Lystisemdir, Efasemdir, Heimsendir Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. mars 2014 11:30 "Þessir listamenn skapa verk sem fylla okkur samtímis af von og vonleysi,“ segir Ragnar Kjartansson. Lystisemdir, Efasemdir, Heimsendir nefnist sýning sem opnuð verður í Kling og Bang galleríi á laugardaginn klukkan 17. Þar sýna Emma Heiðarsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Loji Höskuldsson, Margrét Helga Sesseljudóttir og Sigurður Ámundason ný verk. Sýningarstjóri er Anna Hrund Másdóttir og það var hún sem valdi verkin á sýninguna. „Ég lét tilfinninguna algjörlega ráða valinu,“ segir hún. „Ég hef þekkt til þessara listamanna og fylgst með verkum þeirra í nokkur ár og þau gera alltaf eitthvað sem snertir mig mjög mikið. Þótt þau vinni ólík verk á ólíkan hátt og í ólíka miðla þá er í þeim öllum einhver neisti sem fær mann til þess að hugsa og skynja á nýjan hátt.“ Allir listamennirnir eru tiltölulega nýútskrifaðir úr myndlistarnámi en Anna Hrund segir þau öll hafa sterk höfundareinkenni. Á sýningunni kennir ýmissa grasa og verkin eru afar ólík. „Þar eru performans, innsetning, skúlptúrar og veggverk, allt verk sem eru sérstaklega unnin fyrir þessa sýningu og taka flest mið af rýminu í Kling & Bang,“ segir Anna Hrund. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður fylgir sýningunni úr hlaði með nokkrum orðum í sýningarskrá og segir þar meðal annars: „Á þessum tímum vonleysis, máttleysis og laskaðrar réttlætiskenndar sjáum við verk sem vinna með fagurfæði á einhvern dularfullan hátt. Rýmiskennd, innri ólgu, endalausan einmanaleika og þrá. Þessir listamenn skapa verk sem fylla okkur samtímis af von og vonleysi. Kynslóðin í tóminu.“ Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Lystisemdir, Efasemdir, Heimsendir nefnist sýning sem opnuð verður í Kling og Bang galleríi á laugardaginn klukkan 17. Þar sýna Emma Heiðarsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Loji Höskuldsson, Margrét Helga Sesseljudóttir og Sigurður Ámundason ný verk. Sýningarstjóri er Anna Hrund Másdóttir og það var hún sem valdi verkin á sýninguna. „Ég lét tilfinninguna algjörlega ráða valinu,“ segir hún. „Ég hef þekkt til þessara listamanna og fylgst með verkum þeirra í nokkur ár og þau gera alltaf eitthvað sem snertir mig mjög mikið. Þótt þau vinni ólík verk á ólíkan hátt og í ólíka miðla þá er í þeim öllum einhver neisti sem fær mann til þess að hugsa og skynja á nýjan hátt.“ Allir listamennirnir eru tiltölulega nýútskrifaðir úr myndlistarnámi en Anna Hrund segir þau öll hafa sterk höfundareinkenni. Á sýningunni kennir ýmissa grasa og verkin eru afar ólík. „Þar eru performans, innsetning, skúlptúrar og veggverk, allt verk sem eru sérstaklega unnin fyrir þessa sýningu og taka flest mið af rýminu í Kling & Bang,“ segir Anna Hrund. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður fylgir sýningunni úr hlaði með nokkrum orðum í sýningarskrá og segir þar meðal annars: „Á þessum tímum vonleysis, máttleysis og laskaðrar réttlætiskenndar sjáum við verk sem vinna með fagurfæði á einhvern dularfullan hátt. Rýmiskennd, innri ólgu, endalausan einmanaleika og þrá. Þessir listamenn skapa verk sem fylla okkur samtímis af von og vonleysi. Kynslóðin í tóminu.“
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira