Menning

Aladdín og félagar eru mættir aftur

Nokkrar sýningar verða á Aladdín og sú fyrsta er á laugardaginn.
Nokkrar sýningar verða á Aladdín og sú fyrsta er á laugardaginn. Mynd/Eddi
Brúðuleiksýningin Aladdín er aftur komin á Brúðuloft Þjóðleikhússins og mætir Aladdín galvaskur til leiks á laugardaginn ásamt Salímu vinkonu sinni og fleiri furðufuglum til að skemmta fólki frá fimm ára upp í 105 ára.



Hætta þurfti sýningum fyrir jól fyrir fullu húsi en Bernd Ogrodnik brúðulistamaður er nýkominn heim úr langri sýningarferð og hefur tækifæri til að sýna Aladdín í nokkur skipti áður en haldið verður á ný út í hinn stóra heim.

Sýningin um Aladdín hefur hlotið frábæra dóma leiklistargagnrýnenda og góðar viðtökur áhorfenda.



Handrit, brúðugerð, leikmynd og tónlist eru eftir Bernd Ogrodnik og Ágústa Skúladóttir leikstýrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.