Hjaltalín snýr aftur Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. mars 2014 15:30 Sigríður Thorlacius söngkona Hjaltalín hlaut titilinn söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Mynd/Florian „Þetta var töluverður hringur og það gekk rosalega vel,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín, en sveitin lauk fyrir skömmu tónleikaferðalagi um Evrópu. Sveitin spilaði á by:Larm í Noregi, á fjórum stöðum í Þýskalandi, Lúxemborg, Brussel og Amsterdam. „Við vorum úti í tíu daga og vorum einnig viðstödd Norrænu tónlistarverðlaunin,“ bætir Sigríður við en hún var valin söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í gærkvöldi. Þetta er fyrsta stóra tónleikaferðalagið sem sveitin fer í um þrjú ár en hún hefur þó farið út undanfarið í styttri ferðir. Hún er þessa dagana eina stelpan í sveitinni því Rebekka Björnsdóttir fagottleikari hefur lítið komið fram með sveitinni síðan platan Enter 4 kom út en hún er búsett í New York. „Ég fagna því alltaf þegar ég hitti stelpur á tónleikaferðalögum. Ég þyrfti eiginlega að fara að nálgast fótboltaspjöld og flautu til að hafa hemil á piltunum. Þetta eru góðir og gáfaðir menn og gæti því verið verra,“ segir Sigríður létt í lund.Högni Egilsson kraftmikill á sviðinu.mynd/florianHjaltalín hefur látið lítið á sér bera að undanförnu en meðlimir sveitarinnar eru orðnir þyrstir í að búa til tónlist saman. „Við erum öll þyrst í að gera meira og erum að byrja að vinna að nýju efni. Það gerði okkur gott að bakka aðeins.“ Fram undan eru stærstu tónleikar sem sveitin hefur haldið hér á landi. „Við verðum með tónleika 16. apríl í Eldborg. Þetta verða stærstu tónleikar sem við höfum haldið og við hlökkum mikið til,“ segir Sigríður og bætir við að talsverðar líkur séu á að nýtt efni verði flutt á tónleikunum. Aðaláhersla tónleikanna verður á efni plötunnar Enter 4 sem hlotið hefur fádæma góðar viðtökur en þó verður farið yfir feril sveitarinnar.Guðmundur Óskar og Högni prúðbúnir á góðri stundur.mynd/einkasafn„Við förum aftur út í maí og svo erum við eitthvað að spila í sumar, hér heima og úti,“ segir Sigríður spurð út í frekara tónleikahald. Nýjasta smáskífulag Hjaltalín, Letter To, er komið í spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins en nú er myndband við lagið í vinnslu. Talið er að myndbandið, sem unnið er af Magnúsi Leifssyni verði frumflutt á næstunni. Miðasala á tónleika Hjaltalín í Eldborg fer fram á Midi.is. Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta var töluverður hringur og það gekk rosalega vel,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín, en sveitin lauk fyrir skömmu tónleikaferðalagi um Evrópu. Sveitin spilaði á by:Larm í Noregi, á fjórum stöðum í Þýskalandi, Lúxemborg, Brussel og Amsterdam. „Við vorum úti í tíu daga og vorum einnig viðstödd Norrænu tónlistarverðlaunin,“ bætir Sigríður við en hún var valin söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í gærkvöldi. Þetta er fyrsta stóra tónleikaferðalagið sem sveitin fer í um þrjú ár en hún hefur þó farið út undanfarið í styttri ferðir. Hún er þessa dagana eina stelpan í sveitinni því Rebekka Björnsdóttir fagottleikari hefur lítið komið fram með sveitinni síðan platan Enter 4 kom út en hún er búsett í New York. „Ég fagna því alltaf þegar ég hitti stelpur á tónleikaferðalögum. Ég þyrfti eiginlega að fara að nálgast fótboltaspjöld og flautu til að hafa hemil á piltunum. Þetta eru góðir og gáfaðir menn og gæti því verið verra,“ segir Sigríður létt í lund.Högni Egilsson kraftmikill á sviðinu.mynd/florianHjaltalín hefur látið lítið á sér bera að undanförnu en meðlimir sveitarinnar eru orðnir þyrstir í að búa til tónlist saman. „Við erum öll þyrst í að gera meira og erum að byrja að vinna að nýju efni. Það gerði okkur gott að bakka aðeins.“ Fram undan eru stærstu tónleikar sem sveitin hefur haldið hér á landi. „Við verðum með tónleika 16. apríl í Eldborg. Þetta verða stærstu tónleikar sem við höfum haldið og við hlökkum mikið til,“ segir Sigríður og bætir við að talsverðar líkur séu á að nýtt efni verði flutt á tónleikunum. Aðaláhersla tónleikanna verður á efni plötunnar Enter 4 sem hlotið hefur fádæma góðar viðtökur en þó verður farið yfir feril sveitarinnar.Guðmundur Óskar og Högni prúðbúnir á góðri stundur.mynd/einkasafn„Við förum aftur út í maí og svo erum við eitthvað að spila í sumar, hér heima og úti,“ segir Sigríður spurð út í frekara tónleikahald. Nýjasta smáskífulag Hjaltalín, Letter To, er komið í spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins en nú er myndband við lagið í vinnslu. Talið er að myndbandið, sem unnið er af Magnúsi Leifssyni verði frumflutt á næstunni. Miðasala á tónleika Hjaltalín í Eldborg fer fram á Midi.is.
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira