Bæði betra Sara McMahon skrifar 1. apríl 2014 07:00 Reykjavík Fashion Festival fór fram í Hörpu á laugardag. Hátíðin var með sama sniði og í fyrra og voru alls átta hönnuðir sem frumsýndu haustlínur sínar fyrir þetta ár. Tískuvitund mín þróaðist seint miðað við marga aðra, líklega vegna þess að ég tók þægindi alltaf fram yfir nýjustu tískustrauma. Þrátt fyrir það hefur tíska verið eitt helsta umfjöllunarefni mitt sem blaðamanns og ég hef fylgst nokkuð náið með íslenskri hönnun síðustu fimm ár. Á þeim tíma hefur ýmislegt breyst. Með stofnun fatahönnunardeildar LHÍ spratt upp gróskumikil hönnunarsena á landinu sem í fyrstu var litrík, lífleg og virti allar reglur að vettugi en hefur þroskast og dafnað töluvert á undanförnum árum. Í umræðunni um íslenska fatahönnun má greina skiptar skoðanir á því hvort ungir hönnuðir ættu ekki heldur að verða sér úti um reynslu hjá einhverju stóru tískuhúsanna en að stofna eigið fatamerki strax að útskrift lokinni. Það er þó ekki allra að starfa við það að hanna og þróa sýn annarra hönnuða, þó það sé án efa fróðleg og skemmtileg vinna. Þeir hönnuðir sem kjósa seinni kostinn fá þó sjaldnast að einbeita sér einvörðungu að hönnun því þeir þurfa einnig að sinna framleiðslu, markaðssetningu og sölustarfinu. Fjárhagslega hliðin getur þá reynst mörgum þrándur í götu. Sjálfri finnst mér bæði betra! Það er án efa margt sem fólk fær aðeins numið hjá stóru tískuhúsunum þar sem fjöldi manna spáir í hvert smáatriði. En líkt og sjá mátti á RFF á laugardag ríkir mikil gróska í íslenskri hönnun og það er ánægjulegt að fylgjast með þessu unga listafólki sem hendir sér í djúpu laugina og lætur ekkert stöðva sig í sköpuninni. Að mínu mati er hvort tveggja nauðsynlegt og fjölbreytnin gerir lítið annað en að auðga tískuiðnaðinn enn frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein RFF Sara McMahon Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Reykjavík Fashion Festival fór fram í Hörpu á laugardag. Hátíðin var með sama sniði og í fyrra og voru alls átta hönnuðir sem frumsýndu haustlínur sínar fyrir þetta ár. Tískuvitund mín þróaðist seint miðað við marga aðra, líklega vegna þess að ég tók þægindi alltaf fram yfir nýjustu tískustrauma. Þrátt fyrir það hefur tíska verið eitt helsta umfjöllunarefni mitt sem blaðamanns og ég hef fylgst nokkuð náið með íslenskri hönnun síðustu fimm ár. Á þeim tíma hefur ýmislegt breyst. Með stofnun fatahönnunardeildar LHÍ spratt upp gróskumikil hönnunarsena á landinu sem í fyrstu var litrík, lífleg og virti allar reglur að vettugi en hefur þroskast og dafnað töluvert á undanförnum árum. Í umræðunni um íslenska fatahönnun má greina skiptar skoðanir á því hvort ungir hönnuðir ættu ekki heldur að verða sér úti um reynslu hjá einhverju stóru tískuhúsanna en að stofna eigið fatamerki strax að útskrift lokinni. Það er þó ekki allra að starfa við það að hanna og þróa sýn annarra hönnuða, þó það sé án efa fróðleg og skemmtileg vinna. Þeir hönnuðir sem kjósa seinni kostinn fá þó sjaldnast að einbeita sér einvörðungu að hönnun því þeir þurfa einnig að sinna framleiðslu, markaðssetningu og sölustarfinu. Fjárhagslega hliðin getur þá reynst mörgum þrándur í götu. Sjálfri finnst mér bæði betra! Það er án efa margt sem fólk fær aðeins numið hjá stóru tískuhúsunum þar sem fjöldi manna spáir í hvert smáatriði. En líkt og sjá mátti á RFF á laugardag ríkir mikil gróska í íslenskri hönnun og það er ánægjulegt að fylgjast með þessu unga listafólki sem hendir sér í djúpu laugina og lætur ekkert stöðva sig í sköpuninni. Að mínu mati er hvort tveggja nauðsynlegt og fjölbreytnin gerir lítið annað en að auðga tískuiðnaðinn enn frekar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun