Dansarar geta samið tónlist með hreyfingu Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. mars 2014 10:30 Calamus Automata getur samið tónlist eftir ýmsum leiðum. MYND/Úr einkasafni „Ég er búinn að vera að þróa þetta síðan 1988 þegar ég var í doktorsnámi í Finnlandi,“ segir Kjartan Ólafsson, maðurinn á bak við Calmus Automata, gervigreindarforrit sem semur tónlist í rauntíma. „Forritið getur samið tónlist fyrir hefðbundin og stafræn hljóðfæri,“ útskýrir Kjartan, og bætir við að nú sé hægt að stýra forritinu í gegnum símakerfi, með snjallsímum, og að hann sé að vinna að útfærslu þar sem hægt sé að tengja inn sýndarveruleika, þar með talda tölvuleiki. Þannig geti persónur og umhverfi leiksins haft áhrif á tónlistina í tölvuleikjum. „Persónur í tölvuleik geta til að mynda stýrt og stjórnað tónlistinni og hvernig hún er samin í rauntíma.“ Kjartan er einnig að vinna að útfærslu sem tengir dansara við forritið og í dag verður sýnt stutt sýnishorn á Háskóladeginum í Háskólanum í Reykjavík, en Jón Hallur Haraldsson, nemi í kerfisfræði við skólann, vinnur að þýðingu forritsins inn í sýndarveruleika. „Dansarinn semur tónlistina. Ekki með því að stýra hljóðskrám, heldur fer í gang ferli þar sem hann getur haft áhrif með ákveðnum hreyfingum. Og þannig semur dansarinn tónlist með hreyfingum sínum.“ Dansari á Háskóladeginum verður Védís Kjartansdóttir, sem þá „semur“ tónlistina um leið og hún dansar. Fjölmargar tónsmíðar hafa nú þegar verið samdar með hjálp forritsins, meðal annars víólukonsert frá árinu 2001 sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin það ár, en forritið er sem fyrr segir enn í þróun og er hluti af stærra rannsóknarverkefni Kjartans Ólafssonar, prófessors og fagstjóra í tónsmíðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég er búinn að vera að þróa þetta síðan 1988 þegar ég var í doktorsnámi í Finnlandi,“ segir Kjartan Ólafsson, maðurinn á bak við Calmus Automata, gervigreindarforrit sem semur tónlist í rauntíma. „Forritið getur samið tónlist fyrir hefðbundin og stafræn hljóðfæri,“ útskýrir Kjartan, og bætir við að nú sé hægt að stýra forritinu í gegnum símakerfi, með snjallsímum, og að hann sé að vinna að útfærslu þar sem hægt sé að tengja inn sýndarveruleika, þar með talda tölvuleiki. Þannig geti persónur og umhverfi leiksins haft áhrif á tónlistina í tölvuleikjum. „Persónur í tölvuleik geta til að mynda stýrt og stjórnað tónlistinni og hvernig hún er samin í rauntíma.“ Kjartan er einnig að vinna að útfærslu sem tengir dansara við forritið og í dag verður sýnt stutt sýnishorn á Háskóladeginum í Háskólanum í Reykjavík, en Jón Hallur Haraldsson, nemi í kerfisfræði við skólann, vinnur að þýðingu forritsins inn í sýndarveruleika. „Dansarinn semur tónlistina. Ekki með því að stýra hljóðskrám, heldur fer í gang ferli þar sem hann getur haft áhrif með ákveðnum hreyfingum. Og þannig semur dansarinn tónlist með hreyfingum sínum.“ Dansari á Háskóladeginum verður Védís Kjartansdóttir, sem þá „semur“ tónlistina um leið og hún dansar. Fjölmargar tónsmíðar hafa nú þegar verið samdar með hjálp forritsins, meðal annars víólukonsert frá árinu 2001 sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin það ár, en forritið er sem fyrr segir enn í þróun og er hluti af stærra rannsóknarverkefni Kjartans Ólafssonar, prófessors og fagstjóra í tónsmíðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.
Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira