Lífsganga að vissu leyti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. apríl 2014 13:00 "Fólk þarf að hlusta á hjartað,“ segir Ragnheiður. Vísir/Valli „Ég er að lýsa því hvernig er að takast á við erfiða líðan, ganga í gegnum eitthvað, skoða það og endurfæðast í gegnum reynsluna. Þetta er svona lífsganga eða þroskasaga að vissu leyti,“ segir Ragnheiður Guðmundsdóttir myndlistarmaður um sýninguna Endurfæðing hjartans sem hún opnar í Grafíksalnum í Tryggvagötu 17 á laugardaginn. Myndirnar hennar eru unnar með blandaðri tækni, á mörkum textíls og málverks, og í þeim birtast vangaveltur Ragnheiðar um hvort vitundin búi í hjartanu eða heilanum. „Fólk þarf að hlusta á hjartað,“ segir hún og meinar það. Ragnheiður útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2000 og hefur tekið þátt í nokkrum sýningum. Þetta er þriðja einkasýningin. Hún er búin að koma sér upp vinnustofu á Kársnesinu í Kópavogi og er ein þeirra sem reka Anarkíu listasal, þar sem hún hefur bæði verið með einkasýningu og tekið þátt í samsýningu með öðrum. Ragnheiður er andleg í túlkunum sínum á eigin verkum. „Þegar ég fór að vinna að sýningunni fann ég að hún tengist svolítið páskunum. Þar er svo mikið af táknum.“ Eftir opnun verður sýningin Endurfæðing hjartans í sal Íslenskrar grafíkur opin fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18. Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég er að lýsa því hvernig er að takast á við erfiða líðan, ganga í gegnum eitthvað, skoða það og endurfæðast í gegnum reynsluna. Þetta er svona lífsganga eða þroskasaga að vissu leyti,“ segir Ragnheiður Guðmundsdóttir myndlistarmaður um sýninguna Endurfæðing hjartans sem hún opnar í Grafíksalnum í Tryggvagötu 17 á laugardaginn. Myndirnar hennar eru unnar með blandaðri tækni, á mörkum textíls og málverks, og í þeim birtast vangaveltur Ragnheiðar um hvort vitundin búi í hjartanu eða heilanum. „Fólk þarf að hlusta á hjartað,“ segir hún og meinar það. Ragnheiður útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2000 og hefur tekið þátt í nokkrum sýningum. Þetta er þriðja einkasýningin. Hún er búin að koma sér upp vinnustofu á Kársnesinu í Kópavogi og er ein þeirra sem reka Anarkíu listasal, þar sem hún hefur bæði verið með einkasýningu og tekið þátt í samsýningu með öðrum. Ragnheiður er andleg í túlkunum sínum á eigin verkum. „Þegar ég fór að vinna að sýningunni fann ég að hún tengist svolítið páskunum. Þar er svo mikið af táknum.“ Eftir opnun verður sýningin Endurfæðing hjartans í sal Íslenskrar grafíkur opin fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18.
Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira