Ef væri ég söngvari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2014 08:53 Mér finnst gaman að syngja. Fáránlega gaman reyndar. Ég geri það hins vegar sjaldan. Reyndar geri ég það nánast eingöngu þegar ég fæ mér í glas. En þá er sko sungið. Minn styrkleiki liggur hins vegar ekki í fallegum söng heldur bý ég svo vel að kunna lagatexta. „The human karaoke machine“ eins og félagi minn komst einu sinni að orði. Þannig er ég besti vinur gítarleikarans í partíum þótt einhverjir haldi fyrir eyrun. Fyrir ekki svo löngu, þótt mér finnist stundum árafjöldinn segja annað, bjó ég í Bandaríkjunum. Þar kynntist ég, í fyrsta skipti fyrir alvöru, hinu stórkostlega fyrirbæri karókí. Það var eiginlega eðlilegt skref eftir öll kvöldin á Ara í Ögri árin á undan þar sem sungið var af innlifun með trúbadorum inn í nóttina. Nú þurfti ekki lengur að krossleggja fingur og vona að „Wish you were here“ væri spilað. Maður einfaldlega söng lagið sjálfur. Fólk tekur karókí misalvarlega. Á Ozzies, mínum uppáhaldsstað í Seattle, voru flestir í svipuðum pælingum og ég. En svo voru meiri spámenn líka sem mættu með lögin sín á geisladiskum, þar sem þeir vissu mætavel að þau væri ekki að finna í lagamöppunni, sem þó var á við biblíu að þykkt. Einn eldri maður var fastagestur. Mætti prúðbúinn og söng lög Frank Sinatra á meðan fagrar meyjar sveifluðu sér í kringum hann. Annar kom reglulega og rappaði með frumsamdar rímur að vopni, reyndar alltaf sama lagið, og bauð svo diska til sölu. Ég hefði átt að kaupa einn. Það er fátt betra en góður karókíbar. Reyndar er góður píanóbar betri en það er efni í annan pistil. Sem betur fer er hægt að leita á náðir Live Pub á Frakkastíg. Sjarmalaus staður en uppskriftin einföld. Míkrafónn, doðrantur með lögum og bjór. Á meðan fólk vill syngja þá þarf ekkert meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Mér finnst gaman að syngja. Fáránlega gaman reyndar. Ég geri það hins vegar sjaldan. Reyndar geri ég það nánast eingöngu þegar ég fæ mér í glas. En þá er sko sungið. Minn styrkleiki liggur hins vegar ekki í fallegum söng heldur bý ég svo vel að kunna lagatexta. „The human karaoke machine“ eins og félagi minn komst einu sinni að orði. Þannig er ég besti vinur gítarleikarans í partíum þótt einhverjir haldi fyrir eyrun. Fyrir ekki svo löngu, þótt mér finnist stundum árafjöldinn segja annað, bjó ég í Bandaríkjunum. Þar kynntist ég, í fyrsta skipti fyrir alvöru, hinu stórkostlega fyrirbæri karókí. Það var eiginlega eðlilegt skref eftir öll kvöldin á Ara í Ögri árin á undan þar sem sungið var af innlifun með trúbadorum inn í nóttina. Nú þurfti ekki lengur að krossleggja fingur og vona að „Wish you were here“ væri spilað. Maður einfaldlega söng lagið sjálfur. Fólk tekur karókí misalvarlega. Á Ozzies, mínum uppáhaldsstað í Seattle, voru flestir í svipuðum pælingum og ég. En svo voru meiri spámenn líka sem mættu með lögin sín á geisladiskum, þar sem þeir vissu mætavel að þau væri ekki að finna í lagamöppunni, sem þó var á við biblíu að þykkt. Einn eldri maður var fastagestur. Mætti prúðbúinn og söng lög Frank Sinatra á meðan fagrar meyjar sveifluðu sér í kringum hann. Annar kom reglulega og rappaði með frumsamdar rímur að vopni, reyndar alltaf sama lagið, og bauð svo diska til sölu. Ég hefði átt að kaupa einn. Það er fátt betra en góður karókíbar. Reyndar er góður píanóbar betri en það er efni í annan pistil. Sem betur fer er hægt að leita á náðir Live Pub á Frakkastíg. Sjarmalaus staður en uppskriftin einföld. Míkrafónn, doðrantur með lögum og bjór. Á meðan fólk vill syngja þá þarf ekkert meira.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun