Undirbýr tónleika í New York og Washington Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. mars 2014 13:30 Geirþrúður Ása: “Ég verð heima fram á mánudag og fer þá beint út að undirbúa tónleikaferð með tríóinu mínu.” Vísir/Andri Marinó Ég spilaði með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins í gamla daga þegar ég var í námi hérna heima,“ segir Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikari sem leikur einleik á tónleikum sveitarinnar í Langholtskirkju í dag. „Ég mun spila fiðlukonsert eftir Mendelsohn en hljómsveitin spilar líka verk eftir Jórunni Viðar og Dvorak,“ heldur Geirþrúður áfram. „Hljómsveitarstjóri Sinfóníunnar er Gunnsteinn Ólafsson og hann er mjög duglegur að halda sambandi við okkur nemendur sem erum í framhaldsnámi erlendis og bjóða okkur að leika einleik með hljómsveitinni. Þetta er mjög mikilvæg reynsla fyrir okkur og er ég mjög þakklát fyrir það tækifæri.“ Geirþrúður stundar framhaldsnám í fiðluleik í Hartt-tónlistarháskólanum í Connecticut og hyggst ljúka námi í vor. „Ég er búin að vera í framhaldsnámi í Bandaríkjunum síðastliðin þrjú ár og hef haft nóg að gera þar. Ég verð heima fram á mánudag og fer þá beint út að undirbúa tónleikaferð með tríóinu mínu. Við ætlum að halda tónleika í Scandinavia House í New York og í sendiráði Íslands í Washington DC þann 10. og 14. apríl.“ Geirþrúður segist endilega hafa viljað spila einhver íslensk verk á tónleikunum og því haft samband við Atla Heimi Sveinsson. „Ég hafði samband við Atla Heimi í nóvember síðastliðnum og fékk hann til að útsetja ljúflingslögin fyrir tríóið mitt og hann tók mjög vel í það. Auk þess spilum við verk eftir Grieg, Shostakovich og Brahms á tónleikunum.“ Hvað tekur við að námi loknu? Ætlarðu að koma heim? „Já, ég hugsa það. Það er svo gott að vera tónlistarmaður á Íslandi því maður getur alltaf skapað sér einhver verkefni.“ Menning Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Ég spilaði með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins í gamla daga þegar ég var í námi hérna heima,“ segir Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikari sem leikur einleik á tónleikum sveitarinnar í Langholtskirkju í dag. „Ég mun spila fiðlukonsert eftir Mendelsohn en hljómsveitin spilar líka verk eftir Jórunni Viðar og Dvorak,“ heldur Geirþrúður áfram. „Hljómsveitarstjóri Sinfóníunnar er Gunnsteinn Ólafsson og hann er mjög duglegur að halda sambandi við okkur nemendur sem erum í framhaldsnámi erlendis og bjóða okkur að leika einleik með hljómsveitinni. Þetta er mjög mikilvæg reynsla fyrir okkur og er ég mjög þakklát fyrir það tækifæri.“ Geirþrúður stundar framhaldsnám í fiðluleik í Hartt-tónlistarháskólanum í Connecticut og hyggst ljúka námi í vor. „Ég er búin að vera í framhaldsnámi í Bandaríkjunum síðastliðin þrjú ár og hef haft nóg að gera þar. Ég verð heima fram á mánudag og fer þá beint út að undirbúa tónleikaferð með tríóinu mínu. Við ætlum að halda tónleika í Scandinavia House í New York og í sendiráði Íslands í Washington DC þann 10. og 14. apríl.“ Geirþrúður segist endilega hafa viljað spila einhver íslensk verk á tónleikunum og því haft samband við Atla Heimi Sveinsson. „Ég hafði samband við Atla Heimi í nóvember síðastliðnum og fékk hann til að útsetja ljúflingslögin fyrir tríóið mitt og hann tók mjög vel í það. Auk þess spilum við verk eftir Grieg, Shostakovich og Brahms á tónleikunum.“ Hvað tekur við að námi loknu? Ætlarðu að koma heim? „Já, ég hugsa það. Það er svo gott að vera tónlistarmaður á Íslandi því maður getur alltaf skapað sér einhver verkefni.“
Menning Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira