Dýrt að vera með óþol eða ofnæmi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2014 07:00 "Non-dairy“-ís er ekki framleiddur úr kúamjólk eða öðrum innlendum landbúnaðarvörum. Vísir/Valli Innflutningi á ís, sem ekki er framleiddur úr kúamjólk, er stjórnað með bæði verð- og magntollum. Um er að ræða svokallaðan „non-dairy“-ís, til dæmis soja- og möndluís. Annars vegar er lagður 30 prósenta verðtollur á innflutningsverð og hins vegar 110 króna magntollur á hvert kíló sem flutt er inn. Afleiðingin er sú að ísinn er dýr og úrvalið lítið og stopult í verslunum. „Við viljum að skjólstæðingar okkar geti notið sömu réttinda og aðrir, þó ís sé auðvitað ekki endilega það sem maður ráðleggur fólki að borða á hverjum degi þá er það réttlætismál að okkar fólk geti fengið sér ís án þess að borga svona rosalega fyrir það,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands. Tollar sem lagðir eru á ísinn eru verndartollar sem eiga að vernda innlenda mjólkurframleiðslu. Hins vegar er „non-dairy“-ís ekki framleiddur úr kúamjólk eða öðrum innlendum landbúnaðarafurðum. Það er því engin innlend búvöruframleiðsla sem þarfnast verndar enda er engin framleiðsla á þessum vörum hér á landi. Fríða segir að í félaginu séu alls um 960 félagsmenn og af þeim sem eru með fæðuóþol eru flestir með mjólkuróþol eða mjólkurofnæmi. Aðilar með slíkt óþol eða ofnæmi þurfa að forðast alfarið vörur sem innihalda kúamjólk þar sem ofnæmisviðbrögðin geta verið alvarleg og jafnvel lífshættuleg. Eftir stendur að þeir sem eru með mjólkuróþol verða að greiða mjólkurtolla af ís, þrátt fyrir að geta ekki neytt mjólkur og þrátt fyrir að ísinn sé alls ekki búinn til úr mjólk.Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðarBrynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er meðal flutningsmanna frumvarps um niðurfellingu tolla og vörugjalda á staðgengdarvörur kúamjólkur. Í frumvarpinu segir meðal annars að verð á staðgengdarvöru mjólkur virðist vera allt að því þrefalt verð kúamjólkur. Verulegt tilefni sé til þess að draga úr þessum mun enda ekki réttlátt að refsa fjárhagslega þeim sem af einhverjum ástæðum kjósa að neyta ekki mjólkur. „Ég veit ekki til þess að það sé einhver andstaða við þetta frumvarp og við leggjum mikla áherslu á að það fari út úr nefndinni. Þó þetta sé lítið skref þá er það mikilvægt,“ segir Brynhildur. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Innflutningi á ís, sem ekki er framleiddur úr kúamjólk, er stjórnað með bæði verð- og magntollum. Um er að ræða svokallaðan „non-dairy“-ís, til dæmis soja- og möndluís. Annars vegar er lagður 30 prósenta verðtollur á innflutningsverð og hins vegar 110 króna magntollur á hvert kíló sem flutt er inn. Afleiðingin er sú að ísinn er dýr og úrvalið lítið og stopult í verslunum. „Við viljum að skjólstæðingar okkar geti notið sömu réttinda og aðrir, þó ís sé auðvitað ekki endilega það sem maður ráðleggur fólki að borða á hverjum degi þá er það réttlætismál að okkar fólk geti fengið sér ís án þess að borga svona rosalega fyrir það,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands. Tollar sem lagðir eru á ísinn eru verndartollar sem eiga að vernda innlenda mjólkurframleiðslu. Hins vegar er „non-dairy“-ís ekki framleiddur úr kúamjólk eða öðrum innlendum landbúnaðarafurðum. Það er því engin innlend búvöruframleiðsla sem þarfnast verndar enda er engin framleiðsla á þessum vörum hér á landi. Fríða segir að í félaginu séu alls um 960 félagsmenn og af þeim sem eru með fæðuóþol eru flestir með mjólkuróþol eða mjólkurofnæmi. Aðilar með slíkt óþol eða ofnæmi þurfa að forðast alfarið vörur sem innihalda kúamjólk þar sem ofnæmisviðbrögðin geta verið alvarleg og jafnvel lífshættuleg. Eftir stendur að þeir sem eru með mjólkuróþol verða að greiða mjólkurtolla af ís, þrátt fyrir að geta ekki neytt mjólkur og þrátt fyrir að ísinn sé alls ekki búinn til úr mjólk.Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðarBrynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er meðal flutningsmanna frumvarps um niðurfellingu tolla og vörugjalda á staðgengdarvörur kúamjólkur. Í frumvarpinu segir meðal annars að verð á staðgengdarvöru mjólkur virðist vera allt að því þrefalt verð kúamjólkur. Verulegt tilefni sé til þess að draga úr þessum mun enda ekki réttlátt að refsa fjárhagslega þeim sem af einhverjum ástæðum kjósa að neyta ekki mjólkur. „Ég veit ekki til þess að það sé einhver andstaða við þetta frumvarp og við leggjum mikla áherslu á að það fari út úr nefndinni. Þó þetta sé lítið skref þá er það mikilvægt,“ segir Brynhildur.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira