Gleði, gaman, matur og vísindi í Vatnsmýrinni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. maí 2014 11:00 Vatnsmýrin er ævintýraland fyrir unga sem aldna. Mynd/Magnús Helgason/Norræna húsið Þetta er í þriðja sinn sem við höldum Vatnsmýrarhátíð,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningar- og verkefnastjóri hjá Norræna húsinu. „Hátíðin var fyrst haldin 2011 og aftur 2012 en í fyrra datt hún út því þá vorum við að undirbúa sirkushátíðina.“ Vatnsmýrarhátíðin er haldin að frumkvæði Norræna hússins í samstarfi við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið og þetta er í fyrsta sinn sem viðburðir fara einnig fram í Háskólabíói og í Þjóðminjasafninu. „Markmiðið með hátíðinni er að vekja athygli á svæðinu í kringum Norræna húsið, þannig að mjög margir viðburðir fara fram utan dyra, en það eru einnig atriði í nánast öllum rýmum hússins, auk Háskólabíós og Þjóðminjasafnsins. Það verður opnuð hér stór sýning á vegum Listar án landamæra klukkan 15, ungskáld lesa upp við píanóleik inni í salnum þannig að það má segja að við séum með opið hús.“ Flest atriði hátíðarinnar fara þó fram utandyra við Norræna húsið. Gestir eru hvattir til að koma á hjólum og verður Dr. Bæk á staðnum til að yfirfara hjólin og athuga hvort þau séu nú ekki tilbúin í sumarið. Skottmarkaður er á bílaplani Norræna hússins og hefst hann klukkan 12.00. Nýr veitingastaður opnar á næstu vikum í Norræna húsinu og gestir munu geta fengið nasaþefinn af staðnum sem verður opinn í fyrsta sinn á morgun og verða kaffiveitingar til sölu. Einnig verður hinn nýi rekstraraðili veitingarstaðarins, Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og sjónvarpskokkur, með „Fisk í dag“-þema úti við gróðurhús Norræna hússins frá klukkan 12.30 til 13.30 og verða ungir hjálparkokkar úr samnefndum þáttum honum til halds og trausts. Á Vatnsmýrarhátíðinni býðst gestum einnig að taka þátt í einu útbreiddasta vísindaverkefni heims sem felst í því að undir leiðsögn verða tepokar grafnir í jörð víðs vegar í kringum Norræna húsið til að kanna hve hratt þeir brotna niður. „Eftir þrjá mánuði munum við grafa þá aftur upp, vega og mæla og senda niðurstöðurnar til háskólans í Utrecht í Hollandi þar sem þær verða nýttar við rannsóknir á loftslagsbreytingum,“ útskýrir Ilmur. Allar upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu Norræna hússins norraenahusid.is. Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn sem við höldum Vatnsmýrarhátíð,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningar- og verkefnastjóri hjá Norræna húsinu. „Hátíðin var fyrst haldin 2011 og aftur 2012 en í fyrra datt hún út því þá vorum við að undirbúa sirkushátíðina.“ Vatnsmýrarhátíðin er haldin að frumkvæði Norræna hússins í samstarfi við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið og þetta er í fyrsta sinn sem viðburðir fara einnig fram í Háskólabíói og í Þjóðminjasafninu. „Markmiðið með hátíðinni er að vekja athygli á svæðinu í kringum Norræna húsið, þannig að mjög margir viðburðir fara fram utan dyra, en það eru einnig atriði í nánast öllum rýmum hússins, auk Háskólabíós og Þjóðminjasafnsins. Það verður opnuð hér stór sýning á vegum Listar án landamæra klukkan 15, ungskáld lesa upp við píanóleik inni í salnum þannig að það má segja að við séum með opið hús.“ Flest atriði hátíðarinnar fara þó fram utandyra við Norræna húsið. Gestir eru hvattir til að koma á hjólum og verður Dr. Bæk á staðnum til að yfirfara hjólin og athuga hvort þau séu nú ekki tilbúin í sumarið. Skottmarkaður er á bílaplani Norræna hússins og hefst hann klukkan 12.00. Nýr veitingastaður opnar á næstu vikum í Norræna húsinu og gestir munu geta fengið nasaþefinn af staðnum sem verður opinn í fyrsta sinn á morgun og verða kaffiveitingar til sölu. Einnig verður hinn nýi rekstraraðili veitingarstaðarins, Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og sjónvarpskokkur, með „Fisk í dag“-þema úti við gróðurhús Norræna hússins frá klukkan 12.30 til 13.30 og verða ungir hjálparkokkar úr samnefndum þáttum honum til halds og trausts. Á Vatnsmýrarhátíðinni býðst gestum einnig að taka þátt í einu útbreiddasta vísindaverkefni heims sem felst í því að undir leiðsögn verða tepokar grafnir í jörð víðs vegar í kringum Norræna húsið til að kanna hve hratt þeir brotna niður. „Eftir þrjá mánuði munum við grafa þá aftur upp, vega og mæla og senda niðurstöðurnar til háskólans í Utrecht í Hollandi þar sem þær verða nýttar við rannsóknir á loftslagsbreytingum,“ útskýrir Ilmur. Allar upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu Norræna hússins norraenahusid.is.
Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“