Semur, syngur, útsetur og stjórnar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. mars 2014 11:00 Þóra Gísladóttir: "Mér finnst þetta allt saman alveg óskaplega gaman og er mjög spennt fyrir tónleikunum í kvöld.“ Vísir/GVA MMus-gráðan er mastersgráða í tónlist og það er ýmislegt þar inni,“ segir Þóra Gísladóttir spurð fyrir hvað titillinn sem hún mun öðlast í vor standi. „Maður hefur dálítið frjálsar hendur og ég hef sett inn í þetta tónsmíðar, smá kvikmyndatónlist og alls konar verkefni eins og til dæmis þessa tónleika sem eru lokaverkefni mitt við Listaháskólann.“ Dagskrána kallar Þóra norsk-íslenska tónlistarþrennu en það er samstarfsverkefni sem hefur staðið í tvö ár. Verkefnið byggist aðallega á tónsmíðavinnu og strengja-, bakradda- og kórútsetningum. Eftir sleitulausa sköpun, mikla hugmyndavinnu, skipulagningu, kórferð til Boston, norræna samvinnu, útsetningar, kórstjórn og upptökur lítur verkefnið nú dagsins ljós. Afraksturinn er átta frumsamin lög, stofnun nýrrar hljómsveitar, íslenskur kór, samvinna við bæði amerískan og norskan kór og rúmlega sjötíu manna samnorrænan kór sem flytja mun lokaverk tónleikanna. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Þóru Gísladóttur, Joni Mitchell, Guðmund Jónsson, Walt Harrah og Richard Smallwood og flytjendur eru Þóra Gísladóttir & hljómsveit hennar, GroveLoversnMore, ásamt bakröddum, norski kórinn Kor:z í stjórn Gro-Annette Slettebø, Gospelkór Árbæjarkirkju sem Þóra stjórnar sjálf, norska djasssöngkonan Eva Bjerge og píanóleikarinn Svein Åge Bjerge. Þóra hefur breiðan bakgrunn, hún er tónlistarkennari, kórstjórnandi, söngkona og tónsmiður auk þess að reka eigin hljómsveit, GroveLoversnMore, ásamt eiginmanni sínum, Birni Sigurðssyni bassaleikara. „Við stofnuðum þessa hljómsveit fyrir ári og það tengdist líka verkefni í skólanum. Þá áttum við að semja lag og flytja það opinberlega og á tíu dögum samdi ég lag sem var svo gjörólíkt öllu sem ég hafði gert að ég varð að stofna hljómsveit í kringum það. Við höfum verið að spila hér og þar en við erum með tvær dætur þannig að við höfum svo sem ekkert endalausan tíma til að gera allt sem okkur langar til. En mér finnst þetta allt saman alveg óskaplega gaman og er mjög spennt fyrir tónleikunum í kvöld, sem eru stærsta verkefni sem ég hef ráðist í til þessa.“ Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira
MMus-gráðan er mastersgráða í tónlist og það er ýmislegt þar inni,“ segir Þóra Gísladóttir spurð fyrir hvað titillinn sem hún mun öðlast í vor standi. „Maður hefur dálítið frjálsar hendur og ég hef sett inn í þetta tónsmíðar, smá kvikmyndatónlist og alls konar verkefni eins og til dæmis þessa tónleika sem eru lokaverkefni mitt við Listaháskólann.“ Dagskrána kallar Þóra norsk-íslenska tónlistarþrennu en það er samstarfsverkefni sem hefur staðið í tvö ár. Verkefnið byggist aðallega á tónsmíðavinnu og strengja-, bakradda- og kórútsetningum. Eftir sleitulausa sköpun, mikla hugmyndavinnu, skipulagningu, kórferð til Boston, norræna samvinnu, útsetningar, kórstjórn og upptökur lítur verkefnið nú dagsins ljós. Afraksturinn er átta frumsamin lög, stofnun nýrrar hljómsveitar, íslenskur kór, samvinna við bæði amerískan og norskan kór og rúmlega sjötíu manna samnorrænan kór sem flytja mun lokaverk tónleikanna. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Þóru Gísladóttur, Joni Mitchell, Guðmund Jónsson, Walt Harrah og Richard Smallwood og flytjendur eru Þóra Gísladóttir & hljómsveit hennar, GroveLoversnMore, ásamt bakröddum, norski kórinn Kor:z í stjórn Gro-Annette Slettebø, Gospelkór Árbæjarkirkju sem Þóra stjórnar sjálf, norska djasssöngkonan Eva Bjerge og píanóleikarinn Svein Åge Bjerge. Þóra hefur breiðan bakgrunn, hún er tónlistarkennari, kórstjórnandi, söngkona og tónsmiður auk þess að reka eigin hljómsveit, GroveLoversnMore, ásamt eiginmanni sínum, Birni Sigurðssyni bassaleikara. „Við stofnuðum þessa hljómsveit fyrir ári og það tengdist líka verkefni í skólanum. Þá áttum við að semja lag og flytja það opinberlega og á tíu dögum samdi ég lag sem var svo gjörólíkt öllu sem ég hafði gert að ég varð að stofna hljómsveit í kringum það. Við höfum verið að spila hér og þar en við erum með tvær dætur þannig að við höfum svo sem ekkert endalausan tíma til að gera allt sem okkur langar til. En mér finnst þetta allt saman alveg óskaplega gaman og er mjög spennt fyrir tónleikunum í kvöld, sem eru stærsta verkefni sem ég hef ráðist í til þessa.“
Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira