„Gáfum aldrei út dánartilkynningu“ Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. mars 2014 10:00 Hljómsveitin Maus ætlar að vera virk á árinu og er bókuð á þrjár tónlistarhátíðir sem stendur. mynd/Halldór Ingi „Við hættum aldrei formlega og gáfum aldrei út dánartilkynningu,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Maus, en sveitin hefur staðfest komu sína á þrjár tónleikahátíðir í ár, Aldrei fór ég suður, Eistnaflug og Secret Solstice. Maus fór á ís árið 2004 og síðan þá hefur lítið til hennar spurst. „Síðustu tónleikarnir voru í nóvember 2004 á Húsavík og fórum við allir hver í sína áttina þá. Ég fór til London og var þar í 3 ár og vann meðal annars plötu þar. Palli gítarleikari fór til Eistlands að klára doktor í klassískum tónsmíðum, Danni trommuleikari fór til Barcelona að læra grafíska hönnun og Eggert bassaleikari fór svo til San Francisco að vinna fyrir íslenskt tölvufyrirtæki,“ segir Birgir Örn um upplausnina. Meðlimirnir ákváðu þó að telja í æfingu um leið og allir væru komnir til Íslands. „Við vorum allir komnir heim í ágústmánuði og töldum í fyrstu æfingu fljótlega eftir það en okkur grunaði ekki að það myndi líða svona langur tími.“ Menn voru misryðgaðir á hljóðfærin þegar í fyrsta lag var talið. „Eggert hafði ekki snert bassann en það kom ekki að sök, hann var alveg með þetta. Það gekk bara mjög vel þó svo að maður kunni ekki öll lögin strax.“ Það er þó enn óráðið hvort sveitin gefur út plötu á ný. „Við ætlum að vera virkir í ár en höfum ekki tekið ákvörðun varðandi nýtt efni.“ Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við hættum aldrei formlega og gáfum aldrei út dánartilkynningu,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Maus, en sveitin hefur staðfest komu sína á þrjár tónleikahátíðir í ár, Aldrei fór ég suður, Eistnaflug og Secret Solstice. Maus fór á ís árið 2004 og síðan þá hefur lítið til hennar spurst. „Síðustu tónleikarnir voru í nóvember 2004 á Húsavík og fórum við allir hver í sína áttina þá. Ég fór til London og var þar í 3 ár og vann meðal annars plötu þar. Palli gítarleikari fór til Eistlands að klára doktor í klassískum tónsmíðum, Danni trommuleikari fór til Barcelona að læra grafíska hönnun og Eggert bassaleikari fór svo til San Francisco að vinna fyrir íslenskt tölvufyrirtæki,“ segir Birgir Örn um upplausnina. Meðlimirnir ákváðu þó að telja í æfingu um leið og allir væru komnir til Íslands. „Við vorum allir komnir heim í ágústmánuði og töldum í fyrstu æfingu fljótlega eftir það en okkur grunaði ekki að það myndi líða svona langur tími.“ Menn voru misryðgaðir á hljóðfærin þegar í fyrsta lag var talið. „Eggert hafði ekki snert bassann en það kom ekki að sök, hann var alveg með þetta. Það gekk bara mjög vel þó svo að maður kunni ekki öll lögin strax.“ Það er þó enn óráðið hvort sveitin gefur út plötu á ný. „Við ætlum að vera virkir í ár en höfum ekki tekið ákvörðun varðandi nýtt efni.“
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira