Fiðlan er sögumaður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2014 12:00 "Stundum fer ég út og spila fyrir fuglana og kanínurnar í kring,“ segir Alda Áslaug sem býr úti í skógi. Fréttablaðið/Daníel „Ég er að æfa á fiðlu og samdi lagið á hana. Fiðlan er líka aðalhljóðfærið í laginu mínu, hún er svona sögumaður. Lagið byrjar í vestrænum stíl, svo kemur bogastrokskafli, svoldið rokkaður, og þá er eins og maður sé að ferðast en seinni kaflinn er í austrinu. Þar er pentatónískur tónstigi, dálítið asískur. Lagið endar svo aftur í vestrinu.“ Þannig lýsir hin ellefu ára Alda Áslaug Unnardóttir laginu sínu Vestrið og austrið sem flutt verður í Hörpu í dag. Hún er einn þeirra krakka, á aldrinum tíu til fimmtán ára, sem taka þátt í Upptaktinum, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna í ár. Þeir fengu aðstoð tónskálda til að fullvinna hugmyndir sínar og á tónleikum í Hörpunni klukkan 17 í dag hljóma verk þeirra í flutningi atvinnutónlistarfólks. Hugmyndina að Upptaktinum á Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, sem þykir mikils virði að sinna barnamenningu á þennan hátt. Alda Áslaug er auðvitað spennt að heyra lagið sitt. „Greta Salóme er á fiðlunni og tónskáldið sem ég vann útsetninguna með og heitir Kristín Haraldsdóttir spilar á víólu. Svo er líka bassi, selló, klarínett og píanó. Ég er búin að hitta Kristínu nokkrum sinnum og það var rosalega gaman að vinna með henni,“ segir Alda Áslaug sem kveðst hafa samið seinni hluta lagsins þegar hún var að taka annars stigs próf í tónlistarskólanum. „Svo tók ég grunnpróf, þá samdi ég fyrri hlutann og setti svo kaflana saman. Síðan tók ég það upp og sendi í Upptaktinn.“ Alda Áslaug er í Tónskóla Sigursveins við Engjateig en byrjaði að læra á fiðluna þegar hún var fimm ára og þá í Suzuki-skólanum. „Ég hef líka æft á píanó og svo spila ég á gítar og er í hljómsveit,“ segir þessi ungi snillingur sem býr úti í skógi, rétt við Elliðavatn og finnst það ævintýralegt. „Stundum fer ég út og spila fyrir fuglana og kanínurnar í kring. Þau eru ánægð með það.“ En taka fuglarnir undir? „Nei, þeir hlusta bara og kanínurnar halla undir flatt!“ Býst hún ekki við að halda áfram að semja tónlist? „Jú, ég ætla að reyna það. Mig langar mjög mikið að semja Eurovisionlag.“ Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
„Ég er að æfa á fiðlu og samdi lagið á hana. Fiðlan er líka aðalhljóðfærið í laginu mínu, hún er svona sögumaður. Lagið byrjar í vestrænum stíl, svo kemur bogastrokskafli, svoldið rokkaður, og þá er eins og maður sé að ferðast en seinni kaflinn er í austrinu. Þar er pentatónískur tónstigi, dálítið asískur. Lagið endar svo aftur í vestrinu.“ Þannig lýsir hin ellefu ára Alda Áslaug Unnardóttir laginu sínu Vestrið og austrið sem flutt verður í Hörpu í dag. Hún er einn þeirra krakka, á aldrinum tíu til fimmtán ára, sem taka þátt í Upptaktinum, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna í ár. Þeir fengu aðstoð tónskálda til að fullvinna hugmyndir sínar og á tónleikum í Hörpunni klukkan 17 í dag hljóma verk þeirra í flutningi atvinnutónlistarfólks. Hugmyndina að Upptaktinum á Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, sem þykir mikils virði að sinna barnamenningu á þennan hátt. Alda Áslaug er auðvitað spennt að heyra lagið sitt. „Greta Salóme er á fiðlunni og tónskáldið sem ég vann útsetninguna með og heitir Kristín Haraldsdóttir spilar á víólu. Svo er líka bassi, selló, klarínett og píanó. Ég er búin að hitta Kristínu nokkrum sinnum og það var rosalega gaman að vinna með henni,“ segir Alda Áslaug sem kveðst hafa samið seinni hluta lagsins þegar hún var að taka annars stigs próf í tónlistarskólanum. „Svo tók ég grunnpróf, þá samdi ég fyrri hlutann og setti svo kaflana saman. Síðan tók ég það upp og sendi í Upptaktinn.“ Alda Áslaug er í Tónskóla Sigursveins við Engjateig en byrjaði að læra á fiðluna þegar hún var fimm ára og þá í Suzuki-skólanum. „Ég hef líka æft á píanó og svo spila ég á gítar og er í hljómsveit,“ segir þessi ungi snillingur sem býr úti í skógi, rétt við Elliðavatn og finnst það ævintýralegt. „Stundum fer ég út og spila fyrir fuglana og kanínurnar í kring. Þau eru ánægð með það.“ En taka fuglarnir undir? „Nei, þeir hlusta bara og kanínurnar halla undir flatt!“ Býst hún ekki við að halda áfram að semja tónlist? „Jú, ég ætla að reyna það. Mig langar mjög mikið að semja Eurovisionlag.“
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira