Sambland af jarðfræði, sögu og kveðskap Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. mars 2014 10:00 Margir jarðfræðingar hafa blandað saman sínum fræðum og sögu þjóðarinnar,“ segir Árni. Fréttablaðið/Daníel Kvæðið Hallmundarkviða er talið lýsa eldgosi og hraunrennsli og undrun landnámsmanna á slíkum fyrirbærum. Árni Hjartarson jarðfræðingur segir að frá náttúrufræðilegu sjónarmiði sé kviðan einn merkilegasti texti fornritanna og ætlar að halda hádegiserindi um hana í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í dag. Þar setur hann fram kenningar um tímasetningu eldsumbrotanna, áhrif þeirra á byggðir og bú og um aldur kvæðisins. „Hallmundarkviða hefur verið talin ort á 12. til 13. öld en það kemur í ljós þegar farið er að skoða hana nánar að hún er mun eldri. Mín kenning er sú að hún sé frá 10. öld,“ segir Árni sem giskar á að kvæðið hafi varðveist í munnlegri geymd í tvær til þrjár aldir áður en það var skráð. „Kvæðið endurspeglar reynslu landnámsmanna af jarðeldum. Þegar þeir komu til Íslands frá Skandinavíu og Bretlandseyjum þekktu þeir ekki eldgos, nema hugsanlega af sögusögnum sunnan úr heimi. Þeir höfðu aldrei upplifað slíkt. En strax á landnámsöld verða þeir vitni að eldgosum og og velta fyrir sér hvaða reginöfl valdi þeim og telja ljóst að það séu jötnar og æsir sem þar takist á.“ Nokkur ár eru síðan fræðimenn tóku að velta fyrir sér tengslum Hallmundarkviðu og Hallmundarhrauns, að sögn Árna. „Fram að því var haldið að Hallmundarhraun hefði runnið fyrir landnám en þegar gerðar voru rannsóknir á öskulögum þar þóttust menn sjá að það væri runnið á landnámstíð. Þá fór menn að gruna að tengsl væru milli kvæðisins og eldgossins.“ Árni segir þetta fráleitt í fyrsta sinn sem jarðfræði og kveðskapur sé sett í samhengi. „Margir jarðfræðingar hafa blandað saman sínum fræðum og sögu þjóðarinnar,“ segir hann og nefnir Sigurð Þórarinsson og Guðrúnu Larsen og öskulagarannsóknir þeirra sem dæmi. Höfundur Hallmundarkviðu hefur verið óþekktur hingað til en Árni kveðst ætla að upplýsa skoðanir sínar á því leyndarmáli í fyrirlestrinum í dag. Ókeypis er inn og allir velkomnir. Menning Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Kvæðið Hallmundarkviða er talið lýsa eldgosi og hraunrennsli og undrun landnámsmanna á slíkum fyrirbærum. Árni Hjartarson jarðfræðingur segir að frá náttúrufræðilegu sjónarmiði sé kviðan einn merkilegasti texti fornritanna og ætlar að halda hádegiserindi um hana í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í dag. Þar setur hann fram kenningar um tímasetningu eldsumbrotanna, áhrif þeirra á byggðir og bú og um aldur kvæðisins. „Hallmundarkviða hefur verið talin ort á 12. til 13. öld en það kemur í ljós þegar farið er að skoða hana nánar að hún er mun eldri. Mín kenning er sú að hún sé frá 10. öld,“ segir Árni sem giskar á að kvæðið hafi varðveist í munnlegri geymd í tvær til þrjár aldir áður en það var skráð. „Kvæðið endurspeglar reynslu landnámsmanna af jarðeldum. Þegar þeir komu til Íslands frá Skandinavíu og Bretlandseyjum þekktu þeir ekki eldgos, nema hugsanlega af sögusögnum sunnan úr heimi. Þeir höfðu aldrei upplifað slíkt. En strax á landnámsöld verða þeir vitni að eldgosum og og velta fyrir sér hvaða reginöfl valdi þeim og telja ljóst að það séu jötnar og æsir sem þar takist á.“ Nokkur ár eru síðan fræðimenn tóku að velta fyrir sér tengslum Hallmundarkviðu og Hallmundarhrauns, að sögn Árna. „Fram að því var haldið að Hallmundarhraun hefði runnið fyrir landnám en þegar gerðar voru rannsóknir á öskulögum þar þóttust menn sjá að það væri runnið á landnámstíð. Þá fór menn að gruna að tengsl væru milli kvæðisins og eldgossins.“ Árni segir þetta fráleitt í fyrsta sinn sem jarðfræði og kveðskapur sé sett í samhengi. „Margir jarðfræðingar hafa blandað saman sínum fræðum og sögu þjóðarinnar,“ segir hann og nefnir Sigurð Þórarinsson og Guðrúnu Larsen og öskulagarannsóknir þeirra sem dæmi. Höfundur Hallmundarkviðu hefur verið óþekktur hingað til en Árni kveðst ætla að upplýsa skoðanir sínar á því leyndarmáli í fyrirlestrinum í dag. Ókeypis er inn og allir velkomnir.
Menning Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira