Lengsta myndin um Kóngulóarmanninn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2014 08:30 Kóngulóarmaðurinn kemst að því að eitt tengir alla óvini hans: OScorp-fyrirtækið. Kvikmyndin The Amazing Spider-Man 2 verður frumsýnd á Íslandi á morgun, föstudag. Í myndinni rannsakar Peter Parker, sjálfur Kóngulóarmaðurinn, ýmislegt varðandi dularfulla fortíð föður síns með hjálp vinar síns, Harrys Osborn. Harry þessi er leikinn af Dane DeHaan en hann breytist í Græna púkann, erkióvin Kóngulóarmannsins. Allt í allt tók þrjá og hálfan tíma að farða Harry fyrir hlutverk púkans og það tók hann um það bil klukkutíma að klæða sig í búninginn sem er rúmlega tuttugu kíló að þyngd. Leikarinn Jamie Foxx leikur óvin Kóngulóarmannsins, Electro, og Chris Cooper leikur annar óvin hans, Norman Osborn. Þeir hafa báðir unnið Óskarsverðlaun, Jamie fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir Ray árið 2005 og Chris fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir Adaptation árið 2003. Þetta þýðir að þeir eru fyrstu tveir Óskarsverðlaunahafarnir til að leika illmenni í mynd um Kóngulóarmanninn. The Amazing Spider-Man 2 var eingöngu tekin upp í New York og er þetta viðamesta kvikmyndaframleiðsla sem hefur átt sér stað í borginni. Myndin er 142 mínútur að lengd sem gerir hana að lengstu kvikmynd um Kóngulóarmanninn til þessa.Emma Stone fer með hlutverk Gwen Stacy eins og í fyrri myndinni en sú stúlka á tryggan stað í hjarta Peters. Sem fyrr er það Andrew Garfield sem leikur Kóngulóarmanninn en gaman er að segja frá því að Emma og Andrew eru einnig par í raunveruleikanum. Leikstjórn myndarinnar er í höndum Marcs Webb sem leikstýrði einnig fyrri myndinni og kvikmyndinni (500) Days of Summer.Á hjarta hans Gwen Stacy heillar Kóngulóarmanninn.Urðu ástfangin á setti Emma Stone og Andrew Garfield felldu hugi saman á tökustað kvikmyndarinnar The Amazing Spider-Man árið 2011. Andrew segist hafa fallið fyrir Emmu um leið og hún kom í prufu fyrir myndina. „Það var eins og ég vaknaði þegar hún gekk inn. Hún var síðasta manneskjan til að lesa og mér var farið að leiðast. En síðan kom hún inn og það var eins og ég hefði farið í flúðasiglingu og langaði ekki að halda mér í. Það var spennandi og villt í tökunum. Ég varð að vera nálægt henni og ég gat ekki leyft henni að sleppa,“ sagði Andrew í viðtali við Teen Vogue þegar fyrri myndin var frumsýnd. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndin The Amazing Spider-Man 2 verður frumsýnd á Íslandi á morgun, föstudag. Í myndinni rannsakar Peter Parker, sjálfur Kóngulóarmaðurinn, ýmislegt varðandi dularfulla fortíð föður síns með hjálp vinar síns, Harrys Osborn. Harry þessi er leikinn af Dane DeHaan en hann breytist í Græna púkann, erkióvin Kóngulóarmannsins. Allt í allt tók þrjá og hálfan tíma að farða Harry fyrir hlutverk púkans og það tók hann um það bil klukkutíma að klæða sig í búninginn sem er rúmlega tuttugu kíló að þyngd. Leikarinn Jamie Foxx leikur óvin Kóngulóarmannsins, Electro, og Chris Cooper leikur annar óvin hans, Norman Osborn. Þeir hafa báðir unnið Óskarsverðlaun, Jamie fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir Ray árið 2005 og Chris fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir Adaptation árið 2003. Þetta þýðir að þeir eru fyrstu tveir Óskarsverðlaunahafarnir til að leika illmenni í mynd um Kóngulóarmanninn. The Amazing Spider-Man 2 var eingöngu tekin upp í New York og er þetta viðamesta kvikmyndaframleiðsla sem hefur átt sér stað í borginni. Myndin er 142 mínútur að lengd sem gerir hana að lengstu kvikmynd um Kóngulóarmanninn til þessa.Emma Stone fer með hlutverk Gwen Stacy eins og í fyrri myndinni en sú stúlka á tryggan stað í hjarta Peters. Sem fyrr er það Andrew Garfield sem leikur Kóngulóarmanninn en gaman er að segja frá því að Emma og Andrew eru einnig par í raunveruleikanum. Leikstjórn myndarinnar er í höndum Marcs Webb sem leikstýrði einnig fyrri myndinni og kvikmyndinni (500) Days of Summer.Á hjarta hans Gwen Stacy heillar Kóngulóarmanninn.Urðu ástfangin á setti Emma Stone og Andrew Garfield felldu hugi saman á tökustað kvikmyndarinnar The Amazing Spider-Man árið 2011. Andrew segist hafa fallið fyrir Emmu um leið og hún kom í prufu fyrir myndina. „Það var eins og ég vaknaði þegar hún gekk inn. Hún var síðasta manneskjan til að lesa og mér var farið að leiðast. En síðan kom hún inn og það var eins og ég hefði farið í flúðasiglingu og langaði ekki að halda mér í. Það var spennandi og villt í tökunum. Ég varð að vera nálægt henni og ég gat ekki leyft henni að sleppa,“ sagði Andrew í viðtali við Teen Vogue þegar fyrri myndin var frumsýnd.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira