Íslenskar útgáfur í tilefni dagsins Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. apríl 2014 12:00 Ingvar Geirsson hjá Lucky Records hefur verið plötusali í um það bil níu ár. Fréttablaðið/Pjetur „Það eru svo margir tónlistarmenn sem eru aldir upp í plötubúðum. Þegar stafræna formið kom til sögunnar og plötubúðir fóru að loka um allan heim, fóru þessar sem eftir urðu að verða dálítið sérstakur vettvangur og mikil menningarstarfsemi sem fer þar fram. Það er svo gaman fyrir fólk að koma inn og hitta aðra sem eru að fást við það sama, eða að sjá þekkt andlit úr bransanum,“ segir Ingvar Geirsson, eigandi Lucky Records, plötuverslunar á Rauðarárstíg, en alþjóðlegur dagur plötubúðanna er í dag, laugardag. „Deginum verður fagnað,“ segir Ingvar jafnframt, en meðal annars koma fram hljómsveitirnar Samaris og Epic Rain, tónlistarmaðurinn Futuregrapher og svo verður útgáfufyrirtækið Borg með svokallað dj-sett. „Svo verður haldið upp á daginn með alls konar sérstökum útgáfum. Of Monsters and Men ætla að gefa út tveggja laga, sjö tommu, vínylplötu, Ásgeir Trausti, og John Grant gefa einnig út sérstaka útgáfu á þessum degi. FM Belfast ætla að hafa sína nýju plötu fáanlega í plötubúðum, þrátt fyrir að formlegur útgáfudagur plötunnar sé 22. apríl, og Epic Rain gefur einnig út nýja plötu í dag, svo eitthvað sé nefnt. Það lendir reyndar þannig að dagurinn er á þessari páskahelgi, þannig að við erum í smá stríði við póstinn með að fá allt efnið til landsins fyrir þennan dag,“ segir Ingvar léttur í bragði. Ingvar segir mikla aukningu í útgáfu íslenskrar tónlistar. „Það er svo margt sem er að koma út, alls konar dót, margt sem er bara gefið út á vínyl og svona. En tölurnar eru samt langt frá því að vera þær sömu og voru fyrir tíu fimmtán árum síðan,“ útskýrir Ingvar, en hann hefur verið ein níu ár í bransanum. „Ég er gríðarlega mikill tónlistaráhugamaður og ég elska það sem ég geri. Það er rosalega gaman að hafa komið því þannig fyrir að geta gert þetta alla daga,“ segir Ingvar. Alþjóðlegi dagur plötubúðanna er haldin í fjórða sinn hátíðlega hér á landi, en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk útgáfa verður þennan dag. „Stefnan er að stækka við sig og hafa enn þá meiri og skemmtilegri dagskrá á næsta ári,“ segir Ingvar að lokum. Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það eru svo margir tónlistarmenn sem eru aldir upp í plötubúðum. Þegar stafræna formið kom til sögunnar og plötubúðir fóru að loka um allan heim, fóru þessar sem eftir urðu að verða dálítið sérstakur vettvangur og mikil menningarstarfsemi sem fer þar fram. Það er svo gaman fyrir fólk að koma inn og hitta aðra sem eru að fást við það sama, eða að sjá þekkt andlit úr bransanum,“ segir Ingvar Geirsson, eigandi Lucky Records, plötuverslunar á Rauðarárstíg, en alþjóðlegur dagur plötubúðanna er í dag, laugardag. „Deginum verður fagnað,“ segir Ingvar jafnframt, en meðal annars koma fram hljómsveitirnar Samaris og Epic Rain, tónlistarmaðurinn Futuregrapher og svo verður útgáfufyrirtækið Borg með svokallað dj-sett. „Svo verður haldið upp á daginn með alls konar sérstökum útgáfum. Of Monsters and Men ætla að gefa út tveggja laga, sjö tommu, vínylplötu, Ásgeir Trausti, og John Grant gefa einnig út sérstaka útgáfu á þessum degi. FM Belfast ætla að hafa sína nýju plötu fáanlega í plötubúðum, þrátt fyrir að formlegur útgáfudagur plötunnar sé 22. apríl, og Epic Rain gefur einnig út nýja plötu í dag, svo eitthvað sé nefnt. Það lendir reyndar þannig að dagurinn er á þessari páskahelgi, þannig að við erum í smá stríði við póstinn með að fá allt efnið til landsins fyrir þennan dag,“ segir Ingvar léttur í bragði. Ingvar segir mikla aukningu í útgáfu íslenskrar tónlistar. „Það er svo margt sem er að koma út, alls konar dót, margt sem er bara gefið út á vínyl og svona. En tölurnar eru samt langt frá því að vera þær sömu og voru fyrir tíu fimmtán árum síðan,“ útskýrir Ingvar, en hann hefur verið ein níu ár í bransanum. „Ég er gríðarlega mikill tónlistaráhugamaður og ég elska það sem ég geri. Það er rosalega gaman að hafa komið því þannig fyrir að geta gert þetta alla daga,“ segir Ingvar. Alþjóðlegi dagur plötubúðanna er haldin í fjórða sinn hátíðlega hér á landi, en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk útgáfa verður þennan dag. „Stefnan er að stækka við sig og hafa enn þá meiri og skemmtilegri dagskrá á næsta ári,“ segir Ingvar að lokum.
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira