Þegar Tékkóslóvakía var myrt Illugi Jökulsson skrifar 22. mars 2014 16:00 Beneš Godwin-lögmálið er hún kölluð, sú að því er virðist ófrávíkjanlega tilhneiging að í rökræðum (ekki síst á netinu), þá endar alltaf með því að einhverjum verður líkt við Adolf Hitler. Mike Godwin, sá er áttaði sig á þessu, er bandarískur lögmaður og rithöfundur, hann setti lögmálið sitt fram þegar árið 1990. Reductio ad Hitlerum er aftur á móti hugtak sem heimspekingurinn Leo Strauss smíðaði árið 1951 til að lýsa algengri villu manna í rökræðum. Hún gengur út á að sýna fram á að andstæðingurinn í rökræðunum hafi að einhverju leyti svipaðar skoðanir og Adolf Hitler á eiginlega bara einhverju, og þar með sé augljóst að hann sé óalandi og óferjandi, þótt viðkomandi skoðun snúist alls ekki um sjálft deiluefnið í rökræðunum. Slíkt fannst Strauss ekki góð latína, en hann var Þjóðverji af gyðingaættum sem endaði í Bandaríkjunum. Nú má vera að ég falli í gryfjur bæði Godwin-lögmálsins og villunnar hans Strauss með eftirfarandi flækjusögu. En það verður þá að hafa það. Það er nefnilega svo margt sambærilegt við annars vegar framferði Vladimírs Pútin í málum Úkraínu nú og hins vegar framferði Hitlers í málum Tékkóslóvakíu á fjórða áratugnum, að það er með öllu ástæðulaust að reyna að leyna því hvað er tilefni greinarinnar sem hér fer á eftir.HitlerÞað er haustið 1938. Tuttugu ár eru frá hruni Þýskalands í kjölfar ósigurs í fyrri heimsstyrjöld. Þjóðverjum þykir sumum tímabært að reisa sig til stórveldis á ný. Til valda er kominn Adolf Hitler, ákafur þjóðernissinni og yfirgangsseggur. Hann hefur þegar lýst því í smáatriðum í bókinni Mein Kampf hvernig Þjóðverjar eiga í nafni kynþáttayfirburða að undiroka aðrar þjóðir í Mið- og Austur-Evrópu og í reynd hneppa þær í þrældóm. Nú er hann að safna í þýskt stórríki, til að undirbúa herferð sína í austur, og á útmánuðum þetta ár hafði hann sent her sinn inn í Austurríki. Þar voru íbúar af mjög svipuðu bergi brotnir og í Þýskalandi og flestir tóku innrásinni vel – vildu heldur tilheyra endurreistu þýsku stórveldi en því smáríki sem Austurríki var þá orðið. Í lok fyrri heimsstyrjaldar hafði stórveldi Austurríkis hrunið gjörsamlega og mörg ríki slavneskra þjóða orðið til úr rústum þess, auk Ungverjalands. Og nú hefur Adolf Hitler beint sjónum sínum að einu þeirra, nágrannaríkinu Tékkóslóvakíu. Þegar Austurríki sundraðist hafði orðið úr að nágrannaþjóðirnar Tékkar og Slóvakar gengu í bandalag og mynduðu nýtt ríki. Tékkar lögðu meðal annars til Bæheim sem fram á 16. öld hafði verið sjálfstætt ríki og nokkuð öflugt. Bæheimur var að vestan og norðan umkringdur hinum lágu og gróðursælu Súdetafjöllum en þau voru snemma byggð Þjóðverjum að töluverðu leyti. Í umrótinu 1918 hafði um tíma verið rætt um að Súdetafjöll skyldu falla til Þýskalands en ekki hinnar verðandi Tékkóslóvakíu, en ekki varð það úr. Ekki var talin ástæða til að verðlauna Þýskaland með nýjum héruðum eftir framgöngu þess í fyrri heimsstyrjöld, auk þess sem þessi svæði höfðu náttúrulega aldrei tilheyrt því sameinaða Þýskalandi sem til varð á 19. öld. Þá vildu Tékkar skiljanlega halda fjöllunum sem náttúrulegum landamærum (og varnarlínu) gegn Þjóðverjum.Fyrirmyndarríki Sú Tékkóslóvakía sem varð til 1918 var að mörgu leyti fyrirmyndarríki og til dæmis hið eina af nýjum ríkjum Mið- og Austur-Evrópu þar sem lýðræði hélst óskert allt frá stofnun eftir fyrri heimsstyrjöld. Forsetarnir Tomáš Masaryk ogsíðan Edvard Beneš lögðu sig fram um að halda þjóðum og þjóðarbrotum Tékkóslóvakíu góðum, og Þjóðverjar í Súdetafjöllum höfðu margvísleg réttindi, enda voru þeir alls nærri fjórðungur íbúafjölda landsins, eða um 22 prósent árið 1921. Þegar kom fram á fjórða áratuginn bar ekki á öðru en hinir þýsku íbúar landsins væru þokkalega sáttir við hlutskipti sitt sem íbúar Tékkóslóvakíu. En fljótlega eftir að nasistar komust til valda í Þýskalandi byrjuðu þeir að róa í Súdeta-Þjóðverjum að krefjast sameiningar héraða sinna við Þýskaland og eftir að Austurríki hafði verið innlimað fór sá áróður á fullt. Allt í einu fylltust þýsk blöð af frásögnum um ægilegt harðræði og kúgun sem þýskir íbúar Tékkóslóvakíu þyrftu að sæta af hendi hinna grimmu og illu Tékka. Ef marka mátti þann áróður allan, þá var líf allra þýskra íbúa landsins í stórhættu og leiðtogar þeirra ákölluðu Hitler ákaft um að koma og „vernda“ sig. Ótal sögur komust á kreik um fantaskap Tékka og Hitler fór mikinn í ræðum um það mikla „vandamál“ sem uppi væri og ekki yrði leyst nema Súdetahéruðin fengju að komast undir verndarvæng Þýskalands. En hin forhertu stjórnvöld í Prag skelltu skollaeyrum við öllum sanngjörnum kröfum Súdeta-Þjóðverja! argaði hann í alla sína hljóðnema. Og ætluðu að bæla niður menningu og tungumál Súdeta-Þjóðverja, þessir vondu menn! Hljómar kunnuglega, ekki satt? Í reynd hafði Hitler auðvitað skapað vandamálið sjálfur. Sögur um slæma sambúð Tékka og Þjóðverja í Súdetalöndum voru ýmist tómur tilbúningur frá upphafi til enda eða ýktar upp úr öllu valdi, þótt auðvitað færi að bera á taugaóstyrk og titringi þegar búið var að æsa alla aðila upp – en reyndar héldu stjórnvöld í Prag ró sinni alveg furðanlega og vildu flest til vinna að ekki kæmi til stríðs við Þjóðverja eins og Hitler var nú opinskátt farinn að hóta. Einn helsti leiðtogi Súdeta-Þjóðverja, nasistinn Konrad Henlein, hafði reyndar verið kallaður sérstaklega á leynifund með Hitler um sumarið 1938 þar sem honum var skipað að setja ævinlega fram algjörlega óraunhæfar kröfur í viðræðum sínum við stjórnvöld í Prag. Þannig yrði þeim alltaf kennt um að hafa hafnað samningum. Nú má spyrja, voru kröfur Hitlers nokkuð óréttmætar í þetta sinn? Íbúar Súdetahéraða voru sannanlega að meirihluta til Þjóðverjar og því skyldu þeir ekki fá að tilheyra því ríki sem þeir kusu? Því er meðal annars til að svara að öllum mátti þá þegar vera ljóst að það var ekki einskær umhyggja fyrir Súdeta-Þjóðverjum sem vakti fyrir Hitler. Eftir því sem málið þróaðist varð æ augljósara að hann ætlaði sér einfaldlega að leggja Tékkóslóvakíu í rúst. Ríkið var of öflugt og í of nánum tengslum við Vesturlönd til að hann gæti þolað slíkt. Það var einmitt eitt af áróðursbrögðum Hitlers gegn Prag-stjórninni að hún væri ekki annað en leppur Vesturveldanna, einkum Frakklands, sem ætlaði að nota Tékkóslóvakíu sem stökkbretti fyrir áróður og síðan stríðsrekstur gegn Þýskalandi. Hljómar það ekki svolítið kunnuglega? – nú þegar áróðursmenn Pútins og samverkamenn þeirra halda því statt og stöðugt fram að ný stjórnvöld í Úkraínu séu ekki annað en leppar CIA og NATO gegn hinum stoltu Stór-Rússum? En sannleikur var sá að stríð gegn Tékkóslóvakíu var einfaldlega hluti af stríðsplönum Hitlers, og hefði átt að vera öllum augljóst þegar þarna var komið sögu. Beneš, forseti Tékkóslóvakíu, treysti lengi vel á bandalag sitt við Breta og Frakka, en þeim ríkjum til ævarandi skammar fórnuðu þau Tékkóslóvakíu á hinum alræmda Münchenar-fundi í lok september 1938. Chamberlain, forsætisráðherra Breta, beitti sér eindregið fyrir því að Þjóðverjum yrði heimilað að innlima Súdetalöndin, og var stjórn Beneš ekki einu sinni spurð álits, þótt hún yrði að fallast á niðurstöðuna. Pólverjar og Ungverjar notuðu um leið tækifærið þegar Tékkóslóvakía lá vel við höggi og hirtu sína búta af landinu. Súdeta-Þjóðverjar fagnaSkriðdrekunum fagnað Og íbúar Súdetahéraðanna fögnuðu óspart þegar skriðdrekar Hitlers ösluðu yfir landamærin, nú fengju þeir loksins (!) „vernd“ gegn ofsóknum Tékka, enda hefðu héruðin „ávallt“ verið sannur hluti Þýskalands. Tékkneskir íbúar Súdetahéraðanna voru svo strax reknir á braut. Chamberlain taldi sig, eins og frægt varð, vera að tryggja „frið um vora daga“ því nú myndi Hitler láta staðar numið og stríðshætta væri úr sögunni. Því fór auðvitað víðs fjarri. Með undanlátssemi sinni uppskar Chamberlain bara fullkomna fyrirlitningu Hitlers sem taldi sig þaðan í frá geta aukið sífellt kröfur sínar og heimtufrekju. Sú lemstraða Tékkóslóvakía sem lifði af fundinn í München var endanlega myrt í mars 1939 þegar Hitler gerði formálalitla innrás í landið og lagði tékkneska hlutann undir sig en slóvakískir nasistar stofnuðu þýskt leppríki í austurhlutanum. Og svo var röðin komin að Pólverjum. Þá var jafnvel friðþægingarpostulanum Chamberlain nóg boðið og síðari heimsstyrjöldin braust út. Sú styrjöld sem alltaf mátti búast við eftir að Hitler hóf frekjuherferð sína gegn nágrannalöndunum í austri, með undirróðri, hótunum og loks hervaldi – til dæmis gegn hinni ógæfusömu Tékkóslóvakíu. Og nú skal hver draga sína lærdóma, burtséð frá Godwins-lögmálinu eða villunni hans Leo Strauss. En kaldhæðnislegast af öllu er að ef Bretar og Frakkar hefðu haft bein í nefinu og neitað algjörlega að láta undan ofstopa Hitlers í München, þá hefði Hitler að öllum líkindum verið steypt af stóli. Ýmsir æðstu menn þýska hersins töldu að sú styrjöld sem Hitler þráði hlyti að enda með algjörum ósigri Þýskalands og þeir höfðu undirbúið valdarán haustið 1938. Þegar mótherjar Hitlers lyppuðust hins vegar niður baráttulaust, þá töldu herforingjarnir sig ekki hafa vopn í höndunum gegn Foringjanum og hættu við allt saman. Flækjusaga Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Godwin-lögmálið er hún kölluð, sú að því er virðist ófrávíkjanlega tilhneiging að í rökræðum (ekki síst á netinu), þá endar alltaf með því að einhverjum verður líkt við Adolf Hitler. Mike Godwin, sá er áttaði sig á þessu, er bandarískur lögmaður og rithöfundur, hann setti lögmálið sitt fram þegar árið 1990. Reductio ad Hitlerum er aftur á móti hugtak sem heimspekingurinn Leo Strauss smíðaði árið 1951 til að lýsa algengri villu manna í rökræðum. Hún gengur út á að sýna fram á að andstæðingurinn í rökræðunum hafi að einhverju leyti svipaðar skoðanir og Adolf Hitler á eiginlega bara einhverju, og þar með sé augljóst að hann sé óalandi og óferjandi, þótt viðkomandi skoðun snúist alls ekki um sjálft deiluefnið í rökræðunum. Slíkt fannst Strauss ekki góð latína, en hann var Þjóðverji af gyðingaættum sem endaði í Bandaríkjunum. Nú má vera að ég falli í gryfjur bæði Godwin-lögmálsins og villunnar hans Strauss með eftirfarandi flækjusögu. En það verður þá að hafa það. Það er nefnilega svo margt sambærilegt við annars vegar framferði Vladimírs Pútin í málum Úkraínu nú og hins vegar framferði Hitlers í málum Tékkóslóvakíu á fjórða áratugnum, að það er með öllu ástæðulaust að reyna að leyna því hvað er tilefni greinarinnar sem hér fer á eftir.HitlerÞað er haustið 1938. Tuttugu ár eru frá hruni Þýskalands í kjölfar ósigurs í fyrri heimsstyrjöld. Þjóðverjum þykir sumum tímabært að reisa sig til stórveldis á ný. Til valda er kominn Adolf Hitler, ákafur þjóðernissinni og yfirgangsseggur. Hann hefur þegar lýst því í smáatriðum í bókinni Mein Kampf hvernig Þjóðverjar eiga í nafni kynþáttayfirburða að undiroka aðrar þjóðir í Mið- og Austur-Evrópu og í reynd hneppa þær í þrældóm. Nú er hann að safna í þýskt stórríki, til að undirbúa herferð sína í austur, og á útmánuðum þetta ár hafði hann sent her sinn inn í Austurríki. Þar voru íbúar af mjög svipuðu bergi brotnir og í Þýskalandi og flestir tóku innrásinni vel – vildu heldur tilheyra endurreistu þýsku stórveldi en því smáríki sem Austurríki var þá orðið. Í lok fyrri heimsstyrjaldar hafði stórveldi Austurríkis hrunið gjörsamlega og mörg ríki slavneskra þjóða orðið til úr rústum þess, auk Ungverjalands. Og nú hefur Adolf Hitler beint sjónum sínum að einu þeirra, nágrannaríkinu Tékkóslóvakíu. Þegar Austurríki sundraðist hafði orðið úr að nágrannaþjóðirnar Tékkar og Slóvakar gengu í bandalag og mynduðu nýtt ríki. Tékkar lögðu meðal annars til Bæheim sem fram á 16. öld hafði verið sjálfstætt ríki og nokkuð öflugt. Bæheimur var að vestan og norðan umkringdur hinum lágu og gróðursælu Súdetafjöllum en þau voru snemma byggð Þjóðverjum að töluverðu leyti. Í umrótinu 1918 hafði um tíma verið rætt um að Súdetafjöll skyldu falla til Þýskalands en ekki hinnar verðandi Tékkóslóvakíu, en ekki varð það úr. Ekki var talin ástæða til að verðlauna Þýskaland með nýjum héruðum eftir framgöngu þess í fyrri heimsstyrjöld, auk þess sem þessi svæði höfðu náttúrulega aldrei tilheyrt því sameinaða Þýskalandi sem til varð á 19. öld. Þá vildu Tékkar skiljanlega halda fjöllunum sem náttúrulegum landamærum (og varnarlínu) gegn Þjóðverjum.Fyrirmyndarríki Sú Tékkóslóvakía sem varð til 1918 var að mörgu leyti fyrirmyndarríki og til dæmis hið eina af nýjum ríkjum Mið- og Austur-Evrópu þar sem lýðræði hélst óskert allt frá stofnun eftir fyrri heimsstyrjöld. Forsetarnir Tomáš Masaryk ogsíðan Edvard Beneš lögðu sig fram um að halda þjóðum og þjóðarbrotum Tékkóslóvakíu góðum, og Þjóðverjar í Súdetafjöllum höfðu margvísleg réttindi, enda voru þeir alls nærri fjórðungur íbúafjölda landsins, eða um 22 prósent árið 1921. Þegar kom fram á fjórða áratuginn bar ekki á öðru en hinir þýsku íbúar landsins væru þokkalega sáttir við hlutskipti sitt sem íbúar Tékkóslóvakíu. En fljótlega eftir að nasistar komust til valda í Þýskalandi byrjuðu þeir að róa í Súdeta-Þjóðverjum að krefjast sameiningar héraða sinna við Þýskaland og eftir að Austurríki hafði verið innlimað fór sá áróður á fullt. Allt í einu fylltust þýsk blöð af frásögnum um ægilegt harðræði og kúgun sem þýskir íbúar Tékkóslóvakíu þyrftu að sæta af hendi hinna grimmu og illu Tékka. Ef marka mátti þann áróður allan, þá var líf allra þýskra íbúa landsins í stórhættu og leiðtogar þeirra ákölluðu Hitler ákaft um að koma og „vernda“ sig. Ótal sögur komust á kreik um fantaskap Tékka og Hitler fór mikinn í ræðum um það mikla „vandamál“ sem uppi væri og ekki yrði leyst nema Súdetahéruðin fengju að komast undir verndarvæng Þýskalands. En hin forhertu stjórnvöld í Prag skelltu skollaeyrum við öllum sanngjörnum kröfum Súdeta-Þjóðverja! argaði hann í alla sína hljóðnema. Og ætluðu að bæla niður menningu og tungumál Súdeta-Þjóðverja, þessir vondu menn! Hljómar kunnuglega, ekki satt? Í reynd hafði Hitler auðvitað skapað vandamálið sjálfur. Sögur um slæma sambúð Tékka og Þjóðverja í Súdetalöndum voru ýmist tómur tilbúningur frá upphafi til enda eða ýktar upp úr öllu valdi, þótt auðvitað færi að bera á taugaóstyrk og titringi þegar búið var að æsa alla aðila upp – en reyndar héldu stjórnvöld í Prag ró sinni alveg furðanlega og vildu flest til vinna að ekki kæmi til stríðs við Þjóðverja eins og Hitler var nú opinskátt farinn að hóta. Einn helsti leiðtogi Súdeta-Þjóðverja, nasistinn Konrad Henlein, hafði reyndar verið kallaður sérstaklega á leynifund með Hitler um sumarið 1938 þar sem honum var skipað að setja ævinlega fram algjörlega óraunhæfar kröfur í viðræðum sínum við stjórnvöld í Prag. Þannig yrði þeim alltaf kennt um að hafa hafnað samningum. Nú má spyrja, voru kröfur Hitlers nokkuð óréttmætar í þetta sinn? Íbúar Súdetahéraða voru sannanlega að meirihluta til Þjóðverjar og því skyldu þeir ekki fá að tilheyra því ríki sem þeir kusu? Því er meðal annars til að svara að öllum mátti þá þegar vera ljóst að það var ekki einskær umhyggja fyrir Súdeta-Þjóðverjum sem vakti fyrir Hitler. Eftir því sem málið þróaðist varð æ augljósara að hann ætlaði sér einfaldlega að leggja Tékkóslóvakíu í rúst. Ríkið var of öflugt og í of nánum tengslum við Vesturlönd til að hann gæti þolað slíkt. Það var einmitt eitt af áróðursbrögðum Hitlers gegn Prag-stjórninni að hún væri ekki annað en leppur Vesturveldanna, einkum Frakklands, sem ætlaði að nota Tékkóslóvakíu sem stökkbretti fyrir áróður og síðan stríðsrekstur gegn Þýskalandi. Hljómar það ekki svolítið kunnuglega? – nú þegar áróðursmenn Pútins og samverkamenn þeirra halda því statt og stöðugt fram að ný stjórnvöld í Úkraínu séu ekki annað en leppar CIA og NATO gegn hinum stoltu Stór-Rússum? En sannleikur var sá að stríð gegn Tékkóslóvakíu var einfaldlega hluti af stríðsplönum Hitlers, og hefði átt að vera öllum augljóst þegar þarna var komið sögu. Beneš, forseti Tékkóslóvakíu, treysti lengi vel á bandalag sitt við Breta og Frakka, en þeim ríkjum til ævarandi skammar fórnuðu þau Tékkóslóvakíu á hinum alræmda Münchenar-fundi í lok september 1938. Chamberlain, forsætisráðherra Breta, beitti sér eindregið fyrir því að Þjóðverjum yrði heimilað að innlima Súdetalöndin, og var stjórn Beneš ekki einu sinni spurð álits, þótt hún yrði að fallast á niðurstöðuna. Pólverjar og Ungverjar notuðu um leið tækifærið þegar Tékkóslóvakía lá vel við höggi og hirtu sína búta af landinu. Súdeta-Þjóðverjar fagnaSkriðdrekunum fagnað Og íbúar Súdetahéraðanna fögnuðu óspart þegar skriðdrekar Hitlers ösluðu yfir landamærin, nú fengju þeir loksins (!) „vernd“ gegn ofsóknum Tékka, enda hefðu héruðin „ávallt“ verið sannur hluti Þýskalands. Tékkneskir íbúar Súdetahéraðanna voru svo strax reknir á braut. Chamberlain taldi sig, eins og frægt varð, vera að tryggja „frið um vora daga“ því nú myndi Hitler láta staðar numið og stríðshætta væri úr sögunni. Því fór auðvitað víðs fjarri. Með undanlátssemi sinni uppskar Chamberlain bara fullkomna fyrirlitningu Hitlers sem taldi sig þaðan í frá geta aukið sífellt kröfur sínar og heimtufrekju. Sú lemstraða Tékkóslóvakía sem lifði af fundinn í München var endanlega myrt í mars 1939 þegar Hitler gerði formálalitla innrás í landið og lagði tékkneska hlutann undir sig en slóvakískir nasistar stofnuðu þýskt leppríki í austurhlutanum. Og svo var röðin komin að Pólverjum. Þá var jafnvel friðþægingarpostulanum Chamberlain nóg boðið og síðari heimsstyrjöldin braust út. Sú styrjöld sem alltaf mátti búast við eftir að Hitler hóf frekjuherferð sína gegn nágrannalöndunum í austri, með undirróðri, hótunum og loks hervaldi – til dæmis gegn hinni ógæfusömu Tékkóslóvakíu. Og nú skal hver draga sína lærdóma, burtséð frá Godwins-lögmálinu eða villunni hans Leo Strauss. En kaldhæðnislegast af öllu er að ef Bretar og Frakkar hefðu haft bein í nefinu og neitað algjörlega að láta undan ofstopa Hitlers í München, þá hefði Hitler að öllum líkindum verið steypt af stóli. Ýmsir æðstu menn þýska hersins töldu að sú styrjöld sem Hitler þráði hlyti að enda með algjörum ósigri Þýskalands og þeir höfðu undirbúið valdarán haustið 1938. Þegar mótherjar Hitlers lyppuðust hins vegar niður baráttulaust, þá töldu herforingjarnir sig ekki hafa vopn í höndunum gegn Foringjanum og hættu við allt saman.
Flækjusaga Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira