Menning

Vorið kemur með söng að sunnan

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Kórinn hefur átt árangursríkt samstarf við tónlistarmennina Högna Egilsson og Davíð Þór Jónsson og gestir fá að njóta þess á tónleikunum.
Kórinn hefur átt árangursríkt samstarf við tónlistarmennina Högna Egilsson og Davíð Þór Jónsson og gestir fá að njóta þess á tónleikunum.
Söngdagskrá Fóstbræðra er fjölbreytt blanda íslenskra og erlendra laga fyrir karlakór og einsöngvara.

Þar má nefna útsetningar meistarans Hugo Alfvén á sænskum þjóðlögum og svo óperukóra úr Carmen eftir George Bizet, annars vegar Habanera og hins vegar mars nautabananna.

Þar njóta karlarnir raddar og framkomu óperusöngkonunnar Hönnu Dóru Sturludóttur sem sló í gegn í Carmen síðastliðið haust í Íslensku óperunni.

Sunnanvindarnir blása því yfir norðrið á tónleikunum, eins og svo skáldlega er komist að orði í fréttatilkynningu kórsins.

Steinunn Birna Ragnarsdóttir sér um píanóleik á tónleikunum og stjórnandi er Árni Harðarson.

Tónleikarnir eru í Langholtskirkju. Þeir fyrstu voru í gær, næstu tvennu verða klukkan 20 í kvöld og annað kvöld og þeir síðustu á laugardaginn 3. maí klukkan 15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.