Ekki farin að finna fyrir neinu stressi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. mars 2014 06:00 í beinni frá Colorado. Erna og Jóhann Þór ræða við blaðamenn í gegnum Skype í vikunni. Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF, fylgist með. fréttablaðið/daníel Senn fer ströngum undirbúningi Ernu Friðriksdóttur og Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra í Sotsjí að ljúka en mótið verður sett á föstudaginn. Bæði hafa dvalið við æfingar við bestu mögulegu aðstæður í Colorado í Bandaríkjunum síðan í október, ef frá er talið stutt jólafrí hér á landi. „Þetta er enn óraunverulegt fyrir mér og því er ég ekki farinn að finna fyrir neinu stressi enn sem komið er,“ sagði Jóhann Þór í gegnum Skype-samskiptaforritið á blaðamannafundi sem haldinn var í vikunni. Erna, sem varð fyrst Íslendinga til að vinna sér þátttökurétt á Vetrarólympíumóti fatlaðra fyrir fjórum árum, tók í svipaðan streng. „Við erum búin að vera í það stífum æfingum að ég held að þetta muni ekki hellast yfir mann fyrr en við komum til Rússlands,“ sagði hún. Bæði keppa í alpagreinum – svigi og stórsvigi á svokölluðum setskíðum. Bæði eru í fötlunarflokki LW12 en Erna og Jóhann Þór eru með klofinn hrygg. Erna, sem er 26 ára og frá Egilsstöðum, var dæmd úr leik í báðum greinum sínum í Vancouver fyrir fjórum árum en mætir nú til leiks dýrmætri reynslu ríkari. „Okkur finnst hún hafa náð miklum árangri í vetur, sérstaklega í sviginu,“ sagði Kurt Smitz, annar bandarískra þjálfara þeirra. Hinn þjálfarinn, Starlene Kuhns, tók undir það en sagði Jóhann, sem er tvítugur Akureyringur, fara í mótið með það í huga að búa sig undir næsta Ólympíumót, sem fer fram árið 2018. Erna og Jóhann Þór segja bæði mikilvægt að fara með því hugarfari að gera einfaldlega sitt besta. „Ég ætla fyrst og fremst að hugsa um æfingarnar okkar því ég veit að undirbúningurinn hefur verið eins góður og kostur er,“ sagði Erna. „Ég ætla því að gera eins vel og ég get.“ Jóhann ætlar ekki að setja pressu á sjálfan sig. „Ég ætla að gera mitt besta og njóta augnabliksins. Þá verð ég ánægður.“ Íslandi bauðst fyrst þátttaka á Vetrarólympíumóti fatlaðra árið 1994 en fyrsta slíka mótið var haldið í Svíþjóð árið 1976. Síðan þá hefur það stækkað ört en í ár er von á 650 keppendum, sem er fjölgun frá mótinu í Vancouver þar sem 500 íþróttamenn tóku þátt. Jóhann Þór keppir í sínum greinum dagana 13. og 15. mars en Erna keppir 14. og 16. mars. Bein útsending verður frá mótinu á vefsíðunni paralympicsport.tv. Innlendar Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Sjá meira
Senn fer ströngum undirbúningi Ernu Friðriksdóttur og Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra í Sotsjí að ljúka en mótið verður sett á föstudaginn. Bæði hafa dvalið við æfingar við bestu mögulegu aðstæður í Colorado í Bandaríkjunum síðan í október, ef frá er talið stutt jólafrí hér á landi. „Þetta er enn óraunverulegt fyrir mér og því er ég ekki farinn að finna fyrir neinu stressi enn sem komið er,“ sagði Jóhann Þór í gegnum Skype-samskiptaforritið á blaðamannafundi sem haldinn var í vikunni. Erna, sem varð fyrst Íslendinga til að vinna sér þátttökurétt á Vetrarólympíumóti fatlaðra fyrir fjórum árum, tók í svipaðan streng. „Við erum búin að vera í það stífum æfingum að ég held að þetta muni ekki hellast yfir mann fyrr en við komum til Rússlands,“ sagði hún. Bæði keppa í alpagreinum – svigi og stórsvigi á svokölluðum setskíðum. Bæði eru í fötlunarflokki LW12 en Erna og Jóhann Þór eru með klofinn hrygg. Erna, sem er 26 ára og frá Egilsstöðum, var dæmd úr leik í báðum greinum sínum í Vancouver fyrir fjórum árum en mætir nú til leiks dýrmætri reynslu ríkari. „Okkur finnst hún hafa náð miklum árangri í vetur, sérstaklega í sviginu,“ sagði Kurt Smitz, annar bandarískra þjálfara þeirra. Hinn þjálfarinn, Starlene Kuhns, tók undir það en sagði Jóhann, sem er tvítugur Akureyringur, fara í mótið með það í huga að búa sig undir næsta Ólympíumót, sem fer fram árið 2018. Erna og Jóhann Þór segja bæði mikilvægt að fara með því hugarfari að gera einfaldlega sitt besta. „Ég ætla fyrst og fremst að hugsa um æfingarnar okkar því ég veit að undirbúningurinn hefur verið eins góður og kostur er,“ sagði Erna. „Ég ætla því að gera eins vel og ég get.“ Jóhann ætlar ekki að setja pressu á sjálfan sig. „Ég ætla að gera mitt besta og njóta augnabliksins. Þá verð ég ánægður.“ Íslandi bauðst fyrst þátttaka á Vetrarólympíumóti fatlaðra árið 1994 en fyrsta slíka mótið var haldið í Svíþjóð árið 1976. Síðan þá hefur það stækkað ört en í ár er von á 650 keppendum, sem er fjölgun frá mótinu í Vancouver þar sem 500 íþróttamenn tóku þátt. Jóhann Þór keppir í sínum greinum dagana 13. og 15. mars en Erna keppir 14. og 16. mars. Bein útsending verður frá mótinu á vefsíðunni paralympicsport.tv.
Innlendar Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Sjá meira