Sterki víkingurinn gengur aftur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. mars 2014 00:00 Íslendingar hafa eignast nýja stjörnu. Sameiningartákn sem veldur því að skyndilega er hálf þjóðin farin að tala eins og bardagaíþróttir séu eitthvað sem hún þekkir út og inn. Gunnar Nelson er hylltur sem þjóðhetja, víkingurinn þögli sem sigrar andstæðinga sína án nokkurs fums, tákn alls þess besta í íslenskri þjóðarsál, lifandi sönnun þess að við séum mest og best, einu sinni enn. Gunnar er alls góðs maklegur, hefur yfirbragð einbeitts manns sem veit hvert hann stefnir, yfirvegaður, fókusaður og óralangt frá nokkrum stjörnustælum, en óhjákvæmilega hlýtur að þurfa að setja spurningarmerki við sálarástand þeirrar þjóðar sem hefur sigur í bardagaíþróttum til marks um það hversu framarlega hún standi í andlegu atgervi. Íþróttin er sannarlega ekki fögur á að horfa og í augum leikmanns lítur hún út sem hefðbundin slagsmál á skólalóð í gegnum árin. Slagsmál sem yfirleitt hafa ekki þótt til fyrirmyndar, hvað þá að „sigurvegarinn“ hafi verið hylltur og honum hossað sem fyrirmynd annarra ungmenna. Það er kannski til marks um það andlega gjaldþrot sem þjóðarsálin stendur frammi fyrir að fólki sé slétt sama í hverju við erum best svo framarlega sem við getum bent á að við séum, þrátt fyrir allt, best í einhverju. Óneitanlega er gott til þess að vita að þjóðin geti sameinast um eitthvað á þessum síðustu rósturtímum þar sem hver höndin er upp á móti annarri og ásakanir um lygar og svik ganga á víxl milli stjórnmálamanna og þjóðarinnar. Hvað það er sem þjóðin sameinast um er kannski aukaatriði þegar horft er til stóra samhengisins. Við höfum alltaf verið veik fyrir mönnum með líkamlegan styrk og staglið um víkinginn sem tákn þjóðarinnar virðist alltaf eiga hljómgrunn. Að vissu leyti má bera saman aðdáunina á Jóni Páli Sigmarssyni á sínum tíma og Gunnari Nelson nú. Þeir eru hinir sterku fulltrúar þjóðarinnar sem sanna fyrir umheiminum að Íslendingar séu engin dusilmenni sem hægt sé að brjóta á bak aftur. Það er hins vegar kannski tímanna tákn að Íslendingar fylki sér að baki bardagahetju á þessum síðustu tímum. Jón Páll þurfti nefnilega ekki að stórskaða andstæðinga sína til að bera sigurorð af þeim, það var nóg að hann væri sterkari en þeir. Auðvitað er ekki við Gunnar að sakast þótt sú íþrótt sem hann hefur lagt fyrir sig og staðið sig vel í snúist um það að berja liggjandi menn í höfuðið, en það er eitthvert óbragð af því að honum sé á þeim forsendum hampað sem hetju og góðri fyrirmynd fyrir börnin okkar. Og ekki örgrannt um að hugurinn leiti til tíma Rómverja þar sem athyglin var leidd frá óstjórn og spillingu yfirstéttarinnar með því að bjóða almúganum upp á brauð og leiki. Leiki þar sem barist var þar til sá sem tapaði var dauður. Viljum við þá tíma aftur? Óskum Gunnari til hamingju með að vera með þeim bestu í þeirri íþrótt sem hann hefur valið sér en teljum ekki börnunum okkar trú um að það sé til marks um hreysti og hugprýði að hafa annan undir í fantabrögðum. Það kann ekki góðri lukku að stýra.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Íslendingar hafa eignast nýja stjörnu. Sameiningartákn sem veldur því að skyndilega er hálf þjóðin farin að tala eins og bardagaíþróttir séu eitthvað sem hún þekkir út og inn. Gunnar Nelson er hylltur sem þjóðhetja, víkingurinn þögli sem sigrar andstæðinga sína án nokkurs fums, tákn alls þess besta í íslenskri þjóðarsál, lifandi sönnun þess að við séum mest og best, einu sinni enn. Gunnar er alls góðs maklegur, hefur yfirbragð einbeitts manns sem veit hvert hann stefnir, yfirvegaður, fókusaður og óralangt frá nokkrum stjörnustælum, en óhjákvæmilega hlýtur að þurfa að setja spurningarmerki við sálarástand þeirrar þjóðar sem hefur sigur í bardagaíþróttum til marks um það hversu framarlega hún standi í andlegu atgervi. Íþróttin er sannarlega ekki fögur á að horfa og í augum leikmanns lítur hún út sem hefðbundin slagsmál á skólalóð í gegnum árin. Slagsmál sem yfirleitt hafa ekki þótt til fyrirmyndar, hvað þá að „sigurvegarinn“ hafi verið hylltur og honum hossað sem fyrirmynd annarra ungmenna. Það er kannski til marks um það andlega gjaldþrot sem þjóðarsálin stendur frammi fyrir að fólki sé slétt sama í hverju við erum best svo framarlega sem við getum bent á að við séum, þrátt fyrir allt, best í einhverju. Óneitanlega er gott til þess að vita að þjóðin geti sameinast um eitthvað á þessum síðustu rósturtímum þar sem hver höndin er upp á móti annarri og ásakanir um lygar og svik ganga á víxl milli stjórnmálamanna og þjóðarinnar. Hvað það er sem þjóðin sameinast um er kannski aukaatriði þegar horft er til stóra samhengisins. Við höfum alltaf verið veik fyrir mönnum með líkamlegan styrk og staglið um víkinginn sem tákn þjóðarinnar virðist alltaf eiga hljómgrunn. Að vissu leyti má bera saman aðdáunina á Jóni Páli Sigmarssyni á sínum tíma og Gunnari Nelson nú. Þeir eru hinir sterku fulltrúar þjóðarinnar sem sanna fyrir umheiminum að Íslendingar séu engin dusilmenni sem hægt sé að brjóta á bak aftur. Það er hins vegar kannski tímanna tákn að Íslendingar fylki sér að baki bardagahetju á þessum síðustu tímum. Jón Páll þurfti nefnilega ekki að stórskaða andstæðinga sína til að bera sigurorð af þeim, það var nóg að hann væri sterkari en þeir. Auðvitað er ekki við Gunnar að sakast þótt sú íþrótt sem hann hefur lagt fyrir sig og staðið sig vel í snúist um það að berja liggjandi menn í höfuðið, en það er eitthvert óbragð af því að honum sé á þeim forsendum hampað sem hetju og góðri fyrirmynd fyrir börnin okkar. Og ekki örgrannt um að hugurinn leiti til tíma Rómverja þar sem athyglin var leidd frá óstjórn og spillingu yfirstéttarinnar með því að bjóða almúganum upp á brauð og leiki. Leiki þar sem barist var þar til sá sem tapaði var dauður. Viljum við þá tíma aftur? Óskum Gunnari til hamingju með að vera með þeim bestu í þeirri íþrótt sem hann hefur valið sér en teljum ekki börnunum okkar trú um að það sé til marks um hreysti og hugprýði að hafa annan undir í fantabrögðum. Það kann ekki góðri lukku að stýra.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun