Stökkpallur fyrir ungar og efnilegar hljómsveitir Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. apríl 2014 11:00 Kristján Haraldsson eigandi Stúdíó Hljóms. „Við erum að gera þetta til þess að gefa ungum og efnilegum hljómsveitum ákveðinn stökkpall og byr í seglin,“ segir Kristján Haraldsson, eigandi Stúdíó Hljóms. Hann stendur fyrir keppni sem kallast Eflum íslenskt tónlistarlíf og fer keppnin fram á Gamla Gauknum í kvöld, í formi tónleika. „Þetta eru tónleikar á Gauknum þar sem sveitirnar koma fram og keppast um að fá að taka upp lag frítt í Stúdíói Hljóm,“ útskýrir Kristján. Áhorfendur á svæðinu kjósa svo í lýðræðislegum kosningum sigurvegarana og er því engin sérstök dómnefnd að dæma. Hver hljómsveit hefur fimmtán mínútur til þess að heilla áhorfendur. „Það eru bönd að taka þátt sem hafa til dæmis tekið þátt í Músíktilraunum. Til dæmis í fyrra tók hljómsveitin In The Company of Men þátt en hún hafði skömmu áður lent í öðru sæti í Músíktilraunum.“Hljómsveitin Texas Muffin sigraði í síðustu keppni.Kristján segir það ekki sjálfgefið að ungar hljómsveitir fái svona tækifæri en þetta er í sjötta sinn sem hann stendur fyrir svona keppni. „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel og hefur salurinn ávallt verið þétt setinn. Það er líka gaman að sjá hljómsveitirnar kynnast, því oft sér maður hljómsveitir spila saman á tónleikum eftir að hafa spilað í þessari keppni og vinskapur myndast,“ bætir Kristján við. Allir tónleikarnir eru teknir upp og upptökurnar verða svo spilaðar í útvarpsþættinum Skúrinn á Rás 2 á næstunni. Í kvöld keppa hljómsveitirnar: Aeterna Daedra Skerðing Hörmung Rafmagnað. Húsið opnar klukkan 21.00 og fyrsta sveit stígur á stokk á slaginu 22.30. Það er frítt inn á tónleikana. Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Við erum að gera þetta til þess að gefa ungum og efnilegum hljómsveitum ákveðinn stökkpall og byr í seglin,“ segir Kristján Haraldsson, eigandi Stúdíó Hljóms. Hann stendur fyrir keppni sem kallast Eflum íslenskt tónlistarlíf og fer keppnin fram á Gamla Gauknum í kvöld, í formi tónleika. „Þetta eru tónleikar á Gauknum þar sem sveitirnar koma fram og keppast um að fá að taka upp lag frítt í Stúdíói Hljóm,“ útskýrir Kristján. Áhorfendur á svæðinu kjósa svo í lýðræðislegum kosningum sigurvegarana og er því engin sérstök dómnefnd að dæma. Hver hljómsveit hefur fimmtán mínútur til þess að heilla áhorfendur. „Það eru bönd að taka þátt sem hafa til dæmis tekið þátt í Músíktilraunum. Til dæmis í fyrra tók hljómsveitin In The Company of Men þátt en hún hafði skömmu áður lent í öðru sæti í Músíktilraunum.“Hljómsveitin Texas Muffin sigraði í síðustu keppni.Kristján segir það ekki sjálfgefið að ungar hljómsveitir fái svona tækifæri en þetta er í sjötta sinn sem hann stendur fyrir svona keppni. „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel og hefur salurinn ávallt verið þétt setinn. Það er líka gaman að sjá hljómsveitirnar kynnast, því oft sér maður hljómsveitir spila saman á tónleikum eftir að hafa spilað í þessari keppni og vinskapur myndast,“ bætir Kristján við. Allir tónleikarnir eru teknir upp og upptökurnar verða svo spilaðar í útvarpsþættinum Skúrinn á Rás 2 á næstunni. Í kvöld keppa hljómsveitirnar: Aeterna Daedra Skerðing Hörmung Rafmagnað. Húsið opnar klukkan 21.00 og fyrsta sveit stígur á stokk á slaginu 22.30. Það er frítt inn á tónleikana.
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira