Stjórnarskrá stöðvar ekki þjóðaratkvæði Brjánn Jónasson og Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. mars 2014 12:00 Gefin voru fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið fyrir kosningar. Fréttablaðið/GVA Kemur ákvæði í stjórnarskrá í veg fyrir að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið? Ekkert í stjórnarskránni kemur í veg fyrir að sitjandi þing bindi sig til að fara að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Sigurður Líndal lagaprófessor. Björg Thorarensen lagaprófessor er honum ósammála. Álit Sigurðar stangast á við orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Í Fréttablaðinu í gær sagði Sigmundur: „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni.“Sigurður LíndalSigurður, sem var skipaður formaður stjórnarskrárnefndar sem nú er starfandi af Sigmundi Davíð, segir þetta ekki rétt. Hann segir þá leið sem Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur talað fyrir vel færa. Þorsteinn hefur bent á að hægt væri að bæta ákvæði inn í þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að hún taki aðeins gildi staðfesti þjóðin hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig myndi sitjandi þing skuldbinda sig til að fara eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Vilji þingmeirihlutinn ekki halda viðræðunum áfram geti hann sett umsóknina á ís. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ segir Sigurður. Björg segir þetta ekki rétt. Hún segir að þingið geti samt ákveðið að binda gildistöku laga sem það hafi sett við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það geti ekki átt við um þingsályktun eins og stjórnarmeirihlutinn hefur lagt fram um að slíta viðræðunum þar sem hún sé ekki háð neinum áskilnaði um gildistöku eins og lög.Björg Thorarensen„Hér er því aðeins hægt að ræða um pólitíska skuldbindingu með pólitískar afleiðingar. Telji ríkisstjórn og meirihluti þings að baki henni ekki mögulegt að fylgja skýrum vilja þjóðarinnar í tilteknu máli, verður að reyna á það í nýjum kosningum hvort kjósendur velja nýjan pólitískan meirihluta sem er tilbúinn að leiða samningaviðræður við ESB,“ segir Björg.Þarf ekki að kjósa á milli Sigmundur Davíð talaði í Fréttablaðinu í gær um að stjórnarskráin heimilaði þinginu aðeins að boða til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði ekki loku fyrir það skotið að gera breytingar á stjórnarskrá til að heimila bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Breytingar á stjórnarskrá hafa hingað til þurft að fara þannig fram að eitt þing gerir breytingar sem ekki taka gildi fyrr en kosið hefur verið á ný til þings og nýtt þing hefur staðfest breytingarnar. Með tímabundnu ákvæði sem sett var inn í stjórnarskrá á síðasta kjörtímabili var opnað fyrir möguleika á annarri leið. Þá þurfa minnst tveir þriðjuhlutar þingmanna að samþykkja frumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Því næst þarf að bera þær breytingar upp fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú atkvæðagreiðsla á að fara fram sex til níu mánuðum eftir að frumvarpið hefur verið samþykkt á Alþingi. Til að breytingarnar teljist samþykktar þarf meirihlutinn að samþykkja þær í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og þarf minnst 40 prósent atkvæðisbærra manna að samþykkja. Fréttaskýringar Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Kemur ákvæði í stjórnarskrá í veg fyrir að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið? Ekkert í stjórnarskránni kemur í veg fyrir að sitjandi þing bindi sig til að fara að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Sigurður Líndal lagaprófessor. Björg Thorarensen lagaprófessor er honum ósammála. Álit Sigurðar stangast á við orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Í Fréttablaðinu í gær sagði Sigmundur: „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni.“Sigurður LíndalSigurður, sem var skipaður formaður stjórnarskrárnefndar sem nú er starfandi af Sigmundi Davíð, segir þetta ekki rétt. Hann segir þá leið sem Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur talað fyrir vel færa. Þorsteinn hefur bent á að hægt væri að bæta ákvæði inn í þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að hún taki aðeins gildi staðfesti þjóðin hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig myndi sitjandi þing skuldbinda sig til að fara eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Vilji þingmeirihlutinn ekki halda viðræðunum áfram geti hann sett umsóknina á ís. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ segir Sigurður. Björg segir þetta ekki rétt. Hún segir að þingið geti samt ákveðið að binda gildistöku laga sem það hafi sett við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það geti ekki átt við um þingsályktun eins og stjórnarmeirihlutinn hefur lagt fram um að slíta viðræðunum þar sem hún sé ekki háð neinum áskilnaði um gildistöku eins og lög.Björg Thorarensen„Hér er því aðeins hægt að ræða um pólitíska skuldbindingu með pólitískar afleiðingar. Telji ríkisstjórn og meirihluti þings að baki henni ekki mögulegt að fylgja skýrum vilja þjóðarinnar í tilteknu máli, verður að reyna á það í nýjum kosningum hvort kjósendur velja nýjan pólitískan meirihluta sem er tilbúinn að leiða samningaviðræður við ESB,“ segir Björg.Þarf ekki að kjósa á milli Sigmundur Davíð talaði í Fréttablaðinu í gær um að stjórnarskráin heimilaði þinginu aðeins að boða til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði ekki loku fyrir það skotið að gera breytingar á stjórnarskrá til að heimila bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Breytingar á stjórnarskrá hafa hingað til þurft að fara þannig fram að eitt þing gerir breytingar sem ekki taka gildi fyrr en kosið hefur verið á ný til þings og nýtt þing hefur staðfest breytingarnar. Með tímabundnu ákvæði sem sett var inn í stjórnarskrá á síðasta kjörtímabili var opnað fyrir möguleika á annarri leið. Þá þurfa minnst tveir þriðjuhlutar þingmanna að samþykkja frumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Því næst þarf að bera þær breytingar upp fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú atkvæðagreiðsla á að fara fram sex til níu mánuðum eftir að frumvarpið hefur verið samþykkt á Alþingi. Til að breytingarnar teljist samþykktar þarf meirihlutinn að samþykkja þær í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og þarf minnst 40 prósent atkvæðisbærra manna að samþykkja.
Fréttaskýringar Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent