Píslarganga B-manneskju Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 16. apríl 2014 08:52 Vekjaraklukkan hringir. Klukkan er fimm. Máttvana teygi ég mig í símann. Klemmi saman augun. Græt. Bölva sjálfri mér. Finn engar afsakanir. Dröslast á fætur. Ég er ekki á leið til útlanda, þótt ég hafi ítrekað reynt að ljúga því að sjálfri mér. Kæri lesandi, áður en lengra er haldið þætti mér vænt um að þú tækir þér eins og eina mínútu og hugsaðir hlýlega til manneskjunnar sem vaknaði skjálfandi í morgun, bölvandi og grátandi til skiptis, til þess eins að troða hálfblautu blaðinu inn um lúguna þína. Nú geri ég mér grein fyrir að ég er ekki fyrsti blaðberi Íslandssögunnar. Að sama skapi átta ég mig á því að vika er ekki langur tími og trúlega ekki tímabært að kvarta, sérstaklega í ljósi þess að veðrið hefur verið ágætt. Að því sögðu langar mig að segja: Blaðburður er dauði. Í fyrsta lagi fylgir blaðinu alltaf einhver asnalegur auglýsingapóstur sem enginn vill. Sumir óska eftir að fá ekki auglýsingapóst en vilja samt Fréttablaðið. Aðrir afþakka Fréttablaðið en minnast ekki á hitt svo samkvæmt mínum vinnureglum skulu þeir fá auglýsingapóstinn, jafnvel þótt þeir kæri sig ólíklega um hann. Og sums staðar bíða mín skilaboð. Misagressíf. „Kæri blaðberi! Við viljum engin dagblöð!“, „EKKI AUGLÝSINGAPÓST!!“, „Ekki Fréttablaðið í lúgu núna,“ stendur á einum stað. Ég athuga daglega hvort þau hafi skipt um skoðun. Gullfalleg blaðburðarkerra og viðráðanlegur blaðabunki. Þetta beið mín á mánudaginn fyrir viku. Laugardagsmorgunninn hófst ekki jafnvel. Blaðastaflinn náði mér upp að öxlum og á stuttri göngu frá heimili mínu að götunni þar sem ég ber út (já, það er bara ein gata) hvíldi ég mig fimm sinnum. Við hverja áningu hrundu tveir blaðabunkar af kerrunni. Mig langaði að gráta. Ég segi öllum að morgungangan létti lund og styrki sprund. Ég veit ekki hvern ég er að reyna að sannfæra. Ástæðan fyrir því að ég tók upp á þessari vitleysu var sú að mig langaði að læknast af B-heilkenninu og verða A-manneskja. Það kemur í ljós hvort það takist eða hvort ég læri að lifa í sátt við sjálfa mig og mína eigin lífsklukku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun
Vekjaraklukkan hringir. Klukkan er fimm. Máttvana teygi ég mig í símann. Klemmi saman augun. Græt. Bölva sjálfri mér. Finn engar afsakanir. Dröslast á fætur. Ég er ekki á leið til útlanda, þótt ég hafi ítrekað reynt að ljúga því að sjálfri mér. Kæri lesandi, áður en lengra er haldið þætti mér vænt um að þú tækir þér eins og eina mínútu og hugsaðir hlýlega til manneskjunnar sem vaknaði skjálfandi í morgun, bölvandi og grátandi til skiptis, til þess eins að troða hálfblautu blaðinu inn um lúguna þína. Nú geri ég mér grein fyrir að ég er ekki fyrsti blaðberi Íslandssögunnar. Að sama skapi átta ég mig á því að vika er ekki langur tími og trúlega ekki tímabært að kvarta, sérstaklega í ljósi þess að veðrið hefur verið ágætt. Að því sögðu langar mig að segja: Blaðburður er dauði. Í fyrsta lagi fylgir blaðinu alltaf einhver asnalegur auglýsingapóstur sem enginn vill. Sumir óska eftir að fá ekki auglýsingapóst en vilja samt Fréttablaðið. Aðrir afþakka Fréttablaðið en minnast ekki á hitt svo samkvæmt mínum vinnureglum skulu þeir fá auglýsingapóstinn, jafnvel þótt þeir kæri sig ólíklega um hann. Og sums staðar bíða mín skilaboð. Misagressíf. „Kæri blaðberi! Við viljum engin dagblöð!“, „EKKI AUGLÝSINGAPÓST!!“, „Ekki Fréttablaðið í lúgu núna,“ stendur á einum stað. Ég athuga daglega hvort þau hafi skipt um skoðun. Gullfalleg blaðburðarkerra og viðráðanlegur blaðabunki. Þetta beið mín á mánudaginn fyrir viku. Laugardagsmorgunninn hófst ekki jafnvel. Blaðastaflinn náði mér upp að öxlum og á stuttri göngu frá heimili mínu að götunni þar sem ég ber út (já, það er bara ein gata) hvíldi ég mig fimm sinnum. Við hverja áningu hrundu tveir blaðabunkar af kerrunni. Mig langaði að gráta. Ég segi öllum að morgungangan létti lund og styrki sprund. Ég veit ekki hvern ég er að reyna að sannfæra. Ástæðan fyrir því að ég tók upp á þessari vitleysu var sú að mig langaði að læknast af B-heilkenninu og verða A-manneskja. Það kemur í ljós hvort það takist eða hvort ég læri að lifa í sátt við sjálfa mig og mína eigin lífsklukku.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun