Menning

Samhent par fagnar sumri í Kaldalóni

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þau Kristján Karl og Hafdís hafa spilað saman frá árinu 2006 og víða komið fram.
Þau Kristján Karl og Hafdís hafa spilað saman frá árinu 2006 og víða komið fram. Mynd/úr einkasafni
„Við fluttum heim frá námi síðasta haust og höfum haft nóg að gera við að spila og kenna - ekki svo að skilja að við viljum ekki fleiri gigg,“ segir Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari glaðlega.

Þessi „við“ eru hún og unnusti hennar, Kristján Karl Bragason píanóleikari, en þau ætla að spila saman í Kaldalóni í Hörpu í kvöld og byrja klukkan 20.

„Við byrjum á Serenöðu eftir Beethoven sem heyrist ekki oft. Hún var upphaflega skrifuð fyrir flautu, fiðlu og víólu en þetta er umritun sem gerð var í þökk tónskáldsins.

Svo erum við með skemmtilega flautufantasíu og ég er líka með einleiksverk. Þá kemur lítið en fallegt stykki eftir Þorkel Sigurbjörnsson fyrir fiðlu og píanó og svo endum við á Franck-sónötu,“ lýsir Hafdís og getur þess að bæði tónverkin eftir Beethoven og Franck séu mikil píanóverk.

Hafdís og Kristján Karl hafa leikið saman sem dúó frá árinu 2006 og komið fram á tónleikum víðs vegar um landið. Frá árinu 2010 hafa þau staðið fyrir tónlistarhátíðinni Bergmál á Dalvík, heimabæ Kristjáns, í samvinnu við Grím Helgason klarínettuleikara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.