Andstætt íslenskum hagsmunum að slíta Þorsteinn Pálsson skrifar 12. apríl 2014 07:00 Skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið, sem kom út í vikunni, og skýrsla hagfræðistofnunar mynda saman mikilvægan þekkingargrunn fyrir upplýsta umræðu. Spurningin er: Hvaða ályktanir má svo draga af þessum skýrslum? Með ýtrustu hófsemi má orða niðurstöðuna á þann veg að engin rök hafi komið fram sem mæla með því að slíta viðræðunum eða gera hlé á þeim. Í raun verður þó ekki önnur ályktun dregin af nýju skýrslunni en sú að það sé beinlínis andstætt íslenskum hagsmunum að láta ekki reyna á samninga. Pólitísku áhrifin eru þau að hófsamasta túlkunin kippir öllum stoðum undan viðræðuslitatillögu utanríkisráðherra. Efnislega niðurstaðan er sú að engin vissa er fyrir því að við fáum sérlausnir í nægjanlega ríkum mæli vegna einstakra hagsmuna eins og fiskveiða. En líkurnar eru það miklar að annað er óverjandi en ljúka verkinu. Með öðrum orðum er þeirri kenningu hafnað með skýrum rökum að Íslendingar geti sagt sér það fyrir fram að tilgangslaust sé að halda áfram. Aftur á móti gefur skýrslan ekki svar við þeirri spurningu hvort aðild verði á endanum hagstæð þegar heildaráhrifin á öllum sviðum samfélagsins eru metin. Á kynningarfundi sögðu höfundar að ályktanir af því tagi væri ekki unnt að draga fyrr en samningsniðurstaðan liggur fyrir. Erfitt er að andmæla því. Skýrslurnar geyma einfaldlega fullnægjandi upplýsingar til þess að svara megi spurningunni hvort skynsamlegra sé að ljúka viðræðunum eða slíta þeim. Á þessu stigi er óþarfi að deila um annað.Þrengt að hleypidómunum Skýrslurnar marka tímamót. Eftir útkomu þeirra er erfiðara að taka afstöðu með hleypidóma eina að vopni. Með þeim er leitt í ljós að sú ákvörðun utanríkisráðherra að slíta viðræðunum var ekki byggð á athugun eða fræðilegu mati á hagsmunum Íslands. Og að baki henni bjó heldur ekki könnun á möguleikunum til að fá sérstöðu landsins viðurkennda á tilteknum sviðum. Ályktunartillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit virðist fyrst og fremst vera reist á hleypidómum. Lítill málefnalegur grundvöllur hefur verið kynntur til sögunnar. Margir hafa velt fyrir sér hvers vegna utanríkisráðherra lagði ofurkapp á að knýja fram samþykki Alþingis fyrir viðræðuslitum áður en umræðu um skýrslu hagfræðistofnunar lyki og áður en skýrsla alþjóðastofnunar birtist. Þegar báðar þessar skýrslur eru komnar út blasir svarið við. Tillagan stóðst einfaldlega ekki þá fræðilegu úttekt á stöðu aðildarviðræðnanna sem nú liggur fyrir. Ráðherrann hefur verið búinn að átta sig á þessu. Um leið er ljóst hvers vegna utanríkisráðherra hafnaði samstarfi við samtök launafólks og atvinnufyrirtækja um heildstæða skýrslu. Hann hefur gert sér fulla grein fyrir því að sú ákvörðun, sem búið var að taka fyrir fram, þyldi ekki jafn djúpt og víðtækt mat á stöðunni og nú liggur fyrir. Þegar þjóðin reis upp gegn tillögunni um viðræðuslit, með hætti sem á sér fáar hliðstæður í stjórnmálasögunni, viðurkenndi utanríkisráðherra að óðagotið við framlagningu hennar hefði verið mistök. En nú þegar þrengt hefur verið að hleypidómunum sem tillagan byggist á bregst hann við með því að segja að viðurkenning á mistökum breyti engu um efnislega afstöðu hans eða áform.Klukkan gengur á utanríkisráðherra Pólitíska klípan er þessi: Utanríkisráðherra segir að mistökin við framlagningu tillögunnar hafi legið í því að hann gerði sér ekki grein fyrir viðbrögðum almennings. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur lýst því í könnunum að hann vilji ljúka viðræðunum. Ríflega fimmtíu þúsund kjósendur hafa auk þess skrifað undir áskorun um að fá að greiða atkvæði um framhaldið eins og lofað var í kosningabaráttunni. Viðbrögð almennings höfðu þau áhrif að utanríkisráðherra ákvað að hægja á framgangi málsins. Óhjákvæmilegt var að utanríkisnefnd fengi að fjalla um skýrslu Alþjóðamálastofnunar. En klukkan gengur eigi að síður á utanríkisráðherra eins og þá sem tefla skák. Hann þarf að sýna hvernig hann ætlar að losa sjálfan sig og þjóðina úr klípunni. Það er erfitt að leika úr skák eftir að hafa fengið á sig gaffal. Ráðherrann er því ekki í öfundsverðri stöðu. Ósanngjarnt væri að gefa honum ekki rýmri tíma en þekkist í hraðskák þó að hann hafi sjálfur opnað skákina með þeim tímamörkum. Það eru miklir þjóðarhagsmunir í húfi og því réttmætt að ráðherrann fái bæði dymbilvikuna og páskavikuna til að hugsa næsta leik. Fyrstu viðbrögð aðildarandstæðinga við skýrslu Alþjóðamálastofnunar hafa verið fremur nöldursleg. En það er ekki kostur fyrir ráðherrann að standa upp frá skákinni og sífra. Á honum hvílir sú ábyrgð að leika úr stöðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið, sem kom út í vikunni, og skýrsla hagfræðistofnunar mynda saman mikilvægan þekkingargrunn fyrir upplýsta umræðu. Spurningin er: Hvaða ályktanir má svo draga af þessum skýrslum? Með ýtrustu hófsemi má orða niðurstöðuna á þann veg að engin rök hafi komið fram sem mæla með því að slíta viðræðunum eða gera hlé á þeim. Í raun verður þó ekki önnur ályktun dregin af nýju skýrslunni en sú að það sé beinlínis andstætt íslenskum hagsmunum að láta ekki reyna á samninga. Pólitísku áhrifin eru þau að hófsamasta túlkunin kippir öllum stoðum undan viðræðuslitatillögu utanríkisráðherra. Efnislega niðurstaðan er sú að engin vissa er fyrir því að við fáum sérlausnir í nægjanlega ríkum mæli vegna einstakra hagsmuna eins og fiskveiða. En líkurnar eru það miklar að annað er óverjandi en ljúka verkinu. Með öðrum orðum er þeirri kenningu hafnað með skýrum rökum að Íslendingar geti sagt sér það fyrir fram að tilgangslaust sé að halda áfram. Aftur á móti gefur skýrslan ekki svar við þeirri spurningu hvort aðild verði á endanum hagstæð þegar heildaráhrifin á öllum sviðum samfélagsins eru metin. Á kynningarfundi sögðu höfundar að ályktanir af því tagi væri ekki unnt að draga fyrr en samningsniðurstaðan liggur fyrir. Erfitt er að andmæla því. Skýrslurnar geyma einfaldlega fullnægjandi upplýsingar til þess að svara megi spurningunni hvort skynsamlegra sé að ljúka viðræðunum eða slíta þeim. Á þessu stigi er óþarfi að deila um annað.Þrengt að hleypidómunum Skýrslurnar marka tímamót. Eftir útkomu þeirra er erfiðara að taka afstöðu með hleypidóma eina að vopni. Með þeim er leitt í ljós að sú ákvörðun utanríkisráðherra að slíta viðræðunum var ekki byggð á athugun eða fræðilegu mati á hagsmunum Íslands. Og að baki henni bjó heldur ekki könnun á möguleikunum til að fá sérstöðu landsins viðurkennda á tilteknum sviðum. Ályktunartillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit virðist fyrst og fremst vera reist á hleypidómum. Lítill málefnalegur grundvöllur hefur verið kynntur til sögunnar. Margir hafa velt fyrir sér hvers vegna utanríkisráðherra lagði ofurkapp á að knýja fram samþykki Alþingis fyrir viðræðuslitum áður en umræðu um skýrslu hagfræðistofnunar lyki og áður en skýrsla alþjóðastofnunar birtist. Þegar báðar þessar skýrslur eru komnar út blasir svarið við. Tillagan stóðst einfaldlega ekki þá fræðilegu úttekt á stöðu aðildarviðræðnanna sem nú liggur fyrir. Ráðherrann hefur verið búinn að átta sig á þessu. Um leið er ljóst hvers vegna utanríkisráðherra hafnaði samstarfi við samtök launafólks og atvinnufyrirtækja um heildstæða skýrslu. Hann hefur gert sér fulla grein fyrir því að sú ákvörðun, sem búið var að taka fyrir fram, þyldi ekki jafn djúpt og víðtækt mat á stöðunni og nú liggur fyrir. Þegar þjóðin reis upp gegn tillögunni um viðræðuslit, með hætti sem á sér fáar hliðstæður í stjórnmálasögunni, viðurkenndi utanríkisráðherra að óðagotið við framlagningu hennar hefði verið mistök. En nú þegar þrengt hefur verið að hleypidómunum sem tillagan byggist á bregst hann við með því að segja að viðurkenning á mistökum breyti engu um efnislega afstöðu hans eða áform.Klukkan gengur á utanríkisráðherra Pólitíska klípan er þessi: Utanríkisráðherra segir að mistökin við framlagningu tillögunnar hafi legið í því að hann gerði sér ekki grein fyrir viðbrögðum almennings. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur lýst því í könnunum að hann vilji ljúka viðræðunum. Ríflega fimmtíu þúsund kjósendur hafa auk þess skrifað undir áskorun um að fá að greiða atkvæði um framhaldið eins og lofað var í kosningabaráttunni. Viðbrögð almennings höfðu þau áhrif að utanríkisráðherra ákvað að hægja á framgangi málsins. Óhjákvæmilegt var að utanríkisnefnd fengi að fjalla um skýrslu Alþjóðamálastofnunar. En klukkan gengur eigi að síður á utanríkisráðherra eins og þá sem tefla skák. Hann þarf að sýna hvernig hann ætlar að losa sjálfan sig og þjóðina úr klípunni. Það er erfitt að leika úr skák eftir að hafa fengið á sig gaffal. Ráðherrann er því ekki í öfundsverðri stöðu. Ósanngjarnt væri að gefa honum ekki rýmri tíma en þekkist í hraðskák þó að hann hafi sjálfur opnað skákina með þeim tímamörkum. Það eru miklir þjóðarhagsmunir í húfi og því réttmætt að ráðherrann fái bæði dymbilvikuna og páskavikuna til að hugsa næsta leik. Fyrstu viðbrögð aðildarandstæðinga við skýrslu Alþjóðamálastofnunar hafa verið fremur nöldursleg. En það er ekki kostur fyrir ráðherrann að standa upp frá skákinni og sífra. Á honum hvílir sú ábyrgð að leika úr stöðunni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun