Veitingastaðnum í Turninum lokað Haraldur Guðmundsson skrifar 2. apríl 2014 07:15 Á nítjándu hæð Turnsins var hádegisverðarstaður ásamt veislu-, ráðstefnu og fundasölum. Veislusalir, bar og setustofa voru á tuttugustu hæðinni. Vísir/Vilhelm Eik fasteignafélag á í viðræðum um að leigja út hluta nítjándu hæðar Turnsins á Smáratorgi undir skrifstofur. Veitingastaðnum Turninn nítjánda var lokað í síðasta mánuði en hann var rekinn á nítjándu og tuttugustu hæð byggingarinnar. „Við erum með tilboð í leigu á talsverðum hluta af nítjándu hæðinni sem við gerum ráð fyrir að við munum taka. Það þýðir að það verður veruleg breyting á húsnæðinu. Ég á síður von á því að þarna verði áfram veitingastarfsemi en ég þori ekki að fullyrða um það á þessum tímapunkti,“ segir Vilhelm Patrick Bernhöft, framkvæmdastjóri eignasviðs Eikar fasteignafélags. Turninn nítjánda var í eigu Betri turns ehf. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2012 tapaði það 3,4 milljónum króna það ár og 7,8 milljónum árið 2011. Þorsteinn Hjaltested, oftast kenndur við jörðina Vatnsenda, er þar skráður sem framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og eigandi 41 prósents hlutar. Í ágúst síðastliðnum var gengið frá kaupum Eikar á fimm fasteignum, þar á meðal Turninum, sem áður voru í eigu SMI ehf. „Við tókum við rekstrinum á byggingunni í lok janúar en tókum við lyklunum af eigendum Betri turns fyrir tólf dögum,“ segir Vilhelm. Betri turn rak meðal annars hádegisverðarstað á nítjándu hæðinni. Þar gátu starfsmenn fyrirtækja í húsinu keypt hádegismat og lokunin hefur því áhrif á aðra leigjendur í Turninum. „Við erum að leita lausna varðandi mötuneytismál í húsinu. En við þurfum að meta hvort okkar hag og okkar hluthafa sé betur varið með því að vera þarna með skrifstofur eða veitingastað. Og ef verðið sem við fáum fyrir skrifstofur er hærra en við værum að fá fyrir veitingastað þá er svarið augljóst,“ segir Vilhelm. Hann undirstrikar að Eik muni standa við samninga um leigu á veislusölum undir fermingar og aðrar veislur í apríl og maí. „Við munum klára þær bókanir en við fengum Múlakaffi til að sinna því fyrir okkur.“ Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Eik fasteignafélag á í viðræðum um að leigja út hluta nítjándu hæðar Turnsins á Smáratorgi undir skrifstofur. Veitingastaðnum Turninn nítjánda var lokað í síðasta mánuði en hann var rekinn á nítjándu og tuttugustu hæð byggingarinnar. „Við erum með tilboð í leigu á talsverðum hluta af nítjándu hæðinni sem við gerum ráð fyrir að við munum taka. Það þýðir að það verður veruleg breyting á húsnæðinu. Ég á síður von á því að þarna verði áfram veitingastarfsemi en ég þori ekki að fullyrða um það á þessum tímapunkti,“ segir Vilhelm Patrick Bernhöft, framkvæmdastjóri eignasviðs Eikar fasteignafélags. Turninn nítjánda var í eigu Betri turns ehf. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2012 tapaði það 3,4 milljónum króna það ár og 7,8 milljónum árið 2011. Þorsteinn Hjaltested, oftast kenndur við jörðina Vatnsenda, er þar skráður sem framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og eigandi 41 prósents hlutar. Í ágúst síðastliðnum var gengið frá kaupum Eikar á fimm fasteignum, þar á meðal Turninum, sem áður voru í eigu SMI ehf. „Við tókum við rekstrinum á byggingunni í lok janúar en tókum við lyklunum af eigendum Betri turns fyrir tólf dögum,“ segir Vilhelm. Betri turn rak meðal annars hádegisverðarstað á nítjándu hæðinni. Þar gátu starfsmenn fyrirtækja í húsinu keypt hádegismat og lokunin hefur því áhrif á aðra leigjendur í Turninum. „Við erum að leita lausna varðandi mötuneytismál í húsinu. En við þurfum að meta hvort okkar hag og okkar hluthafa sé betur varið með því að vera þarna með skrifstofur eða veitingastað. Og ef verðið sem við fáum fyrir skrifstofur er hærra en við værum að fá fyrir veitingastað þá er svarið augljóst,“ segir Vilhelm. Hann undirstrikar að Eik muni standa við samninga um leigu á veislusölum undir fermingar og aðrar veislur í apríl og maí. „Við munum klára þær bókanir en við fengum Múlakaffi til að sinna því fyrir okkur.“
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira