Ætla að lemja Gunnar Nelson Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. maí 2014 10:30 Vígalegur Það eru ekki allir sem myndu þora að mæta Gunnari í hringnum. Visir/Getty „Við ætlum okkur að sigra Gunnar Nelson og við værum ekki að þessu nema við hefðum trú á því að við getum sigrað hann,“ segir Ragnar Ágúst Eðvaldsson, framleiðandi hjá CCP og skipuleggjandi liðs tæknimanna sem ætlar að glíma við Gunnar Nelson í kvöld. Um er að ræða tíu manna bardagalið úr tæknigeiranum, sjö frá CCP, einn frá Nýherja, einn frá Advania og einn frá Twitch TV.Bardaginn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint hér á Vísi. „Við höfum æft af miklu kappi og allir liðsmennirnir hafa mikla reynslu úr bardagaíþróttum,“ segir Sveinn Jóhannesson Kjarval, þjálfari tæknimannaliðsins. Um er að ræða EVE fanfest eða árshátíð þeirra sem spila tölvuleikinn EVE og fer hátíðin fram í Eldborgarsalnum í Hörpu. „Það verður alvöru búr á sviðinu í Eldborg og það verða engin vettlingatök tekin í búrinu,“ segir Ragnar spurður út í aðstæðurnar. Keppnin virkar þannig að þessir tíu menn fara einn í einu í búrið og mæta þar Gunnari Nelson og allir með það að markmiði að leggja okkar besta bardagamann. „Gunnar Nelson getur unnið alla í slagsmálum en þegar svona fjöldi manna, með alla þessa reynslu, sækir að honum ætti það að hafa mikil áhrif, hann á eftir að þreytast,“ segir Sveinn og bætir við: „Einn liðsmaðurinn okkar, Jón Ingi Þorvaldsson, hefur einu sinni sigrað Gunnar Nelson í karate.“Tæknimannaliðið hefur æft af miklu kappi undanfarið.Allir í tæknimannabardagaliðinu eru vel reyndir í bardagaíþróttum og eru eða hafa verið að æfa ýmsar bardagaíþróttir. „Liðið er mjög sterkt, okkar bestu menn eru þó Pétur Jóhannes Óskarsson sem er 120 kíló að þyngd og æfir jújítsú, Pétur Eyþórsson, nífaldur glímukóngur í íslenskri glímu, og Vignir Grétar Stefánsson, sem er margfaldur Íslandsmeistari í júdó. Ég er mjög bjartsýnn,“ útskýrir Sveinn. Eins og flestir vita er Gunnar Nelson einn fremsti bardagamaður þjóðarinnar og var að tilkynna næsta bardaga innan UFC sem fram fer í Dublin í sumar. Eru þið ekkert hræddir við Gunnar? „Við værum ekkert að þessu ef þetta væri ekki alvöru bardagi, við ætlum að sigra Gunnar. Það er kominn tími á að sýna að hann er bara mannlegur,“ segir Ragnar. Bardaginn og hátíðahöldin fara fram í Eldborg í kvöld en búist er við allt að eitt þúsund erlendum gestum og einnig talsverðum fjölda Íslendinga. „Við erum að fara að smekkfylla Eldborgina,“ bætir Ragnar við. Hægt er að horfa á bardagann í beinni útsendingu á Twitch.tv/ccp. Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira
„Við ætlum okkur að sigra Gunnar Nelson og við værum ekki að þessu nema við hefðum trú á því að við getum sigrað hann,“ segir Ragnar Ágúst Eðvaldsson, framleiðandi hjá CCP og skipuleggjandi liðs tæknimanna sem ætlar að glíma við Gunnar Nelson í kvöld. Um er að ræða tíu manna bardagalið úr tæknigeiranum, sjö frá CCP, einn frá Nýherja, einn frá Advania og einn frá Twitch TV.Bardaginn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint hér á Vísi. „Við höfum æft af miklu kappi og allir liðsmennirnir hafa mikla reynslu úr bardagaíþróttum,“ segir Sveinn Jóhannesson Kjarval, þjálfari tæknimannaliðsins. Um er að ræða EVE fanfest eða árshátíð þeirra sem spila tölvuleikinn EVE og fer hátíðin fram í Eldborgarsalnum í Hörpu. „Það verður alvöru búr á sviðinu í Eldborg og það verða engin vettlingatök tekin í búrinu,“ segir Ragnar spurður út í aðstæðurnar. Keppnin virkar þannig að þessir tíu menn fara einn í einu í búrið og mæta þar Gunnari Nelson og allir með það að markmiði að leggja okkar besta bardagamann. „Gunnar Nelson getur unnið alla í slagsmálum en þegar svona fjöldi manna, með alla þessa reynslu, sækir að honum ætti það að hafa mikil áhrif, hann á eftir að þreytast,“ segir Sveinn og bætir við: „Einn liðsmaðurinn okkar, Jón Ingi Þorvaldsson, hefur einu sinni sigrað Gunnar Nelson í karate.“Tæknimannaliðið hefur æft af miklu kappi undanfarið.Allir í tæknimannabardagaliðinu eru vel reyndir í bardagaíþróttum og eru eða hafa verið að æfa ýmsar bardagaíþróttir. „Liðið er mjög sterkt, okkar bestu menn eru þó Pétur Jóhannes Óskarsson sem er 120 kíló að þyngd og æfir jújítsú, Pétur Eyþórsson, nífaldur glímukóngur í íslenskri glímu, og Vignir Grétar Stefánsson, sem er margfaldur Íslandsmeistari í júdó. Ég er mjög bjartsýnn,“ útskýrir Sveinn. Eins og flestir vita er Gunnar Nelson einn fremsti bardagamaður þjóðarinnar og var að tilkynna næsta bardaga innan UFC sem fram fer í Dublin í sumar. Eru þið ekkert hræddir við Gunnar? „Við værum ekkert að þessu ef þetta væri ekki alvöru bardagi, við ætlum að sigra Gunnar. Það er kominn tími á að sýna að hann er bara mannlegur,“ segir Ragnar. Bardaginn og hátíðahöldin fara fram í Eldborg í kvöld en búist er við allt að eitt þúsund erlendum gestum og einnig talsverðum fjölda Íslendinga. „Við erum að fara að smekkfylla Eldborgina,“ bætir Ragnar við. Hægt er að horfa á bardagann í beinni útsendingu á Twitch.tv/ccp.
Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira