„Miðaldra menn og verðum latari með árunum“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. maí 2014 12:30 „Við spilum bara lög sem aðrir eru hættir að nota og spilum á hljóðfæri sem aðrir eru hættir að nota.“ „Við uppgötvuðum það einhvern daginn að við værum tvítugir í ár. Það eru tímamót í sjálfu sér. Við bendum gjarnan á það að við höfum verið að næstum því helmingi lengur en Bítlarnir,“ segir Hjörleifur Hjartarson. Hann skipar dúettinn Hundur í óskilum ásamt Eiríki G. Stephensen. Sveitin, sem þekkt er fyrir gamansemi og glaum, fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár. „Við byrjuðum í einhverju partíi eins og hljómsveitir byrja gjarnan. Síðan er partíið búið að standa í tuttugu ár. Eiríkur félagi minn flutti norður til Dalvíkur þar sem ég bjó í Svarfaðardal og fundum okkar bar saman í Leikfélagi Dalvíkur. Þar spiluðum við eitthvað í partíum og það samstarf stendur enn,“ segir Hjörleifur. Það var þó aldrei meiningin að stofna hljómsveit. „Það var ekkert planað að vera svona lengi í hljómsveit. En samstarfið blómstrar sem aldrei fyrr. Þetta er búið að vera alveg ótrúlega farsælt hjónaband. Við erum löngu komnir yfir öll leiðindi. Við sitjum bara þegjandi í bílnum þegar við keyrum á tónleika. Í mesta lagi les ég Séð og Heyrt upphátt á meðan Eiríkur keyrir. Við erum löngu orðnir svo leiðir hvor á öðrum að við erum hættir að taka eftir því.“ Hljómsveitin fagnar afmælinu með nokkrum tónleikum á Café Rósenberg, þar á meðal næstkomandi föstudagskvöld klukkan 22.00. Þótt líftími sveitarinnar sé langur hefur Hundur í óskilum ekki gefið út mikið efni. „Við erum ekkert ofsalega duglegir við að halda tónleika, enda miðaldra menn og verðum latari með árunum. Við höfum gefið út tvær plötur sem báðar innihéldu tónleika sem voru teknir upp því við nenntum ekki í stúdíó. Við erum ekki einu sinni með heimasíðu. En meðan er eftirspurn eftir okkur erum við til. Við bókuðum nokkra tónleika á Rósenberg því þá neyðumst við til að mæta þegar tónleikarnir eru auglýstir. Það heldur okkur við efnið,“ segir Hjörleifur á léttum nótum en sveitin hefur þó nóg fyrir stafni. „Við höfum verið uppteknir í leikhúsinu undanfarin ár. Við vorum meðal annars með leiksýningu sem hét Saga þjóðar. Hún gekk og gekk og við höfðum ekki tíma í tónleikahald á meðan. Við spilum líka talsvert á árshátíðum og eigum tvær Grímur fyrir leikhústónlist. Þótt við séum ekki duglegir að gefa út höfum við ekki setið aðgerðalausir.“ Hjörleifur segir þá félaga aldrei verða uppiskroppa með efni. „Við spilum bara lög sem aðrir eru hættir að nota og spilum á hljóðfæri sem aðrir eru hættir að nota. Það er alltaf nóg af slíku efni. Það má segja að við séum í endurvinnslu og höfum gefið okkur út fyrir að vera hljómsveit hins nýja tíma á Íslandi þar sem hlutirnir eru nýttir í botn. Við spilum til dæmis jólalög allt árið um kring. Við spilum á eldhúsáhöld sem enginn vill spila á – hárþurrkur og hækjur til dæmis,“ segir Hjörleifur. Hann segir afmælisárið lofa góðu. „Við erum að leggja drög að nýrri sýningu. Saga þjóðar heldur alltaf áfram að lengjast í annan endann þannig að það er kominn efniviður í nýja sýningu. Síðan vorum við með sýninguna Hestaat í samstarfi við Hilmi Snæ í Hörpu fyrir stuttu og það verða einhverjar sýningar á því í lok maí í Þjóðleikhúskjallaranum,“ segir Hjörleifur sem nýtur þess að vera tvítugur á ný. „Við erum barnungir. Við eigum fjörutíu ár eftir af ferlinum.“ Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við uppgötvuðum það einhvern daginn að við værum tvítugir í ár. Það eru tímamót í sjálfu sér. Við bendum gjarnan á það að við höfum verið að næstum því helmingi lengur en Bítlarnir,“ segir Hjörleifur Hjartarson. Hann skipar dúettinn Hundur í óskilum ásamt Eiríki G. Stephensen. Sveitin, sem þekkt er fyrir gamansemi og glaum, fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár. „Við byrjuðum í einhverju partíi eins og hljómsveitir byrja gjarnan. Síðan er partíið búið að standa í tuttugu ár. Eiríkur félagi minn flutti norður til Dalvíkur þar sem ég bjó í Svarfaðardal og fundum okkar bar saman í Leikfélagi Dalvíkur. Þar spiluðum við eitthvað í partíum og það samstarf stendur enn,“ segir Hjörleifur. Það var þó aldrei meiningin að stofna hljómsveit. „Það var ekkert planað að vera svona lengi í hljómsveit. En samstarfið blómstrar sem aldrei fyrr. Þetta er búið að vera alveg ótrúlega farsælt hjónaband. Við erum löngu komnir yfir öll leiðindi. Við sitjum bara þegjandi í bílnum þegar við keyrum á tónleika. Í mesta lagi les ég Séð og Heyrt upphátt á meðan Eiríkur keyrir. Við erum löngu orðnir svo leiðir hvor á öðrum að við erum hættir að taka eftir því.“ Hljómsveitin fagnar afmælinu með nokkrum tónleikum á Café Rósenberg, þar á meðal næstkomandi föstudagskvöld klukkan 22.00. Þótt líftími sveitarinnar sé langur hefur Hundur í óskilum ekki gefið út mikið efni. „Við erum ekkert ofsalega duglegir við að halda tónleika, enda miðaldra menn og verðum latari með árunum. Við höfum gefið út tvær plötur sem báðar innihéldu tónleika sem voru teknir upp því við nenntum ekki í stúdíó. Við erum ekki einu sinni með heimasíðu. En meðan er eftirspurn eftir okkur erum við til. Við bókuðum nokkra tónleika á Rósenberg því þá neyðumst við til að mæta þegar tónleikarnir eru auglýstir. Það heldur okkur við efnið,“ segir Hjörleifur á léttum nótum en sveitin hefur þó nóg fyrir stafni. „Við höfum verið uppteknir í leikhúsinu undanfarin ár. Við vorum meðal annars með leiksýningu sem hét Saga þjóðar. Hún gekk og gekk og við höfðum ekki tíma í tónleikahald á meðan. Við spilum líka talsvert á árshátíðum og eigum tvær Grímur fyrir leikhústónlist. Þótt við séum ekki duglegir að gefa út höfum við ekki setið aðgerðalausir.“ Hjörleifur segir þá félaga aldrei verða uppiskroppa með efni. „Við spilum bara lög sem aðrir eru hættir að nota og spilum á hljóðfæri sem aðrir eru hættir að nota. Það er alltaf nóg af slíku efni. Það má segja að við séum í endurvinnslu og höfum gefið okkur út fyrir að vera hljómsveit hins nýja tíma á Íslandi þar sem hlutirnir eru nýttir í botn. Við spilum til dæmis jólalög allt árið um kring. Við spilum á eldhúsáhöld sem enginn vill spila á – hárþurrkur og hækjur til dæmis,“ segir Hjörleifur. Hann segir afmælisárið lofa góðu. „Við erum að leggja drög að nýrri sýningu. Saga þjóðar heldur alltaf áfram að lengjast í annan endann þannig að það er kominn efniviður í nýja sýningu. Síðan vorum við með sýninguna Hestaat í samstarfi við Hilmi Snæ í Hörpu fyrir stuttu og það verða einhverjar sýningar á því í lok maí í Þjóðleikhúskjallaranum,“ segir Hjörleifur sem nýtur þess að vera tvítugur á ný. „Við erum barnungir. Við eigum fjörutíu ár eftir af ferlinum.“
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira