Endanleg mynd látin flytjandanum eftir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2014 13:00 Páll Ivan frá Eiðum og Borgar Magnason kontrabassaleikari verða með frekar óhefðbundna tónleika í Hafnarborg á sunnudaginn. „Grunnhugmyndin að tónleikunum í heild tengist samskiptum tónskálda og flytjenda. Sum verkanna sem við flytjum eru mjög nákvæmlega skrifuð en önnur eru með miklum spuna.“ Þetta segir Borgar Magnason kontrabassaleikari spurður út í tónleikana Samræða um tákn, sem hann og Páll Ivan, flytjandi og tónskáld, eru með í Hafnarborg í Hafnarfirði á sunnudagskvöld klukkan 20. Þar ætla þeir að skoða notkun tákna í tónlist í sem víðustum skilningi og flytja tónverk þar sem endanleg mynd verksins er látin flytjandanum eftir. „Flytjandinn hefur alltaf frjálsar hendur að einhverju leyti og eins og staðan er í dag er einhvern veginn allt opið. Við Páll Ivan veltum fyrir okkur hvað sé spuni og hversu mikil áhrif tónskáldið vilji hafa á þann spuna,“ lýsir Borgar. En býst hann við að áheyrendur greini auðveldlega hvort spilað sé eftir nótum eða ekki? „Kannski mismikið. Þetta er ekki kennslustund. Það eru fimm verk á tónleikunum og þau eru hvert með sínum hætti hvað þetta varðar. Eitt þeirra er frægt verk um myndmál, annað er strúktúr sem er skýrt skrifað út þó beitt sé óhefðbundinni aðferð við það. Mitt verk er sambland af hefðbundinni nótnaskrift og textaskýringum fyrir flytjendur og grafík. Á endanum eru þetta auðvitað bara tónleikar.“ Síðasta verkið á dagskránni fékk Borgar Harald Jónsson myndlistarmann til að semja. „Mér finnst Haraldur hafa svo sterka tilfinningu fyrir tempói, strúktúr og táknmyndum. Hann er sjálfur í verkinu og hefur fólk með sér svo það verður smá leikrit í því líka. Svo tengist það vel sýningunni sem Haraldur er með á neðri hæðinni í Hafnarborg og að skoða hana eftir að hafa hlýtt á flutning verksins – opnar fyrir eitthvað nýtt.“ Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Hljóðön. Almennt miðaverð er 2.500 krónur en 1.500 fyrir eldri borgara og námsmenn. Um flytjendur Borgar Magnason kontrabassaleikari, spunaleikari og tónskáld hefurkomið fram sem einleikari og starfað með listamönnum af ólíkum sviðum. Hann hefur flutt og tekið upp tónlist eftir tónlistarmenn úr ólíkum áttum, samið tónlist fyrir leikhús og dans og unnið fjölmargar útsetningar fyrir dægurlagatónlist. Páll Ivan frá Eiðum á að baki fjölbreyttan feril sem tónskáld og hljóðfæraleikari. Hann leikur á tölvur, raf- og kontrabassa, píanó, gítar og lúðra hvers konar. Tónverk Páls Ivans hafa verið flutt á fjölmörgum tónleikum og tónlistarhátíðum víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin. Páll Ivan er einn af stofnendum tónskáldahópsins SLÁTUR. Um Hljóðön Hljóðön er metnaðarfull tónleikaröð í Hafnarborg tileinkuð tónlist frá 20. og 21. öldinni þar sem einstök hugmyndaauðgi og listræn glíma tónskálda leiða áheyrendur inn á áður ókunnar slóðir. Tilgangur hennar er að kynna ólík verk samtímatónskálda í fremstu röð. Nafn tónleikaraðarinnar skírskotar til smæstu merkingargreinandi hljóðeininga tungumála, grunneininga sem púsla má ólíkt saman svo úr verði tilraun til merkingar. Umsjónarmaður hennar er Þráinn Hjálmarsson. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Grunnhugmyndin að tónleikunum í heild tengist samskiptum tónskálda og flytjenda. Sum verkanna sem við flytjum eru mjög nákvæmlega skrifuð en önnur eru með miklum spuna.“ Þetta segir Borgar Magnason kontrabassaleikari spurður út í tónleikana Samræða um tákn, sem hann og Páll Ivan, flytjandi og tónskáld, eru með í Hafnarborg í Hafnarfirði á sunnudagskvöld klukkan 20. Þar ætla þeir að skoða notkun tákna í tónlist í sem víðustum skilningi og flytja tónverk þar sem endanleg mynd verksins er látin flytjandanum eftir. „Flytjandinn hefur alltaf frjálsar hendur að einhverju leyti og eins og staðan er í dag er einhvern veginn allt opið. Við Páll Ivan veltum fyrir okkur hvað sé spuni og hversu mikil áhrif tónskáldið vilji hafa á þann spuna,“ lýsir Borgar. En býst hann við að áheyrendur greini auðveldlega hvort spilað sé eftir nótum eða ekki? „Kannski mismikið. Þetta er ekki kennslustund. Það eru fimm verk á tónleikunum og þau eru hvert með sínum hætti hvað þetta varðar. Eitt þeirra er frægt verk um myndmál, annað er strúktúr sem er skýrt skrifað út þó beitt sé óhefðbundinni aðferð við það. Mitt verk er sambland af hefðbundinni nótnaskrift og textaskýringum fyrir flytjendur og grafík. Á endanum eru þetta auðvitað bara tónleikar.“ Síðasta verkið á dagskránni fékk Borgar Harald Jónsson myndlistarmann til að semja. „Mér finnst Haraldur hafa svo sterka tilfinningu fyrir tempói, strúktúr og táknmyndum. Hann er sjálfur í verkinu og hefur fólk með sér svo það verður smá leikrit í því líka. Svo tengist það vel sýningunni sem Haraldur er með á neðri hæðinni í Hafnarborg og að skoða hana eftir að hafa hlýtt á flutning verksins – opnar fyrir eitthvað nýtt.“ Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Hljóðön. Almennt miðaverð er 2.500 krónur en 1.500 fyrir eldri borgara og námsmenn. Um flytjendur Borgar Magnason kontrabassaleikari, spunaleikari og tónskáld hefurkomið fram sem einleikari og starfað með listamönnum af ólíkum sviðum. Hann hefur flutt og tekið upp tónlist eftir tónlistarmenn úr ólíkum áttum, samið tónlist fyrir leikhús og dans og unnið fjölmargar útsetningar fyrir dægurlagatónlist. Páll Ivan frá Eiðum á að baki fjölbreyttan feril sem tónskáld og hljóðfæraleikari. Hann leikur á tölvur, raf- og kontrabassa, píanó, gítar og lúðra hvers konar. Tónverk Páls Ivans hafa verið flutt á fjölmörgum tónleikum og tónlistarhátíðum víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin. Páll Ivan er einn af stofnendum tónskáldahópsins SLÁTUR. Um Hljóðön Hljóðön er metnaðarfull tónleikaröð í Hafnarborg tileinkuð tónlist frá 20. og 21. öldinni þar sem einstök hugmyndaauðgi og listræn glíma tónskálda leiða áheyrendur inn á áður ókunnar slóðir. Tilgangur hennar er að kynna ólík verk samtímatónskálda í fremstu röð. Nafn tónleikaraðarinnar skírskotar til smæstu merkingargreinandi hljóðeininga tungumála, grunneininga sem púsla má ólíkt saman svo úr verði tilraun til merkingar. Umsjónarmaður hennar er Þráinn Hjálmarsson.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira