Menning

Rússnesk sönglög og íslenskur vornæturóður

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Kórinn minnist Jóns frá Ljárskógum á vortónleikunum í Langholtskirkju, vegna aldarafmælis hans.
Kórinn minnist Jóns frá Ljárskógum á vortónleikunum í Langholtskirkju, vegna aldarafmælis hans. Mynd/úr einkasafni
Væntanlegt söngferðalag Karlakórs Reykjavíkur til Pétursborgar síðar á árinu litar dagskrá vortónleika hans sem nú eru að bresta á. Þar verða rússnesk lög sungin en líka íslensk og annarra þjóða.

Titill tónleikanna, Kom vornótt og syng, er sóttur í kvæði eftir Jón frá Ljárskógum sem sungið er við lag eftir Frédéric Chopin. Jóns verður minnst sérstaklega á tónleikunum þar sem öld er liðin frá fæðingu hans. Hann léði Karlakór Reykjavíkur rödd sína á fjórða áratug síðustu aldar en er þekktastur fyrir söng sinn í MA-kvartettinum.

Einsöngvarar á tónleikunum eru tveir. Annars vegar Natalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópran sem er af rússneskum ættum og hins vegar Benedikt Gylfason drengjasópran.

Anna Guðný Guðmundsdóttir er við flygilinn og stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson.

Tónleikarnir verða í Langholtskirkju þrjú fyrstu virku kvöld næstu viku klukkan 20 og þeir síðustu laugardaginn 12. apríl klukkan 15.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.