Menning

Bæjarlistamaður Grindavíkur

Halldór Lárusson trommuleikari
Halldór Lárusson trommuleikari
Halldór Lárusson, trommari og tónlistarkennari, hefur verið útnefndur Bæjarlistamaður Grindavíkur 2014 af frístunda- og menningarnefnd. Verðlaunin verða afhent við setningu Menningarviku Grindavíkurbæjar laugardaginn 15. mars. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi verðlaun eru afhent.



Halldór kennir slagverk við Tónlistarskóla Grindavíkur, Tónlistarskólann í Garði og Tónlistarskóla Sandgerðis, en þar er hann einnig starfandi skólastjóri tímabundið. Hann vinnur þessa dagana einnig að kennslubók fyrir unga trommuleikara og hefur nýlega hafið tökur á heimildarmynd um íslenska trommuleikara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.