt ég elski þögnina á Íslandi. Ég skrifa á gamla tölvu, sem ég hef á tilfinningunni að geti þá og þegar sprungið í loft upp, og helst með hana á hnjánum. Ég veit þetta hljómar eins og staðalímynd af kvenrithöfundi sem sinnir skriftum meðfram öllu öðru og þykir leitt að vera ekki frumlegri, en svona er þetta bara.“ Margir skáldsagnahöfundar segjast aldrei mundu skrifa fyrir leikhús því þar hafi höfundurinn ekki á valdi sínu hvernig verkið verður í endanlegri gerð. Auður Ava er algjörlega ósammála því. „Ég er reyndar svo gamaldags að ég skila inn fullbúnu handriti og tek ekki þátt í neinni spunavinnu með leikurum og leikstjóra, en ég væri þó alveg til í að prófa að vinna verk svoleiðis. Hópurinn í Svanir skilja ekki er ótrúlega frjór og hugmyndaríkur og það hefur verið óskaplega gaman að fylgjast með á hliðarlínunni. Ég vona að áhorfendur komi út úr leikhúsinu með aðeins öðruvísi sýn á lífið og mannleg samskipti og helst að þeir skemmti sér líka á sýningunni. Þá er ég sátt.“Svanir skilja ekki Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir Leikstjórn: Charlotte Böving Tónlist og hljóðmynd: Ragnhildur Gísladóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Sviðshreyfingar: Melkorka Sigríður Magnúsdóttir Astoðarleikstjóri: Benedikt Erlingsson Frumsýnt í Kassanum 28. febrúar Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Auður Ava er löngu orðin einn þekktasti og vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar og bækur hennar hafa komið út í yfir tuttugu löndum. Samt vitum við svo ósköp lítið um hana. Hún hefur verið í fjölmörgum viðtölum á ferlinum en alltaf verið mjög fámál um eigin hagi. Enda liggur við að hnussi í henni þegar ég segist vilja fá að vita eitthvað um hana sem persónu: „Það er ekkert um mig að segja. Ég er bara venjuleg manneskja sem á tvær dætur og býr í Vesturbænum. Það er að segja svo framarlega sem einhver getur verið venjulegur, þegar betur er skoðað er það nefnilega enginn. Ég hef aldrei hitt venjulega manneskju. Það eru þær þversagnir sem gera okkur mannleg sem ég hef áhuga á í mínum skrifum og ég skrifa yfirleitt um vel meinandi fólk sem er alltaf að reyna að gera sitt besta, klóra sig út úr og klára ómögulegar kringumstæður, eins og við flest. Í fyrsta leikritinu mínu, Svartur hundur prestsins, þá var ég að velta fyrir mér hvernig fólk umgengst hvert annað. Á þeim tíma, 2011, fannst mér mest áberandi í samskiptum fólks að það treysti ekki hvert öðru og ég staðsetti það vantraust í átökum einnar fjölskyldu. Í þessu nýja verki, Svanir skilja ekki, var ég að skoða hvernig samtöl eru byggð upp hjá fólki sem tengist tilfinningaböndum, tala nú ekki um ef það er í ástarsambandi. Það sló mig hversu órökrétt slík samtöl eru og að þau snúast alls ekki um að komast að niðurstöðu. Enda má enginn vinna því þá tapar hinn og það veldur ójafnvægi í sambandinu. Þetta verk fjallar sem sé um þetta stórmerkilega fyrirbæri, hjónabandið, og það hvernig óskyldar manneskjur fara að því að deila íbúð, rúmi, kvöldmat og fleiru árum og áratugum saman. Ein stærsta spurningin er þá hvað viðheldur þránni? Kannski er verkið óður til þess kraftaverks að það skuli takast í 52% tilfella að halda hjónabandi gangandi þar til dauðinn aðskilur.“Vill ekki vera á bás Auður Ava segist enn vera að þroskast sem leikskáld og að henni finnist hún eiga nokkuð inni í leikritaskrifum sem hún segir vera gjörólík skáldsagnagerð. Hún byrjaði reyndar seint að skrifa og segir ýmsar ástæður fyrir því. „Ég var á fullu í skemmtilegu starfi sem listfræðingur og hafði nóg að gera. Eða kannski var það mitt brogaða tímaskyn að halda að eilífðin væri fram undan. Mig langar að þroskast í skáldskapnum og þá þarf ég að grisja á öðrum vígstöðvum. Ég held reyndar að ég hafi alltaf gert ráð fyrir því að það kæmi að því að ég færi að skrifa, en ég er varla farin að taka mér orðið rithöfundur í munn. Ég er ekki mikið fyrir starfsheiti almennt. Það er kannski hluti af frelsisþörfinni sem er minn sterkasti drifkraftur og grunnþrá: Að vera ekki neins staðar á bás. Og ef það er búið að setja mig á einhvern bás þá berst ég um á hæl og hnakka til að reyna að slíta mig lausa.“Ekki ESB-áróður Aðrir rithöfundar og lesendur hafa hins vegar lengi talið Auði Övu til hóps okkar fremstu rithöfunda og hún segir það hafa komið sér mest á óvart og glatt sig mjög hvað aðrir höfundar hafi tekið henni vel. Þeir eru ekki einir um það því bækur hennar hafa verið gefnar út í um 20 löndum og alltaf bætast fleiri lönd við. Útgáfum erlendis fylgja mikil ferðalög til að kynna bækurnar og svo eru það heimsóknir á bókmenntahátíðir. Auður Ava segist þó reyna að halda utanlandsferðunum í lágmarki, annars gæfist lítill tími til að sinna skriftum. Hún viðurkennir þó að auðvitað séu slíkar ferðir skemmtilegar og gefandi. „Auðvitað er þetta gaman að því leyti að þegar ég bjó í París í átta ár var ég fátækur námsmaður sem þurfti að skrapa saman fyrir öllu en nú er látið með mann eins og ég veit ekki hvað. Maður fær líka að umgangast spennandi fólk; aðra rithöfunda, útgefendur og vel upplýsta blaðamenn. Þetta er lokaður heimur fyrir flesta og það eru forréttindi að fá að kynnast honum. Það sem mér finnst samt alltaf skemmtilegast í útlandinu er að fara í matvörubúð eða á markað, jafnvel þótt ég geti ekkert eldað. Meira að segja í París, sem er ein dýrasta borg heims, er matarkarfan helmingi ódýrari en á Íslandi. Þetta er ekki ESB-áróður heldur vildi ég bara að við gætum rætt saman um þessa hluti, til dæmis að það sé ekki eðlilegt að fólk þurfi að eyða helmingnum af laununum sínum í mat.“Hittir persónur löngu síðar Það er oft sagt að rithöfundar séu í rauninni alltaf að skrifa um sjálfa sig en Auður Ava þvertekur fyrir að það sé rétt í sínu tilfelli. „Því er nú reyndar sérstaklega haldið fram um kvenrithöfunda sem skrifa bækur þar sem ástin kemur við sögu. En samband persónu og höfundar er gríðarlega flókið og fyrir mér er skáldskapur jafnmikill raunveruleiki og allt annað. Mín reynsla, og ég hef líka heyrt það frá öðrum höfundum, er að það er oft það allra ólíklegasta sem höfundur byggir á eigin reynslu. Ég get til dæmis alveg játað það hér að ég hef fengið botnlangakast í 30 þúsund feta hæð eins og söguhetjan í Afleggjaranum og þurft að leggjast á skurðarborðið við lendingu.“ „Ég hef stundum svarað þessari spurningu á þá leið að fáir hafi sem betur fer drepið en flestir vonandi elskað. Hins vegar eru allar mínar persónur tilbúnar og byggja ekki á beinum fyrirmyndum. Ég held nefnilega að rithöfundar skrifi oftar um það sem þeir hafa ekki sjálfir upplifað og eigi mjög erfitt með að skrifa um það sem stendur þeim nærri. Það skrítna er að það kemur fyrir að það sem maður skrifar um rætist og að maður hittir persónur sínar ljóslifandi eftir að maður skrifaði þær. Fólk kemur til manns bæði á Íslandi og í útlöndum eftir að hafa lesið bækurnar og spyr: Hvernig vissirðu þetta? Og vísar þá til einhvers sem maður taldi einungis mögulegt í skáldskap. Það er mjög skemmtilegt og sýnir manni enn og aftur hvað lífið er mikið ólíkindatól. Ég held hins vegar rithöfundarsjálfinu og persónulega sjálfinu alveg aðskildu. Held það búi í mörgum rithöfundum einhvers konar tiltektargen, maður er að búa til skipulagðan heim með upphafi, miðju og endi sem lýtur eigin lögmálum sem gilda ekki í óreiðu heimsins fyrir utan.“ Ein persóna er þó líkari Auði Övu en aðrar sem hún hefur skapað, að hennar sögn: Perla, skáldið í kjallaranum í Undantekningunni. „Ég held að þessi „hálfa manneskja“ ef svo má segja um dverginn, sé sú persóna sem næst kemst því að vera ég. Alltaf að leita að nógu háleitu viðfangsefni til að skrifa um til að vera tekin alvarlega og að vinna við eitthvað allt annað til að lifa. Er margskipt og komin með áttunda part af nóttunni til að vinna sitt fagurfræðilega verk. Ég skil hana mjög vel og hef eiginlega alveg frá því ég var lítið barn alltaf staðsett mig við hliðina á þeim sem eru frábrugðnir og öðruvísi.“Vinnur best í ati Auður Ava er í fullri vinnu við kennslu í listfræði við HÍ og hún segir oft erfitt að skrifa á sama tíma. Hún segist þó aldrei fara eitthvert og loka sig af til þess að skrifa. „Þetta er svo gjörólíkt, allt önnur orka. En á móti kemur að ég skipulegg mig rosalega vel og nota allan tíma sem ég get fyrir skriftirnar. Ég er ekkert úti á lífinu, ekki einu sinni á kaffihúsum, ég lifi dálitlu munklífi og reyni að nota tímann vel. Það merkilega er að í daglega lífinu er ég mjög óskipulögð en þegar kemur að skriftunum tekur skipulagið völdin. En ég gæti aldrei lokað mig af til að skrifa. Mér finnst best að vinna með at í kringum mig og helst ómögulegar kringumstæður, börn að leik, útvarp og sjónvarp í gangi, vinnuvélar fyrir utan gluggann. Ég gæti aldrei farið í einhverja sveit og skilið fjölskylduna eftir. Mér myndi leiðast alltof mikið, jafnvel þótt ég elski þögnina á Íslandi. Ég skrifa á gamla tölvu, sem ég hef á tilfinningunni að geti þá og þegar sprungið í loft upp, og helst með hana á hnjánum. Ég veit þetta hljómar eins og staðalímynd af kvenrithöfundi sem sinnir skriftum meðfram öllu öðru og þykir leitt að vera ekki frumlegri, en svona er þetta bara.“ Margir skáldsagnahöfundar segjast aldrei mundu skrifa fyrir leikhús því þar hafi höfundurinn ekki á valdi sínu hvernig verkið verður í endanlegri gerð. Auður Ava er algjörlega ósammála því. „Ég er reyndar svo gamaldags að ég skila inn fullbúnu handriti og tek ekki þátt í neinni spunavinnu með leikurum og leikstjóra, en ég væri þó alveg til í að prófa að vinna verk svoleiðis. Hópurinn í Svanir skilja ekki er ótrúlega frjór og hugmyndaríkur og það hefur verið óskaplega gaman að fylgjast með á hliðarlínunni. Ég vona að áhorfendur komi út úr leikhúsinu með aðeins öðruvísi sýn á lífið og mannleg samskipti og helst að þeir skemmti sér líka á sýningunni. Þá er ég sátt.“Svanir skilja ekki Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir Leikstjórn: Charlotte Böving Tónlist og hljóðmynd: Ragnhildur Gísladóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Sviðshreyfingar: Melkorka Sigríður Magnúsdóttir Astoðarleikstjóri: Benedikt Erlingsson Frumsýnt í Kassanum 28. febrúar
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira