Er eiginlega kjaftstopp 10. mars 2014 13:00 "Ég átti nú fyrr von á dauða mínum en þessu,“ segir bæjarlistamaðurinn Halldór Lárusson í Grindavík. Fréttablaðið/Anton „Ég átti nú fyrr von á dauða mínum en þessu. Þetta er mjög mikill heiður. Ég er eiginlega kjaftstopp en þykir afskaplega vænt um þetta. “ segir Halldór Lárusson, trommari og tónlistarkennari, um kjör hans sem bæjarlistamanns Grindavíkur 2014. Hann mun fá verðlaunin við setningu Menningarviku Grindavíkurbæjar á laugardaginn, 15. mars í Grindavíkurkirkju. Það verður í fyrsta skipti sem slík verðlaun verða afhent. Halldór hefur búið í Grindavík í átta og hálft ár og verið atkvæðamikill í tónlistarmenningu bæjarins. Hann kennir slagverk við tónlistarskólana í Grindavík, Garði og Sandgerði. Á síðastnefnda staðnum starfaði hann líka sem skólastjóri tímabundið. Hann stóð fyrir „opnu sviði“ á veitingastaðnum Bryggjunni alla föstudaga í júní og október á síðasta ári og þar gafst bæjarbúum og öðrum gestum kostur á að fara á svið og syngja eða spila með þekktum undirleikurum. Ég bið hann að segja mér nánar frá þeim skemmtilegheitum. „Bryggjan er lítið kaffihús alveg á bryggjunni í Grindavík og er með þeim flottari á landinu enda rekið af mikilli ástúð. Það er líka mikill menningarstaður því þar er mikið um djasstónleika og bókmenntakvöld. Síðasta ár var ég þar átta föstudagskvöld með góða tónlistarmenn með mér og bauð fólki að koma og syngja með okkur, spila eða gera hvað sem var. Það heppnaðist svona hrikalega vel. Það voru bæði heimamenn og gestir sem lögðu fram efni, sögðu jafnvel sögur.“ Halldór hefur leikið með mörgum helstu tónlistarmönnum landsins svo sem Bubba Morthens og MX-21, Rúnari Júlíussyni, Bjartmari Guðlaugssyni, Júpíters, P.S. & co, Spilafíflum, Með nöktum ásamt mörgum fleirum. Hann bjó í Hollandi um árabil og starfaði þar með ýmsu tónlistarfólki, þar á meðal Afríkuböndunum Lanyi og King Taky and Afro Roots, Seydouba Soumah, hollensku pönkhljómsveitinni The Harries og mörgum fleirum. Trommuviðgerðir og trommusmíði eru meðal viðfangsefna Halldórs. Þá er hann upphafsmaður trommusýningarinnar Trommarinn sem haldin hefur verið árlega frá 2009. Hann starfar nú að upptökum með hollensku hljómsveitinni Beesandus, tekur trommuleikinn upp í hljóðveri hér heima og sendir síðan út. Einnig vinnur hann að kennslubók fyrir unga trommuleikara og hefur nýlega hafið tökur á heimildarmynd um íslenska trommuleikara. Þess má geta að Halldór mun koma fram á tónleikum með Halli Ingólfssyni og félögum í Kaldalóni í Hörpu næsta fimmtudag, 13. mars. Þar flytja þeir efni af nýútkominni sólóplötu Halls – Öræfi. „Ég var að aðstoða Hall við gerð sólóplötunnar seint á síðasta ári,“ segir Halldór, „og það er með allra skemmtilegustu verkefnum sem ég hef tekið þátt í.“ Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég átti nú fyrr von á dauða mínum en þessu. Þetta er mjög mikill heiður. Ég er eiginlega kjaftstopp en þykir afskaplega vænt um þetta. “ segir Halldór Lárusson, trommari og tónlistarkennari, um kjör hans sem bæjarlistamanns Grindavíkur 2014. Hann mun fá verðlaunin við setningu Menningarviku Grindavíkurbæjar á laugardaginn, 15. mars í Grindavíkurkirkju. Það verður í fyrsta skipti sem slík verðlaun verða afhent. Halldór hefur búið í Grindavík í átta og hálft ár og verið atkvæðamikill í tónlistarmenningu bæjarins. Hann kennir slagverk við tónlistarskólana í Grindavík, Garði og Sandgerði. Á síðastnefnda staðnum starfaði hann líka sem skólastjóri tímabundið. Hann stóð fyrir „opnu sviði“ á veitingastaðnum Bryggjunni alla föstudaga í júní og október á síðasta ári og þar gafst bæjarbúum og öðrum gestum kostur á að fara á svið og syngja eða spila með þekktum undirleikurum. Ég bið hann að segja mér nánar frá þeim skemmtilegheitum. „Bryggjan er lítið kaffihús alveg á bryggjunni í Grindavík og er með þeim flottari á landinu enda rekið af mikilli ástúð. Það er líka mikill menningarstaður því þar er mikið um djasstónleika og bókmenntakvöld. Síðasta ár var ég þar átta föstudagskvöld með góða tónlistarmenn með mér og bauð fólki að koma og syngja með okkur, spila eða gera hvað sem var. Það heppnaðist svona hrikalega vel. Það voru bæði heimamenn og gestir sem lögðu fram efni, sögðu jafnvel sögur.“ Halldór hefur leikið með mörgum helstu tónlistarmönnum landsins svo sem Bubba Morthens og MX-21, Rúnari Júlíussyni, Bjartmari Guðlaugssyni, Júpíters, P.S. & co, Spilafíflum, Með nöktum ásamt mörgum fleirum. Hann bjó í Hollandi um árabil og starfaði þar með ýmsu tónlistarfólki, þar á meðal Afríkuböndunum Lanyi og King Taky and Afro Roots, Seydouba Soumah, hollensku pönkhljómsveitinni The Harries og mörgum fleirum. Trommuviðgerðir og trommusmíði eru meðal viðfangsefna Halldórs. Þá er hann upphafsmaður trommusýningarinnar Trommarinn sem haldin hefur verið árlega frá 2009. Hann starfar nú að upptökum með hollensku hljómsveitinni Beesandus, tekur trommuleikinn upp í hljóðveri hér heima og sendir síðan út. Einnig vinnur hann að kennslubók fyrir unga trommuleikara og hefur nýlega hafið tökur á heimildarmynd um íslenska trommuleikara. Þess má geta að Halldór mun koma fram á tónleikum með Halli Ingólfssyni og félögum í Kaldalóni í Hörpu næsta fimmtudag, 13. mars. Þar flytja þeir efni af nýútkominni sólóplötu Halls – Öræfi. „Ég var að aðstoða Hall við gerð sólóplötunnar seint á síðasta ári,“ segir Halldór, „og það er með allra skemmtilegustu verkefnum sem ég hef tekið þátt í.“
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira