Tónlist

Nýliðar sópa til sín tilnefningum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hljómsveitin Kaleo hefur átt frábært ár en sveitin er einmitt tilnefnd í sex flokkum af átta. Frumburður sveitarinnar sem er henni samnefndur var mjög vinsæll og seldist vel.
Hljómsveitin Kaleo hefur átt frábært ár en sveitin er einmitt tilnefnd í sex flokkum af átta. Frumburður sveitarinnar sem er henni samnefndur var mjög vinsæll og seldist vel. mynd/raggi óla
Hlustendaverðlaunin verða afhent í kraftmiklu og spennandi tónlistarpartíi í Háskólabíói þann 21. mars næstkomandi. Hlustendur Bylgjunnar, X-ins 977 og FM 957 hafa kosið sigurvegarana en kosningu er lokið og með því hafa hlustendur valið þá tónlistarmenn sem sköruðu fram úr á árinu 2013.

Ungu listamennirnir eru í eldlínunni þar sem hljómsveitin Kaleo er með flestar tilnefningar eða sex talsins. Mammút fylgir Kaleo fast eftir með fjórar tilnefningar. Tilvonandi Íslandsvinur, Justin Timberlake, er tilnefndur fyrir erlenda lag ársins, lagið Mirrors.

Hlustendaverðlaunin verða í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 en kynnar kvöldsins verða þau Saga Garðarsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson.

Fram koma meðal annars: Kaleo, Jón Jónsson, Steinar, Friðrik Dór, Steindi Jr. og Bent, Emilíana Torrini, Lay Low, Leaves, Skálmöld og Dikta.

Hátíðin er opin öllum og fer miðasala fram á miði.is.

Tilnefningarnar eru:

Hljómsveitin Mammút er tilnefnd í fjórum flokkum af átta og hefur unnið marga sigra á árinu. Sveitin vann þrenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum sem fram fóru um síðustu helgi.fréttablaðið/arnþór
Söngkona ársins:

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir - Of Monsters And Men

Margrét Rán Magnúsdóttir - Vök

Lay Low

Sigríður Thorlacius - Hjaltalín

Katrína Mogensen - Mammút

Emilíana Torrini

Plata ársins:

Kaleo - Kaleo

Tookah - Emilíana Torrini

Beginning - Steinar

Pale Green Ghosts - John Grant

Komdu til mín svarta systir - Mammút

Mamma þarf að djamma - Baggalútur

Flytjandi ársins:

Mammút

Of Monsters And Men

Kaleo

Botnleðja

Baggalútur

Nýdönsk og John Grant

Söngvari ársins:

Jökull Júlíusson - Kaleo

Jón Jónsson

John Grant

Arnór Guðjónsson - Leaves

Stefán Jakobsson - Dimma

Stefán Hilmarsson - Sálin hans Jóns míns

Nýliði árins:

SamSam

Steinar

Kaleo

Vök

Unnur Eggertsdóttir

Mono Town

Myndband ársins:

Tookah - Emilíana Torrini

I Feel You - Jón Jónsson

Gleipnir - Skálmöld

Brennisteinn - Sigur Rós

Hvolpaást - Mc Gauti, Larry BRD og Unnsteinn Manuel

Vor í Vaglaskógi - Kaleo

Lag ársins:                                                                                         

Vor í Vaglaskógi - Kaleo                                                                           

Up - Steinar

Sweet World - Nýdönsk og John Grant

Salt - Mammút

Panikkast - Botnleðja

Mamma þarf að djamma - Baggalútur og Jóhanna Guðrún

 

Erlenda lag ársins

Do I Wanna Know - Arctic Monkeys

Get Lucky - Daft Punk

Mirrors - Justin Timberlake

My God Is The Sun - Queen Of The Stone Age

Royals - Lorde

Just Give Me A Reason - Pink og  Nate Ruess






Fleiri fréttir

Sjá meira


×