Milljarðamæringar í músíkbransanum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. mars 2014 10:00 Billboard hefur tekið saman lista yfir þá tónlistarmenn sem öfluðu mestra tekna á síðasta ári. Viss kántríslagsíða er á listanum en þrír listamenn úr þeim geira komast inn á topp tíu listann. Það slær samt enginn kántríprinsessuna Taylor Swift út sem trónir á toppnum. Þá skipar verðandi Íslandsvinurinn Justin Timberlake þriðja sætið með tekjur uppá 3,5 milljarða króna á árinu 2013.1. Taylor SwiftTekjur: $39,7 milljónir eða 4,5 milljarðar kr. Poppsöngkonan Taylor Swift er aðeins 23ja ára gömul en náði að rústa samkeppninni á síðasta ári. Hún hefur skapað sér tekjur ekki aðeins með plötusölu heldur einnig með ýmiss konar vörum og auglýsingasamningum. Á lista Billboard yfir mest seldu plöturnar er hún í áttunda sæti en nær í sjötta sæti á stafræna listanum enda var efni hennar hlaðið niður tæplega tíu milljón sinnum árið 2013. Söngkonan er líka framar öllum þegar kemur að tónleikaferðalögum og er áætlað að RED-tónleikaferðalag hennar hafi halað inn um þrjátíu milljónir dollara. Í tengslum við tónleikaferðalagið gerði hún samninga við vörumerkin Keds, Elizabeth Arden og Diet Coke en ekki liggur fyrir hve miklu þeir samningar skiluðu.2. Kenny ChesneyTekjur: $33 milljónir eða 3,7 milljarðar kr. Kenny er í öðru sæti yfir þá kántrísöngvara sem hafa náð lögum í toppsæti á Billboard 200-listanum en í fyrsta sæti er sjálfur Garth Brooks. Hann gaf út plötuna Life on a Rock í fyrra og náði að halda sinni stöðu sem konungur tónleikaferðalaganna þegar hann náði því að að spila fyrir meira en milljón áhorfendur, tíunda tónleikaferðalagið í röð.3. Justin TimberlakeTekjur: $31,5 milljónir eða 3,5 milljarðar kr. Justin kom tvíefldur inn á sjónarsviðið í fyrra eftir sjö ára hlé í tónlistarbransanum. Hann gaf út sína fyrstu plötu síðan árið 2006, The 20/20 Experience og hefur verið öflugur á tónleikaferðalagi sem endar eins og margir vita hér á Íslandi næsta sumar. Á síðasta ári skemmti hann fyrir tæplega eina milljón áhorfenda á 39 tónleikum og skilaði tónleikahaldið um 43 milljónum dollara í kassann. Lagið Suit & Tie fékk mesta spilun á fyrstu viku sinni í loftinu í sögu Billboard 40-listans yfir tónlist sem höfðar til fjöldans.4. Bon JoviTekjur: $29,4 milljónir eða 3,3 milljarðar kr. Hljómsveitin fór í tónleikaferðalagið Because We Can í fyrra og varð það ferðalagið á síðasta ári sem skilaði mestum hagnaði allra slíkra tónleikaferða. Bandið gaf út plötuna What About Now og fór hún í fyrsta sæti á Billboard 200-listanum. Þá var lögunum þeirra hlaðið rúmlega 1,5 milljón sinnum. Áætlað að aðdáendur sveitarinnar kaupi vörur tengdar tónlistinni fyrir tvær milljónir dollara á ári á netinu, um 225 milljónir króna.5. The Rolling StonesTekjur: $26,2 milljónir eða 3 milljarðar kr. Lengi lifir í gömlum glæðum og náðu gömlu brýnin í The Rolling Stones að hala inn um áttatíu milljónir dollara, um níu milljarða króna, á fimmtán tónleikum um Norður-Ameríku til að fagna fimmtíu ára afmæli sveitarinnar. Þá bættu þeir nokkrum nýjum lögum við smellapakkann sinn Grrr! en hann hefur selst í tæplega þrjú hundruð þúsund eintökum og verið hlaðið niður 1,5 milljón sinnum. Erfitt að toppa það!6. BeyoncéTekjur: $24,4 milljónir eða 2,8 milljarðar kr. Tónlistarkonan kom öllum á óvart þegar hún gaf út fimmtu stúdíóplötu sína á iTunes en hún fór strax í fyrsta sæti á Billboard 200-listanum og seldist í 617 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Tónleikaferðalagið hennar, Mrs. Carter Show, komst á áttunda sætið yfir 25 arðvænlegustu ferðalögin hjá Billobard og hlotnaðist Beyoncé sá heiður að skemmta í hálfleik Super Bowl-leiksins.7. Maroon 5Tekjur: $22,3 milljónir eða 2,5 milljarðar kr. Bróðurpartur tekna sveitarinnar kemur úr tónleikaferðalögum, eða 17,6 milljónir dollara, tæplega tveir milljarðar króna. Lagið Payphone náði öðru sæti á Billboard Hot 100-listanum en lagið One More Night var á toppi listans í níu vikur í röð. Er plötusala þeirra á síðasta ári metin á 1,4 milljónir dollara, tæplega 160 milljónir króna.8. Luke BryanTekjur: $22,1 milljónir eða 2,5 milljarðar kr. Luke er ein skærasta stjarnan í kántríheiminum og hefur selt um 2,7 milljónir platna og 7,6 milljónir laga á netinu. Þá græddi hann 15,4 milljónir dollara á tónleikaferðalagi sínu í fyrra, rúmlega 1,7 milljarða króna og var fenginn til að vera meðkynnir á kántrítónlistarverðlaununum.9. PinkTekjur: $20,1 milljónir eða 2,3 milljarðar kr. Pink fór í tónleikaferðalag um heiminn og afrekaði það að selja upp á átján tónleika í röð í Melbourne í Ástralíu. Hennar helsti smellur, Just Give Me a Reason með Nate Ruess, fleytti henni langt í plötusölu og náði á topp Billboard Hot 100-listans.10. Fleetwood MacTekjur: $19,1 milljónir eða 2,2 milljarðar kr. Meirihluti tekna sveitarinnar skapaðist vegna tónleikaferðalags þeirra en hljómsveitin spilaði í 34 borgum víðs vegar um heiminn. Þá gaf sveitin út sína fyrstu stúdíóplötu í áratug, Extended Play, sem náði 48. sætinu á Billboard 200-listanum. Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Billboard hefur tekið saman lista yfir þá tónlistarmenn sem öfluðu mestra tekna á síðasta ári. Viss kántríslagsíða er á listanum en þrír listamenn úr þeim geira komast inn á topp tíu listann. Það slær samt enginn kántríprinsessuna Taylor Swift út sem trónir á toppnum. Þá skipar verðandi Íslandsvinurinn Justin Timberlake þriðja sætið með tekjur uppá 3,5 milljarða króna á árinu 2013.1. Taylor SwiftTekjur: $39,7 milljónir eða 4,5 milljarðar kr. Poppsöngkonan Taylor Swift er aðeins 23ja ára gömul en náði að rústa samkeppninni á síðasta ári. Hún hefur skapað sér tekjur ekki aðeins með plötusölu heldur einnig með ýmiss konar vörum og auglýsingasamningum. Á lista Billboard yfir mest seldu plöturnar er hún í áttunda sæti en nær í sjötta sæti á stafræna listanum enda var efni hennar hlaðið niður tæplega tíu milljón sinnum árið 2013. Söngkonan er líka framar öllum þegar kemur að tónleikaferðalögum og er áætlað að RED-tónleikaferðalag hennar hafi halað inn um þrjátíu milljónir dollara. Í tengslum við tónleikaferðalagið gerði hún samninga við vörumerkin Keds, Elizabeth Arden og Diet Coke en ekki liggur fyrir hve miklu þeir samningar skiluðu.2. Kenny ChesneyTekjur: $33 milljónir eða 3,7 milljarðar kr. Kenny er í öðru sæti yfir þá kántrísöngvara sem hafa náð lögum í toppsæti á Billboard 200-listanum en í fyrsta sæti er sjálfur Garth Brooks. Hann gaf út plötuna Life on a Rock í fyrra og náði að halda sinni stöðu sem konungur tónleikaferðalaganna þegar hann náði því að að spila fyrir meira en milljón áhorfendur, tíunda tónleikaferðalagið í röð.3. Justin TimberlakeTekjur: $31,5 milljónir eða 3,5 milljarðar kr. Justin kom tvíefldur inn á sjónarsviðið í fyrra eftir sjö ára hlé í tónlistarbransanum. Hann gaf út sína fyrstu plötu síðan árið 2006, The 20/20 Experience og hefur verið öflugur á tónleikaferðalagi sem endar eins og margir vita hér á Íslandi næsta sumar. Á síðasta ári skemmti hann fyrir tæplega eina milljón áhorfenda á 39 tónleikum og skilaði tónleikahaldið um 43 milljónum dollara í kassann. Lagið Suit & Tie fékk mesta spilun á fyrstu viku sinni í loftinu í sögu Billboard 40-listans yfir tónlist sem höfðar til fjöldans.4. Bon JoviTekjur: $29,4 milljónir eða 3,3 milljarðar kr. Hljómsveitin fór í tónleikaferðalagið Because We Can í fyrra og varð það ferðalagið á síðasta ári sem skilaði mestum hagnaði allra slíkra tónleikaferða. Bandið gaf út plötuna What About Now og fór hún í fyrsta sæti á Billboard 200-listanum. Þá var lögunum þeirra hlaðið rúmlega 1,5 milljón sinnum. Áætlað að aðdáendur sveitarinnar kaupi vörur tengdar tónlistinni fyrir tvær milljónir dollara á ári á netinu, um 225 milljónir króna.5. The Rolling StonesTekjur: $26,2 milljónir eða 3 milljarðar kr. Lengi lifir í gömlum glæðum og náðu gömlu brýnin í The Rolling Stones að hala inn um áttatíu milljónir dollara, um níu milljarða króna, á fimmtán tónleikum um Norður-Ameríku til að fagna fimmtíu ára afmæli sveitarinnar. Þá bættu þeir nokkrum nýjum lögum við smellapakkann sinn Grrr! en hann hefur selst í tæplega þrjú hundruð þúsund eintökum og verið hlaðið niður 1,5 milljón sinnum. Erfitt að toppa það!6. BeyoncéTekjur: $24,4 milljónir eða 2,8 milljarðar kr. Tónlistarkonan kom öllum á óvart þegar hún gaf út fimmtu stúdíóplötu sína á iTunes en hún fór strax í fyrsta sæti á Billboard 200-listanum og seldist í 617 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Tónleikaferðalagið hennar, Mrs. Carter Show, komst á áttunda sætið yfir 25 arðvænlegustu ferðalögin hjá Billobard og hlotnaðist Beyoncé sá heiður að skemmta í hálfleik Super Bowl-leiksins.7. Maroon 5Tekjur: $22,3 milljónir eða 2,5 milljarðar kr. Bróðurpartur tekna sveitarinnar kemur úr tónleikaferðalögum, eða 17,6 milljónir dollara, tæplega tveir milljarðar króna. Lagið Payphone náði öðru sæti á Billboard Hot 100-listanum en lagið One More Night var á toppi listans í níu vikur í röð. Er plötusala þeirra á síðasta ári metin á 1,4 milljónir dollara, tæplega 160 milljónir króna.8. Luke BryanTekjur: $22,1 milljónir eða 2,5 milljarðar kr. Luke er ein skærasta stjarnan í kántríheiminum og hefur selt um 2,7 milljónir platna og 7,6 milljónir laga á netinu. Þá græddi hann 15,4 milljónir dollara á tónleikaferðalagi sínu í fyrra, rúmlega 1,7 milljarða króna og var fenginn til að vera meðkynnir á kántrítónlistarverðlaununum.9. PinkTekjur: $20,1 milljónir eða 2,3 milljarðar kr. Pink fór í tónleikaferðalag um heiminn og afrekaði það að selja upp á átján tónleika í röð í Melbourne í Ástralíu. Hennar helsti smellur, Just Give Me a Reason með Nate Ruess, fleytti henni langt í plötusölu og náði á topp Billboard Hot 100-listans.10. Fleetwood MacTekjur: $19,1 milljónir eða 2,2 milljarðar kr. Meirihluti tekna sveitarinnar skapaðist vegna tónleikaferðalags þeirra en hljómsveitin spilaði í 34 borgum víðs vegar um heiminn. Þá gaf sveitin út sína fyrstu stúdíóplötu í áratug, Extended Play, sem náði 48. sætinu á Billboard 200-listanum.
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira