Breytir öllu í gull sem hann snertir Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2014 09:00 Pharrell stígur nánast aldrei feilspor í tónlistinni. Vísir/Getty Nýjasta plata Pharrells Williams, G I R L, kom út í vikunni og þótt hann hafi verið viðloðandi tónlistarbransann í fjöldamörg ár þá er þetta aðeins hans önnur sólóplata. Tónlistarferill Pharrells hófst þegar hann hitti Chard Hugo í sumartónlistarbúðum á unglingsárunum. Þá spilaði Pharrell á hljómborð og trommur en Chard á tenórsaxófón. Þeir voru saman í lúðrasveit og stofnuðu sveitina The Neptunes með vinum sínum Shay Haley og Mike Etheridge á tíunda áratugnum. Þeir tóku þátt í hæfileikakeppni meðal miðskóla og voru uppgötvaðir af Grammy-verðlaunahafanum Teddy Riley sem bauð þeim samning strax við útskrift úr miðskóla. Chard og Pharrell náðu fljótt að skapa sér nafn sem pródúsentadúó og voru meðal annars með puttana í laginu Tonight‘s the Night af plötunni Blackstreet með samnefndri hljómsveit sem kom út árið 1994. Næstu þrjú árin komu þeir að ýmsum plötum en hljómurinn var frábrugðinn þeim sem The Neptunes átti síðar eftir að tileinka sér. Það var ekki fyrr en þeir prodúseruðu Superthug með N.O.R.E. árið 1998 að þeir fundu sína hillu. Ári síðan kynnti sameiginlegur vinur Pharrell fyrir tónlistarkonunni Kelis og unnu þau saman að fyrstu plötu hennar, Kaleidoscope.N.E.R.D gaf út plötuna In Search Of… árið 2001. Árið 2001 pródúseruðu The Neptunes Britney Spears-slagarann I‘m a Slave 4 U sem fór á toppinn á vinsældalistum víðs vegar um heiminn. Sama ár gaf N.E.R.D, sem samanstóð af Chard, Pharrell og Shay, út sína fyrstu plötu, In Search of…, í Evrópu þar sem plata Kelis hafði gengið vel þar. Þeir tóku plötuna upp aftur með rokksveitinni Spymob og gáfu hana út í Bandaríkjunum árið 2002. Sama ár pródúseruðu The Neptunes lagið Hot in Herre með Nelly og voru í kjölfarið valdir pródúsentar ársins á bæði Source-verðlaununum og Billboard-tónlistarverðlaununum. Ári síðar gáfu The Neptunes út plötuna The Neptunes Present… Clones sem fór í fyrsta sæti á Billboard 200-listanum í Bandaríkjunum. Nú var Pharrell á allra vörum og virtist allt sem hann gerði verða að gulli. The Neptunes unnu mikið með Jay-Z og pródúseruðu fjölmörg lög með honum, þar á meðal Frontin‘. Það lag var 34. stærsta lagið það árið samkvæmt Billboard og sýndi könnun í ágúst árið 2003 að lög sem voru pródúseruð af The Neptunes væru tuttugu prósent af öllum lögum sem spiluð voru í bresku útvarpi á þeim tíma. Útkoman var 43 prósent í Bandaríkjunum í sömu könnun. Önnur plata N.E.R.D, Fly or Die, kom út í mars árið 2004 og hlutu The Neptunes tvenn Grammy-verðlaun það árið, sem pródúsentar ársins og fyrir bestu poppplötu fyrir plötuna Justified með Justin Timberlake sem þeir komu að. Í september sama ár tók Pharrell þátt í laginu Drop It Like It‘s Hot með Snoop Dogg en það lag var valið rapplag áratugarins í Billboard árið 2009. Pharrell gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2005, In My Mind. Ári síðar pródúseraði hann aðra plötu Clipse, Hell Hath No Fury, og sögðu flestir gagnrýnendur að það væri hans besta verk í mörg ár. Síðan þá hefur hann unnið með öllum fremstu popplistamönnum heims, þar á meðal Maroon 5, Frank Ocean, Madonnu og Shakiru. Árið 2010 samdi Pharrell tónlistina fyrir teiknimyndina Despicable Me og samdi til dæmis lagið Happy fyrir Despicable Me 2 sem var tilnefnt til Óskarsverðlaunanna í ár. Þá samdi Pharrell og pródúseraði tónlistina á 84. Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir tveimur árum með tónskáldinu Hans Zimmer. Síðasta ár var klárlega árið hans Pharrells sem kom að tveimur vinsælustu lögum ársins 2013, Get Lucky með Daft Punk og Blurred Lines með Robin Thicke. Hann var tilnefndur til sjö Grammy-verðlauna en lag Daft Punk var valin smáskífa ársins á hátíðinni og besta lag poppdúetts eða -hóps. Random Access Memories, plata Daft Punk, var valin plata ársins og besta dansplatan. Pharrell hefur einnig rutt sér til rúms í tískubransanum og stofnaði fatalínurnar Billionaire Boys Club og Ice Cream Footwear. Hann tók þátt í að hanna skartgripi og gleraugu fyrir Louis Vuitton árið 2008 og vann að húsgögnum með Galerie Emmanuel Perrotin og franska framleiðandanum Domeau & Pérès. Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nýjasta plata Pharrells Williams, G I R L, kom út í vikunni og þótt hann hafi verið viðloðandi tónlistarbransann í fjöldamörg ár þá er þetta aðeins hans önnur sólóplata. Tónlistarferill Pharrells hófst þegar hann hitti Chard Hugo í sumartónlistarbúðum á unglingsárunum. Þá spilaði Pharrell á hljómborð og trommur en Chard á tenórsaxófón. Þeir voru saman í lúðrasveit og stofnuðu sveitina The Neptunes með vinum sínum Shay Haley og Mike Etheridge á tíunda áratugnum. Þeir tóku þátt í hæfileikakeppni meðal miðskóla og voru uppgötvaðir af Grammy-verðlaunahafanum Teddy Riley sem bauð þeim samning strax við útskrift úr miðskóla. Chard og Pharrell náðu fljótt að skapa sér nafn sem pródúsentadúó og voru meðal annars með puttana í laginu Tonight‘s the Night af plötunni Blackstreet með samnefndri hljómsveit sem kom út árið 1994. Næstu þrjú árin komu þeir að ýmsum plötum en hljómurinn var frábrugðinn þeim sem The Neptunes átti síðar eftir að tileinka sér. Það var ekki fyrr en þeir prodúseruðu Superthug með N.O.R.E. árið 1998 að þeir fundu sína hillu. Ári síðan kynnti sameiginlegur vinur Pharrell fyrir tónlistarkonunni Kelis og unnu þau saman að fyrstu plötu hennar, Kaleidoscope.N.E.R.D gaf út plötuna In Search Of… árið 2001. Árið 2001 pródúseruðu The Neptunes Britney Spears-slagarann I‘m a Slave 4 U sem fór á toppinn á vinsældalistum víðs vegar um heiminn. Sama ár gaf N.E.R.D, sem samanstóð af Chard, Pharrell og Shay, út sína fyrstu plötu, In Search of…, í Evrópu þar sem plata Kelis hafði gengið vel þar. Þeir tóku plötuna upp aftur með rokksveitinni Spymob og gáfu hana út í Bandaríkjunum árið 2002. Sama ár pródúseruðu The Neptunes lagið Hot in Herre með Nelly og voru í kjölfarið valdir pródúsentar ársins á bæði Source-verðlaununum og Billboard-tónlistarverðlaununum. Ári síðar gáfu The Neptunes út plötuna The Neptunes Present… Clones sem fór í fyrsta sæti á Billboard 200-listanum í Bandaríkjunum. Nú var Pharrell á allra vörum og virtist allt sem hann gerði verða að gulli. The Neptunes unnu mikið með Jay-Z og pródúseruðu fjölmörg lög með honum, þar á meðal Frontin‘. Það lag var 34. stærsta lagið það árið samkvæmt Billboard og sýndi könnun í ágúst árið 2003 að lög sem voru pródúseruð af The Neptunes væru tuttugu prósent af öllum lögum sem spiluð voru í bresku útvarpi á þeim tíma. Útkoman var 43 prósent í Bandaríkjunum í sömu könnun. Önnur plata N.E.R.D, Fly or Die, kom út í mars árið 2004 og hlutu The Neptunes tvenn Grammy-verðlaun það árið, sem pródúsentar ársins og fyrir bestu poppplötu fyrir plötuna Justified með Justin Timberlake sem þeir komu að. Í september sama ár tók Pharrell þátt í laginu Drop It Like It‘s Hot með Snoop Dogg en það lag var valið rapplag áratugarins í Billboard árið 2009. Pharrell gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2005, In My Mind. Ári síðar pródúseraði hann aðra plötu Clipse, Hell Hath No Fury, og sögðu flestir gagnrýnendur að það væri hans besta verk í mörg ár. Síðan þá hefur hann unnið með öllum fremstu popplistamönnum heims, þar á meðal Maroon 5, Frank Ocean, Madonnu og Shakiru. Árið 2010 samdi Pharrell tónlistina fyrir teiknimyndina Despicable Me og samdi til dæmis lagið Happy fyrir Despicable Me 2 sem var tilnefnt til Óskarsverðlaunanna í ár. Þá samdi Pharrell og pródúseraði tónlistina á 84. Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir tveimur árum með tónskáldinu Hans Zimmer. Síðasta ár var klárlega árið hans Pharrells sem kom að tveimur vinsælustu lögum ársins 2013, Get Lucky með Daft Punk og Blurred Lines með Robin Thicke. Hann var tilnefndur til sjö Grammy-verðlauna en lag Daft Punk var valin smáskífa ársins á hátíðinni og besta lag poppdúetts eða -hóps. Random Access Memories, plata Daft Punk, var valin plata ársins og besta dansplatan. Pharrell hefur einnig rutt sér til rúms í tískubransanum og stofnaði fatalínurnar Billionaire Boys Club og Ice Cream Footwear. Hann tók þátt í að hanna skartgripi og gleraugu fyrir Louis Vuitton árið 2008 og vann að húsgögnum með Galerie Emmanuel Perrotin og franska framleiðandanum Domeau & Pérès.
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira