Menning

Starfar við hlið Sigrúnar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Nicola er fæddur á Ítalíu árið 1980.
Nicola er fæddur á Ítalíu árið 1980.
Hinn ítalski Nicola Lolli hefur verið ráðinn fyrsti konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands en hann tekur formlega við stöðunni í apríl. Mun hann gegna stöðunni við hlið Sigrúnar Eðvaldsdóttur, eins þekktasta fiðluleikara landsins.

Sigrún hefur gegnt stöðu fyrsta konsertmeistara við sveitina frá árinu 1998. Hún hefur oft komið fram sem einleikari með hljómsveitinni og var meðal annars sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín á sviði tónlistar árið 1998.

Nicola hefur setið í sæti fyrsta konsertmeistara á nokkrum tónleikum sinfóníuhljómsveitarinnar á þessu starfsári.

Nicola er fæddur á Ítalíu árið 1980 og er menntaður í fiðluleik frá tónlistarháskólunum í Vín, Lübeck og Ganz. Undanfarið hefur hann verið aðstoðarkonsertmeistari hjá Santa Cecilia-sinfóníuhljómsveitinni í Róm, einni þekktustu sinfóníuhljómsveit á Ítalíu sem var stofnuð árið 1908. Auk þess hefur hann verið konsertmeistari Salieri-kammersveitarinnar í sömu borg. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×