Vantar að þora að gera krakkana eins góða og hægt er Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2014 06:30 Íslandsmeistarinn Tinna Helgadóttir starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku en henni býðst ekki starf hér heima. Vísir/Daníel Tinna Helgadóttir varð á sunnudaginn Íslandsmeistari í badminton í þriðja skiptið. Hún starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku en fær ekki starf hér heima. Ýmsu er ábótavant í barna- og unglingastarfinu á Íslandi að hennar mati. „Mér finnst vanta svolitla nýjungagirni í þjálfunina. Það eru búnir að vera sömu þjálfararnir í félögunum í mörg ár. Ef maður á að halda áfram að taka framförum sem þjálfari verður maður að fylgjast með hvað er að gerast. Það vantar líka að sambandið ýti undir þetta. Það er ekki nógu mikil samvinna milli þess og félaganna. Þjálfararnir eru ekki að uppfæra sig nóg,“ segir Tinna og bendir á að yngri þjálfarar eins og hún og bróðir hennar, Magnús Ingi, hafi farið út til að mennta sig í fræðunum. Sama gildir um tvær aðrar stúlkur sem Tinna þekkir til. Sjálf fór Tinna til Álaborgar í þjálfaraskóla í eitt ár 2005-2006 í boði TBR en þegar hún kom aftur heim var ekkert starf á lausu í félaginu. „Mér var í raun sagt að það væri ekkert í boði. Mér finnst vanta miklu meira að yngri kynslóðin sé notuð til þess að reyna að vekja áhuga á badmintoni aftur. Það eru sömu mennirnir búnir að þjálfa hjá TBR í 25 ár. Ég er ekkert að skjóta á eitthvert eitt félag eða einn mann. Alls ekki. Mér finnst bara að það eigi að nota það fólk sem er fullt eldmóðs og vill gefa eitthvað af sér. Ég er búin að vera yfirþjálfari í fjögur ár hér í Danmörku og finnst þetta ótrúlega gaman. Mér finnst vanta sama eldmóð í starfið heima,“ segir Tinna.Fá ekki bestu krakkana Útbreiðslustarf er einnig eitthvað sem þarf að bæta að mati Tinnu. Hún bendir á að badminton sé á grafarbakkanum eða nánast dautt á stöðum úti á landi líkt og Keflavík, Akureyri, Siglufirði og fyrir austan þar sem það lifði góðu lífi áður. „Badminton er eiginlega bara í Reykjavík. Pabbi minn er aðeins að þjálfa á Akranesi, svo er badminton í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Útbreiðslustarfið er ekki nógu gott. Badminton er íþróttagrein sem Íslendingar eiga að geta orðið góðir í því þetta er einstaklingsgrein. Það eru möguleikar í þessu en við verðum ekki betri á meðan unglingastarfið er ekki betra. Núna er þetta bara happa og glappa ef það kemur upp eitthvert náttúrutalent,“ segir Tinna. Hvað varðar þjálfunina sjálfa segir hún að það þurfi að þora að fara lengra með hana. Það séu oft ekki bestu íþróttamennirnir sem sækja í badminton og því þurfi að haga þjálfuninni eftir því. „Mér finnst vanta hérna heima að þora að gera krakkana eins góða og þeir geta orðið. Þegar ég flutti til Danmerkur opnaðist nýr heimur fyrir mér. Ég hef virkilega séð hvernig hægt er að æfa og gera þessa litlu krakka mjög góða og hvað maður getur kennt þeim,“ segir Tinna. „Vandamálið heima, eins og erlendis, er að við fáum oft afgangana frá fótbolta og handbolta. Krakkar sem virkilega eru góðir íþróttum byrja annars staðar. Það þýðir að maður þarf að vera framsæknari í þjálfuninni,“ segir Tinna Helgadóttir, Íslandsmeistari í badminton og yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku. Innlendar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjá meira
Tinna Helgadóttir varð á sunnudaginn Íslandsmeistari í badminton í þriðja skiptið. Hún starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku en fær ekki starf hér heima. Ýmsu er ábótavant í barna- og unglingastarfinu á Íslandi að hennar mati. „Mér finnst vanta svolitla nýjungagirni í þjálfunina. Það eru búnir að vera sömu þjálfararnir í félögunum í mörg ár. Ef maður á að halda áfram að taka framförum sem þjálfari verður maður að fylgjast með hvað er að gerast. Það vantar líka að sambandið ýti undir þetta. Það er ekki nógu mikil samvinna milli þess og félaganna. Þjálfararnir eru ekki að uppfæra sig nóg,“ segir Tinna og bendir á að yngri þjálfarar eins og hún og bróðir hennar, Magnús Ingi, hafi farið út til að mennta sig í fræðunum. Sama gildir um tvær aðrar stúlkur sem Tinna þekkir til. Sjálf fór Tinna til Álaborgar í þjálfaraskóla í eitt ár 2005-2006 í boði TBR en þegar hún kom aftur heim var ekkert starf á lausu í félaginu. „Mér var í raun sagt að það væri ekkert í boði. Mér finnst vanta miklu meira að yngri kynslóðin sé notuð til þess að reyna að vekja áhuga á badmintoni aftur. Það eru sömu mennirnir búnir að þjálfa hjá TBR í 25 ár. Ég er ekkert að skjóta á eitthvert eitt félag eða einn mann. Alls ekki. Mér finnst bara að það eigi að nota það fólk sem er fullt eldmóðs og vill gefa eitthvað af sér. Ég er búin að vera yfirþjálfari í fjögur ár hér í Danmörku og finnst þetta ótrúlega gaman. Mér finnst vanta sama eldmóð í starfið heima,“ segir Tinna.Fá ekki bestu krakkana Útbreiðslustarf er einnig eitthvað sem þarf að bæta að mati Tinnu. Hún bendir á að badminton sé á grafarbakkanum eða nánast dautt á stöðum úti á landi líkt og Keflavík, Akureyri, Siglufirði og fyrir austan þar sem það lifði góðu lífi áður. „Badminton er eiginlega bara í Reykjavík. Pabbi minn er aðeins að þjálfa á Akranesi, svo er badminton í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Útbreiðslustarfið er ekki nógu gott. Badminton er íþróttagrein sem Íslendingar eiga að geta orðið góðir í því þetta er einstaklingsgrein. Það eru möguleikar í þessu en við verðum ekki betri á meðan unglingastarfið er ekki betra. Núna er þetta bara happa og glappa ef það kemur upp eitthvert náttúrutalent,“ segir Tinna. Hvað varðar þjálfunina sjálfa segir hún að það þurfi að þora að fara lengra með hana. Það séu oft ekki bestu íþróttamennirnir sem sækja í badminton og því þurfi að haga þjálfuninni eftir því. „Mér finnst vanta hérna heima að þora að gera krakkana eins góða og þeir geta orðið. Þegar ég flutti til Danmerkur opnaðist nýr heimur fyrir mér. Ég hef virkilega séð hvernig hægt er að æfa og gera þessa litlu krakka mjög góða og hvað maður getur kennt þeim,“ segir Tinna. „Vandamálið heima, eins og erlendis, er að við fáum oft afgangana frá fótbolta og handbolta. Krakkar sem virkilega eru góðir íþróttum byrja annars staðar. Það þýðir að maður þarf að vera framsæknari í þjálfuninni,“ segir Tinna Helgadóttir, Íslandsmeistari í badminton og yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku.
Innlendar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjá meira