Menningarsjokkið sterkur þáttur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. mars 2014 10:00 Vísir/Pjetur Ég þekkti ekkert til Melittu þegar ég var beðinn um að þýða ljóðin hennar,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson sem þýddi ljóðabókina Vom Rand der Welt eftir Melittu Urbancic. Bókin nefnist á íslensku Frá hjara veraldar og kemur út í dag í tengslum við sýningu og málþing um ævi og störf Melittu í Þjóðarbókhlöðunni. „Þetta eru að sumu leyti útlagaljóð,“ segir Sölvi spurður hvernig ljóð þetta séu. „Hún yrkir um upplifun sína af því að koma frá Vínarborg til Íslands fyrir miðja síðustu öld og því verður ekki neitað að sterkur þáttur í skáldskapnum er menningarsjokkið sem hún hefur orðið fyrir við þá flutninga. Hún var gyðingur og kom í rauninni nauðbeygð hingað á flótta undan nasistum þannig að það er margs konar tregi í þessum ljóðum, bæði söknuður eftir heimalandinu og þeirri menningu sem var búið að drepa úti í Evrópu og fólkinu sem hún þurfti að skilja við. Móðir hennar varð til dæmis eftir úti í Austurríki og var síðar flutt í fangabúðir nasista.“ Sölvi segir að þegar á líður bókina birti þó yfir ljóðunum. „Hún verður mun sáttari og mörg ljóðanna í seinni hlutanum eru hálfgerð ættjarðarljóð um Ísland.“ Er Melitta gott skáld? „Já, hún er ansi mögnuð. Það kom mér á óvart að finna þessi ljóð um Ísland, ort af útlendingi sem bjó hér. Þetta er dálítið sérstakur póstur í íslenskri bókmenntasögu.“ Gauti Kristmannsson skrifar ítarlegan eftirmála um ævi og störf Melittu og Sölvi segir margt athyglisvert koma þar fram. „Hann rekur meðal annars tengsl hennar við þekkta og mikla heimspekinga og aðra andans menn úti í Þýskalandi á sínum tíma. Hún skrifaðist til dæmis á við ljóðskáldið Rainer Maria Rilke og fleiri. Þetta var alveg stórmerkileg kona, auk skriftanna var hún leikkona og myndhöggvari og mikill frumkvöðull eins og sést til dæmis á því að hún fór að rækta býflugur inni í Laugarnesi og varð þar með fyrst til að reyna slíka rækt hér á landi. Þannig að hún var merkileg á mörgum sviðum.“ Bókin er tvímála, á íslensku og þýsku, og á málþinginu í dag mun Sölvi lesa þýðingar sínar á nokkrum ljóðum en Sabine Leskopf les sömu ljóð á frummálinu, þýsku. Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ég þekkti ekkert til Melittu þegar ég var beðinn um að þýða ljóðin hennar,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson sem þýddi ljóðabókina Vom Rand der Welt eftir Melittu Urbancic. Bókin nefnist á íslensku Frá hjara veraldar og kemur út í dag í tengslum við sýningu og málþing um ævi og störf Melittu í Þjóðarbókhlöðunni. „Þetta eru að sumu leyti útlagaljóð,“ segir Sölvi spurður hvernig ljóð þetta séu. „Hún yrkir um upplifun sína af því að koma frá Vínarborg til Íslands fyrir miðja síðustu öld og því verður ekki neitað að sterkur þáttur í skáldskapnum er menningarsjokkið sem hún hefur orðið fyrir við þá flutninga. Hún var gyðingur og kom í rauninni nauðbeygð hingað á flótta undan nasistum þannig að það er margs konar tregi í þessum ljóðum, bæði söknuður eftir heimalandinu og þeirri menningu sem var búið að drepa úti í Evrópu og fólkinu sem hún þurfti að skilja við. Móðir hennar varð til dæmis eftir úti í Austurríki og var síðar flutt í fangabúðir nasista.“ Sölvi segir að þegar á líður bókina birti þó yfir ljóðunum. „Hún verður mun sáttari og mörg ljóðanna í seinni hlutanum eru hálfgerð ættjarðarljóð um Ísland.“ Er Melitta gott skáld? „Já, hún er ansi mögnuð. Það kom mér á óvart að finna þessi ljóð um Ísland, ort af útlendingi sem bjó hér. Þetta er dálítið sérstakur póstur í íslenskri bókmenntasögu.“ Gauti Kristmannsson skrifar ítarlegan eftirmála um ævi og störf Melittu og Sölvi segir margt athyglisvert koma þar fram. „Hann rekur meðal annars tengsl hennar við þekkta og mikla heimspekinga og aðra andans menn úti í Þýskalandi á sínum tíma. Hún skrifaðist til dæmis á við ljóðskáldið Rainer Maria Rilke og fleiri. Þetta var alveg stórmerkileg kona, auk skriftanna var hún leikkona og myndhöggvari og mikill frumkvöðull eins og sést til dæmis á því að hún fór að rækta býflugur inni í Laugarnesi og varð þar með fyrst til að reyna slíka rækt hér á landi. Þannig að hún var merkileg á mörgum sviðum.“ Bókin er tvímála, á íslensku og þýsku, og á málþinginu í dag mun Sölvi lesa þýðingar sínar á nokkrum ljóðum en Sabine Leskopf les sömu ljóð á frummálinu, þýsku.
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira