Hin svokölluðu skáld Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. apríl 2014 14:00 "Við vonumst til að ljóðið geti notið sömu virðingar og aðrar listgreinar að því leyti að fólk sé tilbúið að opna budduna vegna þess,“ segir Bjarki. Fréttablaðið/GVA „Við köllum okkur „hin svokölluðu skáld“. Þó við vinkum „listaskáldunum vondu“ sem fylltu Háskólabíó árið 1976 þá stelum við ekki nafninu þeirra, bara notum sama sal og stelum kynninum þeirra,“ segir Bjarki Karlsson, einn þeirra sem standa fyrir ljóðadagskrá í Háskólabíói á laugardaginn klukkan 14. Bjarki segir um háttbundinn kveðskap verða að ræða. „Við stuðlum allt og rímum flest. Erum sem sagt hvorki atómskáld né póstmódernistar heldur beitum þessum fornu stílbrögðum á persónulegan hátt og tölum við samtíma okkar, ekki fortíðina. Við getum kallað þetta nýtt vín á gömlum belgjum.“ Þið kallið ykkur „hin svokölluðu skáld“. Er ekki minnimáttarkennd í því gagnvart þeim sem nota hið frjálsa form? „Nei, þetta er svipað og það er talað um „hið svokallaða hrun“, við erum einmitt með nafninu að gefa í skyn að við séum aðeins meira en „svokölluð“.“ Salurinn í Háskólabíói tekur um það bil eitt þúsund manns í sæti. „Þetta er kannski svolítill glannaskapur hjá okkur en okkur bara datt þetta í hug og höfum enga styrki fengið, hvorki frá ríki né borg og við ætlum að selja inn. Ef enginn mætir þá bara töpum við sjálf,“ segir Bjarki. „En fólk borgar inn á leiksýningar, dans, myndlist og tónleika. Við vonumst til að ljóðið geti notið sömu virðingar og aðrar listgreinar að því leyti að fólk sé tilbúið að opna budduna vegna þess,“ segir Bjarki.Ljóðskáldin sem koma fram eru:Davíð Þór Jónsson, Sigrún Haraldsdóttir, Valdimar Tómasson, Teresa Dröfn Njarðvík, Aðalsteinn Svanur Sigfússon, Snæbjörn Ragnarsson (Bibbi í Skálmöld), Þórunn Erlu Valdimarsdóttir, Örlygur Benediktsson, Eva Hauksdóttir og Bjarki Karlsson.Kynnir er Sigurður Karlsson, leikari og þýðandi. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Við köllum okkur „hin svokölluðu skáld“. Þó við vinkum „listaskáldunum vondu“ sem fylltu Háskólabíó árið 1976 þá stelum við ekki nafninu þeirra, bara notum sama sal og stelum kynninum þeirra,“ segir Bjarki Karlsson, einn þeirra sem standa fyrir ljóðadagskrá í Háskólabíói á laugardaginn klukkan 14. Bjarki segir um háttbundinn kveðskap verða að ræða. „Við stuðlum allt og rímum flest. Erum sem sagt hvorki atómskáld né póstmódernistar heldur beitum þessum fornu stílbrögðum á persónulegan hátt og tölum við samtíma okkar, ekki fortíðina. Við getum kallað þetta nýtt vín á gömlum belgjum.“ Þið kallið ykkur „hin svokölluðu skáld“. Er ekki minnimáttarkennd í því gagnvart þeim sem nota hið frjálsa form? „Nei, þetta er svipað og það er talað um „hið svokallaða hrun“, við erum einmitt með nafninu að gefa í skyn að við séum aðeins meira en „svokölluð“.“ Salurinn í Háskólabíói tekur um það bil eitt þúsund manns í sæti. „Þetta er kannski svolítill glannaskapur hjá okkur en okkur bara datt þetta í hug og höfum enga styrki fengið, hvorki frá ríki né borg og við ætlum að selja inn. Ef enginn mætir þá bara töpum við sjálf,“ segir Bjarki. „En fólk borgar inn á leiksýningar, dans, myndlist og tónleika. Við vonumst til að ljóðið geti notið sömu virðingar og aðrar listgreinar að því leyti að fólk sé tilbúið að opna budduna vegna þess,“ segir Bjarki.Ljóðskáldin sem koma fram eru:Davíð Þór Jónsson, Sigrún Haraldsdóttir, Valdimar Tómasson, Teresa Dröfn Njarðvík, Aðalsteinn Svanur Sigfússon, Snæbjörn Ragnarsson (Bibbi í Skálmöld), Þórunn Erlu Valdimarsdóttir, Örlygur Benediktsson, Eva Hauksdóttir og Bjarki Karlsson.Kynnir er Sigurður Karlsson, leikari og þýðandi.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp