Vondu bílaleigurnar Pawel Bartoszek skrifar 2. maí 2014 08:52 Skattalögum er breytt svo hagstæðara verður að stofna bílaleigur. Bílaleigum fjölgar. „Hvur þremillinn! Af hverju eru svona margar bílaleigur?“ spyrja stjórnmálamenn. „Það verður að gera eitthvað í þessu!“ Já ,eflaust verður eitthvað gert. Hugsanlega munu menn á vegum skattsins og verkalýðsfélaga skipuleggja rúnt um bílaleigur landsins í því skyni að uppræta „sýndarbílaleigur“. Reykjavíkurborg mun setja starfsmann í fullt starf við að hanga á netinu, hringja í grunsamlegar bílaleigur, tala ensku með uppgerðarhreim og reyna að leigja bíl. Stóru, alþjóðlegu bílaleigurnar munu hugsanlega sýna þessu átaki skilning og jafnvel fagna því. „Við hræðumst ekki samkeppni en við viljum að allir sitji við sama borð“ verður sagt. Í lok sumars verður svo upplýst að svona og svona margar bílaleigur hafi verið heimsóttar, svona og svona mörg bréf hafi verið send, að einhver óstaðfestur fjöldi fólks sem hafi fengist við þessa iðju hafi blessunarlega gefist upp. Þetta mun þykja til marks um mikinn árangur.Hvatar hvetja Í dag fá bílaleigur afslátt af vörugjöldum vegna kaupa á nýjum bílum. Í nýlegum fréttum var því haldið fram að eitthvað væri um að fyrirtæki stofnuðu bílaleigur og leigðu starfsmönnum sínum bíla. Þeir stjórnmálamenn sem samþykktu þennan afslátt voru auðvitað ekki að hugsa hann sem styrk við hefðbundna íslenska ökumenn heldur sem styrk við hefðbundnar íslenskar bílaleigur. Þeir hrista því nú hausinn yfir því hvernig markaðurinn bregst við þeirra hvötum. Það liggur raunar ekkert fyrir um umfang þess að menn stofni bílaleigur einungis til að kaupa nýja bíla með afslætti. En sé mönnum illa við að menn geri það þá er auðvitað borðliggjandi að afnema þessa sérstöku afslætti. Þá kemur líka á daginn hvort einhver raunverulegur markaðsgrundvöllur sé fyrir þessari fjölgun bílaleiga. Margt bendir raunar til að svo sé.Umhverfisvænar markaðslausnir Bíll er ekkert sérlega góð fjárfesting. Að kaupa nýjan bíl er dýrt. Að kaupa gamlan bíl er áhættusamt. Gamall bíll getur bilað þannig að ekki borgar sig að gera við hann. Bílaleiga sem á hundrað gamla bíla getur dreift þessari áhættu. Hún rekið eigið verkstæði og náð þannig fram ákveðinni hagkvæmni. Það er engin ástæða til að amast við þessu. Verkaskipting er góð. Kannski fjölgar bílaleigum einfaldlega vegna þess að aukinn markaður er fyrir þjónustuna sem þær bjóða upp á. Ferðamönnum fjölgar. Ferðamenn þurfa bíla á sumrin. Fólk eins og ég, sem hjólar mikið á sumrin en finnst ekki gaman að hjóla í snjó og myrkri, þarf bíl á veturna. Enda er hægt að fá ágætisdíl á bílaleigubílum utan sumarsins. Svona tekst hinum frjálsa markaði að hámarka nýtingu á bílaflotanum.Bíllaus hluta ársins Mér finnst ekki lífsnauðsynlegt að eiga bíl. En mér finnst gott að hafa aðgengi að bíl. Svipað gildir um nokkra aðra í mínum kreðsum. Og þótt þær kreðsur séu ekki enn ýkja stórar munu þær fara stækkandi miðað við reynslu nágrannaþjóða. Bílaleigur, þar sem fólk getur leigt bíl í lengri tíma eru hagkvæmasta leiðin til að mæta þörfum þessa hóps. Þegar menn ræða um lausnir fyrir fólk sem telur sig þurfa bíl endrum og eins detta margir inn á hugmyndir um einhver bíldeilingarfélög sem rekin eru með félagslegu og hugsjónalegu ívafi. Ég er efins um slíkar lausnir. Ég hef lítinn áhuga á að reka bílaflota með öðru fólki sem hefur lítinn áhuga á bílum. Mér finnst fínt að þeir sem reki bílaflota hafi áhuga á bílum. Og að þeir fái að græða á þeim áhuga sínum.Leyfum markaðnum að ráða Sérdíla bílaleiga má afnema. Bílaleigur eiga ekki að greiða önnur gjöld af bílum en venjulegt fólk. En þegar maður les fréttum um mikla fjölgun þessara fyrirtækja, og tortryggni manna vegna þeirrar fjölgunar, óttast maður óneitanlega að farin verði önnur leið: Sú leið að drekkja þessum fyrirtækjum í eftirlits- og umsóknaflóði. Til að uppræta hitt og þetta. Til að tryggja það að hinn frjálsi markaður geri nú ekki eitthvað annað en akkúrat það sem hinir vitru stjórnmálamenn hafi ætlað honum að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun
Skattalögum er breytt svo hagstæðara verður að stofna bílaleigur. Bílaleigum fjölgar. „Hvur þremillinn! Af hverju eru svona margar bílaleigur?“ spyrja stjórnmálamenn. „Það verður að gera eitthvað í þessu!“ Já ,eflaust verður eitthvað gert. Hugsanlega munu menn á vegum skattsins og verkalýðsfélaga skipuleggja rúnt um bílaleigur landsins í því skyni að uppræta „sýndarbílaleigur“. Reykjavíkurborg mun setja starfsmann í fullt starf við að hanga á netinu, hringja í grunsamlegar bílaleigur, tala ensku með uppgerðarhreim og reyna að leigja bíl. Stóru, alþjóðlegu bílaleigurnar munu hugsanlega sýna þessu átaki skilning og jafnvel fagna því. „Við hræðumst ekki samkeppni en við viljum að allir sitji við sama borð“ verður sagt. Í lok sumars verður svo upplýst að svona og svona margar bílaleigur hafi verið heimsóttar, svona og svona mörg bréf hafi verið send, að einhver óstaðfestur fjöldi fólks sem hafi fengist við þessa iðju hafi blessunarlega gefist upp. Þetta mun þykja til marks um mikinn árangur.Hvatar hvetja Í dag fá bílaleigur afslátt af vörugjöldum vegna kaupa á nýjum bílum. Í nýlegum fréttum var því haldið fram að eitthvað væri um að fyrirtæki stofnuðu bílaleigur og leigðu starfsmönnum sínum bíla. Þeir stjórnmálamenn sem samþykktu þennan afslátt voru auðvitað ekki að hugsa hann sem styrk við hefðbundna íslenska ökumenn heldur sem styrk við hefðbundnar íslenskar bílaleigur. Þeir hrista því nú hausinn yfir því hvernig markaðurinn bregst við þeirra hvötum. Það liggur raunar ekkert fyrir um umfang þess að menn stofni bílaleigur einungis til að kaupa nýja bíla með afslætti. En sé mönnum illa við að menn geri það þá er auðvitað borðliggjandi að afnema þessa sérstöku afslætti. Þá kemur líka á daginn hvort einhver raunverulegur markaðsgrundvöllur sé fyrir þessari fjölgun bílaleiga. Margt bendir raunar til að svo sé.Umhverfisvænar markaðslausnir Bíll er ekkert sérlega góð fjárfesting. Að kaupa nýjan bíl er dýrt. Að kaupa gamlan bíl er áhættusamt. Gamall bíll getur bilað þannig að ekki borgar sig að gera við hann. Bílaleiga sem á hundrað gamla bíla getur dreift þessari áhættu. Hún rekið eigið verkstæði og náð þannig fram ákveðinni hagkvæmni. Það er engin ástæða til að amast við þessu. Verkaskipting er góð. Kannski fjölgar bílaleigum einfaldlega vegna þess að aukinn markaður er fyrir þjónustuna sem þær bjóða upp á. Ferðamönnum fjölgar. Ferðamenn þurfa bíla á sumrin. Fólk eins og ég, sem hjólar mikið á sumrin en finnst ekki gaman að hjóla í snjó og myrkri, þarf bíl á veturna. Enda er hægt að fá ágætisdíl á bílaleigubílum utan sumarsins. Svona tekst hinum frjálsa markaði að hámarka nýtingu á bílaflotanum.Bíllaus hluta ársins Mér finnst ekki lífsnauðsynlegt að eiga bíl. En mér finnst gott að hafa aðgengi að bíl. Svipað gildir um nokkra aðra í mínum kreðsum. Og þótt þær kreðsur séu ekki enn ýkja stórar munu þær fara stækkandi miðað við reynslu nágrannaþjóða. Bílaleigur, þar sem fólk getur leigt bíl í lengri tíma eru hagkvæmasta leiðin til að mæta þörfum þessa hóps. Þegar menn ræða um lausnir fyrir fólk sem telur sig þurfa bíl endrum og eins detta margir inn á hugmyndir um einhver bíldeilingarfélög sem rekin eru með félagslegu og hugsjónalegu ívafi. Ég er efins um slíkar lausnir. Ég hef lítinn áhuga á að reka bílaflota með öðru fólki sem hefur lítinn áhuga á bílum. Mér finnst fínt að þeir sem reki bílaflota hafi áhuga á bílum. Og að þeir fái að græða á þeim áhuga sínum.Leyfum markaðnum að ráða Sérdíla bílaleiga má afnema. Bílaleigur eiga ekki að greiða önnur gjöld af bílum en venjulegt fólk. En þegar maður les fréttum um mikla fjölgun þessara fyrirtækja, og tortryggni manna vegna þeirrar fjölgunar, óttast maður óneitanlega að farin verði önnur leið: Sú leið að drekkja þessum fyrirtækjum í eftirlits- og umsóknaflóði. Til að uppræta hitt og þetta. Til að tryggja það að hinn frjálsi markaður geri nú ekki eitthvað annað en akkúrat það sem hinir vitru stjórnmálamenn hafi ætlað honum að gera.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun