Skráning Reita í Kauphöllina frestast fram á haust Haraldur Guðmundsson skrifar 5. mars 2014 07:15 Stefnt hefur verið að skráningu Reita á markað frá stofnun félagsins í lok árs 2009. Fasteignafélagið Reitir fer ekki í Kauphöllina í vor eins og til stóð og skráning þess frestast fram á haust. Ástæðan er að félagið hefur ekki enn gengið frá sátt við Seðlabanka Íslands vegna viðauka í samningum Reita við þýskan lánveitanda sem Seðlabankinn telur ganga gegn gjaldeyrislögum. „Staðan er einfaldlega sú að það hafa engar dagsetningar verið ákveðnar og úr þessu er það mitt mat að við förum ekki á markað fyrr en eftir sumarið,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Félagið skuldar Hypothekenbank Frankfurt AG um fimmtán milljarða króna. Seðlabankinn gerði í desember 2012 athugasemdir við nokkra viðauka í þremur lánasamningum Reita við þýska bankann frá árinu 2009. Samningarnir voru hluti af endurskipulagningu félagsins en viðaukarnir fóru í gegn án þess að leitað væri eftir undanþágum Seðlabankans fyrir breytingunum. „Viðaukarnir voru partur af endurskipulagningu okkar því erlendi bankinn féllst ekki á að koma inn í eigendahópinn eins og hinir lánveitendurnir sem yfirtóku Landic Property. Þýski bankinn féllst einungis á að vera lánveitandi og þá voru gerðir viðaukar við lánasamninga sem gerðir voru fyrir 2009. Seðlabankinn hefur haldið því fram að viðaukarnir gangi gegn gjaldeyrishöftum og hefur neitað okkur um að greiða afborganir af þessum lánum í erlendri mynt síðan málið var tekið til skoðunar. Við erum að standa í skilum með lánið með því að leggja inn á veðsetta reikninga á Íslandi,“ segir Guðjón. Reitir og þýski bankinn gerðu breytingar á lánasamningunum sem eiga að sögn Guðjóns að fullnægja skilyrðum Seðlabankans. Skjöl þar að lútandi eru nú til yfirferðar hjá Seðlabankanum. „Málið hefur aldrei farið fyrir dómstóla og við erum að reyna að ná sátt áður en svo fer. Við höfum verið á þeirri vegferð að fá þennan erlenda lánveitanda til að fallast á sjónarmið Seðlabankans til að tefja ekki vegferð okkar til skráningar. Ég á ekki von á öðru en að við heyrum fljótlega frá Seðlabankanum og þá förum við að nálgast ákveðinn endastað.“ Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins. Það er í eigu Arion banka (43%), Landsbankans (29,6%), Þrotabús Icelandic Property (16%) og Íslandsbanka (5,8%). Á síðasta ári stóð til að endurfjármagna félagið með aðkomu nokkurra lífeyrissjóða. „Það hefur ekki gengið í gegn ennþá en það hefur verið skrifað undir sölu til lífeyrissjóðanna og fjármögnun á skuldum félagsins og um það er samkomulag en með þeim fyrirvara að þessi Seðlabankamál leysist,“ segir Guðjón. Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira
Fasteignafélagið Reitir fer ekki í Kauphöllina í vor eins og til stóð og skráning þess frestast fram á haust. Ástæðan er að félagið hefur ekki enn gengið frá sátt við Seðlabanka Íslands vegna viðauka í samningum Reita við þýskan lánveitanda sem Seðlabankinn telur ganga gegn gjaldeyrislögum. „Staðan er einfaldlega sú að það hafa engar dagsetningar verið ákveðnar og úr þessu er það mitt mat að við förum ekki á markað fyrr en eftir sumarið,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Félagið skuldar Hypothekenbank Frankfurt AG um fimmtán milljarða króna. Seðlabankinn gerði í desember 2012 athugasemdir við nokkra viðauka í þremur lánasamningum Reita við þýska bankann frá árinu 2009. Samningarnir voru hluti af endurskipulagningu félagsins en viðaukarnir fóru í gegn án þess að leitað væri eftir undanþágum Seðlabankans fyrir breytingunum. „Viðaukarnir voru partur af endurskipulagningu okkar því erlendi bankinn féllst ekki á að koma inn í eigendahópinn eins og hinir lánveitendurnir sem yfirtóku Landic Property. Þýski bankinn féllst einungis á að vera lánveitandi og þá voru gerðir viðaukar við lánasamninga sem gerðir voru fyrir 2009. Seðlabankinn hefur haldið því fram að viðaukarnir gangi gegn gjaldeyrishöftum og hefur neitað okkur um að greiða afborganir af þessum lánum í erlendri mynt síðan málið var tekið til skoðunar. Við erum að standa í skilum með lánið með því að leggja inn á veðsetta reikninga á Íslandi,“ segir Guðjón. Reitir og þýski bankinn gerðu breytingar á lánasamningunum sem eiga að sögn Guðjóns að fullnægja skilyrðum Seðlabankans. Skjöl þar að lútandi eru nú til yfirferðar hjá Seðlabankanum. „Málið hefur aldrei farið fyrir dómstóla og við erum að reyna að ná sátt áður en svo fer. Við höfum verið á þeirri vegferð að fá þennan erlenda lánveitanda til að fallast á sjónarmið Seðlabankans til að tefja ekki vegferð okkar til skráningar. Ég á ekki von á öðru en að við heyrum fljótlega frá Seðlabankanum og þá förum við að nálgast ákveðinn endastað.“ Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins. Það er í eigu Arion banka (43%), Landsbankans (29,6%), Þrotabús Icelandic Property (16%) og Íslandsbanka (5,8%). Á síðasta ári stóð til að endurfjármagna félagið með aðkomu nokkurra lífeyrissjóða. „Það hefur ekki gengið í gegn ennþá en það hefur verið skrifað undir sölu til lífeyrissjóðanna og fjármögnun á skuldum félagsins og um það er samkomulag en með þeim fyrirvara að þessi Seðlabankamál leysist,“ segir Guðjón.
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira