Menning

Stóru börnin snúa aftur

Stóru börnin eru fyrsta leikrit Lilju Sigurðardóttur.
Stóru börnin eru fyrsta leikrit Lilju Sigurðardóttur. Vísir/Stefán
Leiksýningin Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur, sem frumsýnd var 2. nóvember síðastliðinn, snýr aftur í Tjarnarbíó í mars vegna mikillar eftirspurnar. Fjórum aukasýningum hefur verið bætt við, nánar tiltekið 20., 21., 22. og 23. mars.



Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda og var meðal annars valin leiksýning haustsins af Símoni Birgissyni í Djöflaeyjunni. Þá gaf Jón Viðar Jónsson sýningunni fjórar stjörnur í Fréttablaðinu og valdi Rúnar Guðbrandsson leikstjóra ársins.



Í uppsetningu Lab Loka fer úrvalslið leikara með hlutverkin undir stjórn Rúnars Guðbrandssonar, það er að segja þau Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Birna Hafstein og Stefán Hallur Stefánsson.

Aðstandendur sýningarinnar vilja undirstrika að þar sem kynferðislegur undirtónn er í verkinu telst það ekki við hæfi barna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×