Ræða tengsl sagnfræði og skáldskapar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. maí 2014 11:00 Hvar liggja mörkin milli skáldskapar og sagnfræði og hvað geta rithöfundar og sagnfræðingar lært hverjir af öðrum? Um það ætla spekingar að spjalla á Lofti Hosteli. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Útgáfufélagið Meðgönguljóð og sögubloggið Smjörfjall sögunnar standa fyrir pallborðsumræðum um sagnfræði og skáldskap á Lofti Hosteli við Austurstræti á miðvikudagskvöldið klukkan 20. Þátttakendur eru rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, Sigrún Pálsdóttir og Sjón en auk þeirra tekur Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og lektor við Listaháskóla Íslands, þátt í umræðunum. Kári Tulinius rithöfundur og Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og ljóðskáld, áttu frumkvæðið að viðburðinum og stýra umræðum, hvaðan kom þeim þessi hugmynd? „Baksagan er einfaldlega sú að við Kristín Svava fórum á pallborðsumræður um heimspeki og bókmenntir í fyrra og datt þá í hug að gaman væri að efna til svipaðrar umræðu um skáldskap og sagnfræði,“ segir Kári. „Við höfðum þetta bak við eyrað og byrjuðum svo að vinna í því að gera þetta að veruleika núna í mars.“Kári TuliniusRithöfundarnir þrír, Hallgrímur, Sigrún og Sjón, hafa öll leitað fanga í sagnfræðinni í verkum sínum en hvert er hlutverk Sigrúnar Ölbu í umræðunum? „Hún var bæði í sagnfræði og bókmenntafræði áður en hún fór í menningarfræðina og hefur skrifað nokkrar bækur um sagnfræðileg efni, þannig að hún er þarna sem fulltrúi sagnfræðinnar. Sömuleiðis eru bækur Sigrúnar Pálsdóttur sagnfræði en ekki skáldskapur, svo allt þetta fólk er á rófinu frá því að vera hreinræktaðir rithöfundar yfir í það að vera hreinræktaðir sagnfræðingar, ef hægt er að vera það. Þetta blandast nefnilega töluvert saman hjá þeim öllum,“ segir Kári. „Það eru þau mörk, hvar á að draga þau og hvað rithöfundar og sagnfræðingar geta lært hverjir af öðrum sem verður útgangspunktur umræðnanna.“ Dagskráin skiptist í tvennt. Í fyrri hlutanum verður umfjöllunarefnið Sagnfræðin í skáldskapnum en í seinni hlutanum Skáldskapurinn í sagnfræðinni. Þau Kári og Kristín Svava flytja hvort um sig stutt inngangserindi áður en umræður hefjast. „Ef við förum ekki allsvakalega fram úr tímamörkum verður svo vonandi tími fyrir spurningar úr sal að pallborðsumræðunum loknum,“ segir Kári. Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Útgáfufélagið Meðgönguljóð og sögubloggið Smjörfjall sögunnar standa fyrir pallborðsumræðum um sagnfræði og skáldskap á Lofti Hosteli við Austurstræti á miðvikudagskvöldið klukkan 20. Þátttakendur eru rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, Sigrún Pálsdóttir og Sjón en auk þeirra tekur Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og lektor við Listaháskóla Íslands, þátt í umræðunum. Kári Tulinius rithöfundur og Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og ljóðskáld, áttu frumkvæðið að viðburðinum og stýra umræðum, hvaðan kom þeim þessi hugmynd? „Baksagan er einfaldlega sú að við Kristín Svava fórum á pallborðsumræður um heimspeki og bókmenntir í fyrra og datt þá í hug að gaman væri að efna til svipaðrar umræðu um skáldskap og sagnfræði,“ segir Kári. „Við höfðum þetta bak við eyrað og byrjuðum svo að vinna í því að gera þetta að veruleika núna í mars.“Kári TuliniusRithöfundarnir þrír, Hallgrímur, Sigrún og Sjón, hafa öll leitað fanga í sagnfræðinni í verkum sínum en hvert er hlutverk Sigrúnar Ölbu í umræðunum? „Hún var bæði í sagnfræði og bókmenntafræði áður en hún fór í menningarfræðina og hefur skrifað nokkrar bækur um sagnfræðileg efni, þannig að hún er þarna sem fulltrúi sagnfræðinnar. Sömuleiðis eru bækur Sigrúnar Pálsdóttur sagnfræði en ekki skáldskapur, svo allt þetta fólk er á rófinu frá því að vera hreinræktaðir rithöfundar yfir í það að vera hreinræktaðir sagnfræðingar, ef hægt er að vera það. Þetta blandast nefnilega töluvert saman hjá þeim öllum,“ segir Kári. „Það eru þau mörk, hvar á að draga þau og hvað rithöfundar og sagnfræðingar geta lært hverjir af öðrum sem verður útgangspunktur umræðnanna.“ Dagskráin skiptist í tvennt. Í fyrri hlutanum verður umfjöllunarefnið Sagnfræðin í skáldskapnum en í seinni hlutanum Skáldskapurinn í sagnfræðinni. Þau Kári og Kristín Svava flytja hvort um sig stutt inngangserindi áður en umræður hefjast. „Ef við förum ekki allsvakalega fram úr tímamörkum verður svo vonandi tími fyrir spurningar úr sal að pallborðsumræðunum loknum,“ segir Kári.
Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira