FÍ kaupir gamla DV-húsið í Þverholti Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. apríl 2014 07:00 Gamla DV húsið, sem einnig hefur á síðustu árum verið nefnt Hanza-húsið og hýsir nú Listaháskóla Íslands, er 4.127 fermetra stórt steinsteypuhús. Fréttablaðið/Valli Gengið hefur verið frá kaupum FÍ fasteignafélags slhf. á gamla DV húsinu í Þverholti 11 í Reykjavík, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Listaháskóli Íslands er með húsið á leigu og er þar með aðalskrifstofu og kennslu í hönnun og arkitektúr. Seljandi hússins er félagið Þ11 ehf. Kaupverð er ekki gefið upp, en samkvæmt heimildum blaðsins er líklega ekki fjarri brunabótamati hússins, sem hljóðar upp á rúmar 748 milljónir króna. Í tilkynningu FÍ fasteignafélags slhf., sem er að stærstum hluta í eigu MP banka, kemur fram að með kaupunum aukist leigutekjur og rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) hjá félagsinu yfir 40 prósent á ársgrundvelli.Örn V. KjartanssonÖrn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri FÍ, segir félagið líta á Listaháskólann sem leigutaka til næstu átta til tíu ára, en skólinn er með langtímasamning um leigu á húseigninni. „Við erum með fjárfestingarstefnu þar sem við leitum að vel staðsettu atvinnuhúsnæði á miðsvæði borgarinnar og það uppfyllir eignin vel. Þá er þessi fasteign á mjög vaxandi svæði nálægt miðsvæðinu,“ segir Örn. Mikil uppbygging eigi sér stað allt í kring og verið að byggja fjölda íbúða. „Þarna er verið að breyta því sem eftir er af þessu elsta íbúðarhúsnæði í kring í íbúðir og svona til framtíðar litið þá teljum við að þetta sé staðsetning sem muni bara batna.“ Húsið sjálft segir Örn líka bjóða upp á margvíslega möguleika. Þannig mætti síðar breyta því aftur til fyrri hugmynda um notkun. „Þessu var breytt 2006, 2007 í það að vera bæði skrifstofur og mögulega íbúðarhúsnæði á tveimur efstu hæðunum. Sá möguleiki er fyrir hendi ef svo bæri undir og gerir fjárfestinguna álitlega.“ Þ11 er samkvæmt gögnum lánstraust í jafnri eigu þriggja félaga. SV50 ehf, sem er í eigu Bjarka Brynjarssonar, 23 ára gamals fjárfestis; Glámu/Kíms ehf., sem er í eigu fimm eigenda Arkitekta Laugavegi 164 ehf; og ANS ehf. sem er eignarhaldsfélag Ívars Þórs Þórissonar og Ólafs Steinars Haukssonar.DV-húsið hefur breyst í gegn um tíðinaÞverholt 11 var byggt 1984 fyrir Frjálsa fjölmiðlun, sem þá var útgáfufyrirtæki DV, Vikunnar og Úrvals. Hér til hliðar getur að líta forsíðu DV í nóvemberbyrjun 1985 þegar rifið var gamla húsið sem hýsti afgreiðslu DV og smáauglýsingar og byggingin fékk þá ásýnd sem hún hefur haldið að mestu til dagsins í dag, utan að hvítur litur hefur verið látinn víkja fyrir gráum og hæðum hefur fjölgað. DV var til húsa í Þverholti allt til ársins 2002, en síðan hefur húsið gengið kaupum og sölum nokkrum sinnum. Hanza-Hópurinn réðist í breytingar á húsinu fyrir hrun og stofnaði félagið Þverholt 11 ehf. í kring um framkvæmdirnar. Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Gengið hefur verið frá kaupum FÍ fasteignafélags slhf. á gamla DV húsinu í Þverholti 11 í Reykjavík, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Listaháskóli Íslands er með húsið á leigu og er þar með aðalskrifstofu og kennslu í hönnun og arkitektúr. Seljandi hússins er félagið Þ11 ehf. Kaupverð er ekki gefið upp, en samkvæmt heimildum blaðsins er líklega ekki fjarri brunabótamati hússins, sem hljóðar upp á rúmar 748 milljónir króna. Í tilkynningu FÍ fasteignafélags slhf., sem er að stærstum hluta í eigu MP banka, kemur fram að með kaupunum aukist leigutekjur og rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) hjá félagsinu yfir 40 prósent á ársgrundvelli.Örn V. KjartanssonÖrn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri FÍ, segir félagið líta á Listaháskólann sem leigutaka til næstu átta til tíu ára, en skólinn er með langtímasamning um leigu á húseigninni. „Við erum með fjárfestingarstefnu þar sem við leitum að vel staðsettu atvinnuhúsnæði á miðsvæði borgarinnar og það uppfyllir eignin vel. Þá er þessi fasteign á mjög vaxandi svæði nálægt miðsvæðinu,“ segir Örn. Mikil uppbygging eigi sér stað allt í kring og verið að byggja fjölda íbúða. „Þarna er verið að breyta því sem eftir er af þessu elsta íbúðarhúsnæði í kring í íbúðir og svona til framtíðar litið þá teljum við að þetta sé staðsetning sem muni bara batna.“ Húsið sjálft segir Örn líka bjóða upp á margvíslega möguleika. Þannig mætti síðar breyta því aftur til fyrri hugmynda um notkun. „Þessu var breytt 2006, 2007 í það að vera bæði skrifstofur og mögulega íbúðarhúsnæði á tveimur efstu hæðunum. Sá möguleiki er fyrir hendi ef svo bæri undir og gerir fjárfestinguna álitlega.“ Þ11 er samkvæmt gögnum lánstraust í jafnri eigu þriggja félaga. SV50 ehf, sem er í eigu Bjarka Brynjarssonar, 23 ára gamals fjárfestis; Glámu/Kíms ehf., sem er í eigu fimm eigenda Arkitekta Laugavegi 164 ehf; og ANS ehf. sem er eignarhaldsfélag Ívars Þórs Þórissonar og Ólafs Steinars Haukssonar.DV-húsið hefur breyst í gegn um tíðinaÞverholt 11 var byggt 1984 fyrir Frjálsa fjölmiðlun, sem þá var útgáfufyrirtæki DV, Vikunnar og Úrvals. Hér til hliðar getur að líta forsíðu DV í nóvemberbyrjun 1985 þegar rifið var gamla húsið sem hýsti afgreiðslu DV og smáauglýsingar og byggingin fékk þá ásýnd sem hún hefur haldið að mestu til dagsins í dag, utan að hvítur litur hefur verið látinn víkja fyrir gráum og hæðum hefur fjölgað. DV var til húsa í Þverholti allt til ársins 2002, en síðan hefur húsið gengið kaupum og sölum nokkrum sinnum. Hanza-Hópurinn réðist í breytingar á húsinu fyrir hrun og stofnaði félagið Þverholt 11 ehf. í kring um framkvæmdirnar.
Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira