Að halda Rússum á mottunni Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. apríl 2014 07:00 Mál halda áfram að þróast til verri vegar í Úkraínu. Stjórnarherinn hefur að undanförnu tekizt á við aðskilnaðarsinna í austurhéruðum landsins, sem njóta beins og óbeins stuðnings Rússa. Pútín Rússlandsforseti og Sergej Sjoigú, varnarmálaráðherra Rússlands, hafa haft í grófum hótunum við úkraínsk stjórnvöld og Rússar halda áfram að ýta undir sundrungina í landinu. Þá hefur verið efnt til umfangsmikilla heræfinga rússneska hersins meðfram landamærum Úkraínu. Áform Rússa fara ekkert á milli mála; að ná yfirráðum í Austur-Úkraínu þótt þeir fari ekki endilega sömu leið og á Krímskaga, sem var innlimaður í Rússland. Bandaríkin, sem voru óviðbúin hinni nýju og árásargjörnu stefnu Rússlands, hafa hægt og rólega verið að átta sig á að hvort sem þeim líkar betur eða verr verða þau enn á ný að virka sem mótvægi gegn ágangi Rússa á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn hafa sent nokkur hundruð hermenn til aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Austur-Evrópu og hóta Rússum nú umfangsmeiri efnahagsþvingunum. Sumir tala um að nýtt kalt stríð sé í uppsiglingu. Svo mikið er víst að Bandaríkjamenn eru nú farnir að skoða leiðir til að halda Rússum í skefjum eins og á árum kalda stríðsins. Í því felst að beita efnahagsþvingunum sem draga úr mætti Rússa til að beita nágrannaríkin kúgun. Þetta er hins vegar flóknara verkefni en fyrir fjörutíu eða fimmtíu árum, af því að heimurinn er margslungnari. Hann skiptist ekki í andstæðar fylkingar kapítalískra lýðræðisríkja og kommúnísks alræðis og áætlanabúskapar. Efnahagslíf Rússlands er ekki lengur einangrað; það er orðið hnattvætt og mörg ríki, sem Bandaríkjamenn telja til bandamanna sinna, eiga þar mikilla hagsmuna að gæta. Það er þess vegna snúið að grípa til refsiaðgerða sem bíta gegn Rússum. Að einhverju leyti skaðar framganga þeirra í Úkraínu þá sjálfkrafa; ríki sem veður yfir nágrannana og sýnir alþjóðalögum fullkomið virðingarleysi, er ekki sérstaklega girnilegur fjárfestingarkostur eða viðskiptafélagi. Enn og aftur horfa Evrópuríkin til Bandaríkjanna sem öflugasta ríkis heims, til að skakka leikinn og halda Rússum á mottunni. Forsenda þess að Bandaríkin láti til sín taka er hins vegar að Evrópuríkin axli líka sína ábyrgð. Þau þurfa til dæmis sum hver að finna leiðir til að verða síður háð Rússum um orku. Evrópsk fyrirtæki geta þurft að taka á sig kostnað og óþægindi vegna viðskiptaþvingana gegn Rússlandi. Síðast en ekki sízt þarf NATO að efla varnarviðbúnað sinn og nú verða evrópsku aðildarríkin að gera svo vel að leggja hlutfallslega jafnmikið af mörkum til hinna sameiginlegu varna og Bandaríkin, jafnvel þótt varnarmálaútgjöld séu ekki vinsæl hjá kjósendum. Annars er ekki hægt að ætlast til að Atlantshafssamstarfið virki eins og það á að gera. Evrópuríkin hafa þó alveg skýran hvata til að standa sig í þessu verkefni. Ef þau gera það ekki, þýðir það afturhvarf til þess tíma þegar landamærum í álfunni var breytt með hervaldi og ofbeldi. Sagan ætti að kenna okkur að láta það aldrei gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun
Mál halda áfram að þróast til verri vegar í Úkraínu. Stjórnarherinn hefur að undanförnu tekizt á við aðskilnaðarsinna í austurhéruðum landsins, sem njóta beins og óbeins stuðnings Rússa. Pútín Rússlandsforseti og Sergej Sjoigú, varnarmálaráðherra Rússlands, hafa haft í grófum hótunum við úkraínsk stjórnvöld og Rússar halda áfram að ýta undir sundrungina í landinu. Þá hefur verið efnt til umfangsmikilla heræfinga rússneska hersins meðfram landamærum Úkraínu. Áform Rússa fara ekkert á milli mála; að ná yfirráðum í Austur-Úkraínu þótt þeir fari ekki endilega sömu leið og á Krímskaga, sem var innlimaður í Rússland. Bandaríkin, sem voru óviðbúin hinni nýju og árásargjörnu stefnu Rússlands, hafa hægt og rólega verið að átta sig á að hvort sem þeim líkar betur eða verr verða þau enn á ný að virka sem mótvægi gegn ágangi Rússa á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn hafa sent nokkur hundruð hermenn til aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Austur-Evrópu og hóta Rússum nú umfangsmeiri efnahagsþvingunum. Sumir tala um að nýtt kalt stríð sé í uppsiglingu. Svo mikið er víst að Bandaríkjamenn eru nú farnir að skoða leiðir til að halda Rússum í skefjum eins og á árum kalda stríðsins. Í því felst að beita efnahagsþvingunum sem draga úr mætti Rússa til að beita nágrannaríkin kúgun. Þetta er hins vegar flóknara verkefni en fyrir fjörutíu eða fimmtíu árum, af því að heimurinn er margslungnari. Hann skiptist ekki í andstæðar fylkingar kapítalískra lýðræðisríkja og kommúnísks alræðis og áætlanabúskapar. Efnahagslíf Rússlands er ekki lengur einangrað; það er orðið hnattvætt og mörg ríki, sem Bandaríkjamenn telja til bandamanna sinna, eiga þar mikilla hagsmuna að gæta. Það er þess vegna snúið að grípa til refsiaðgerða sem bíta gegn Rússum. Að einhverju leyti skaðar framganga þeirra í Úkraínu þá sjálfkrafa; ríki sem veður yfir nágrannana og sýnir alþjóðalögum fullkomið virðingarleysi, er ekki sérstaklega girnilegur fjárfestingarkostur eða viðskiptafélagi. Enn og aftur horfa Evrópuríkin til Bandaríkjanna sem öflugasta ríkis heims, til að skakka leikinn og halda Rússum á mottunni. Forsenda þess að Bandaríkin láti til sín taka er hins vegar að Evrópuríkin axli líka sína ábyrgð. Þau þurfa til dæmis sum hver að finna leiðir til að verða síður háð Rússum um orku. Evrópsk fyrirtæki geta þurft að taka á sig kostnað og óþægindi vegna viðskiptaþvingana gegn Rússlandi. Síðast en ekki sízt þarf NATO að efla varnarviðbúnað sinn og nú verða evrópsku aðildarríkin að gera svo vel að leggja hlutfallslega jafnmikið af mörkum til hinna sameiginlegu varna og Bandaríkin, jafnvel þótt varnarmálaútgjöld séu ekki vinsæl hjá kjósendum. Annars er ekki hægt að ætlast til að Atlantshafssamstarfið virki eins og það á að gera. Evrópuríkin hafa þó alveg skýran hvata til að standa sig í þessu verkefni. Ef þau gera það ekki, þýðir það afturhvarf til þess tíma þegar landamærum í álfunni var breytt með hervaldi og ofbeldi. Sagan ætti að kenna okkur að láta það aldrei gerast.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun