Menning

Syngja inn sumarið í Grafarvogi

Grafarvogskirkja mun óma af söng síðdegis í dag.
Grafarvogskirkja mun óma af söng síðdegis í dag. Mynd/úr einkasafni
Fléttuð verða saman vinsæl íslensk lög á vortónleikum Karlakórs Grafarvogskirkju sem hefjast klukkan 17 í dag í Grafarvogskirkju.



Það eru bæði alkunn kórlög og önnur sem hafa verið útsett sérstaklega fyrir karlakórinn, auk þess sem kvennakórinn Söngspírurnar syngur nokkur lög og tekur lagið með karlakórnum og Jóhanna Guðrún kemur líka fram bæði ein og með herrunum.



Kjartan Valdemarsson mun sitja við slaghörpuna og Íris Erlingsdóttir er stjórnandi beggja kóranna, hún stofnaði þá líka báða og þess má geta að hún er fyrsta konan hér á landi sem stofnar karlakór.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×