Neyðarréttur hálaunafólksins Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. maí 2014 07:00 Flugmenn hjá Icelandair hafa boðað til nokkurra tólf tíma skæruverkfalla, þess fyrsta næstkomandi föstudag. Verkföllin munu valda stórfelldri truflun á samgöngum til og frá landinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær má ætla að ferðaáætlanir um 7.000 manns verði í uppnámi, komi til verkfalls í vikunni. Þá raskast 46 flugferðir á vegum Icelandair. Verkföll flugmanna eru ekki eingöngu líkleg til að valda þúsundum manna verulegum óþægindum. Þau munu líka valda ferðaþjónustunni í landinu miklum skaða. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í Fréttablaðinu fyrir helgi að á þessum árstíma mætti ætla að tapaðar gjaldeyristekjur vegna verkfalls næmu um milljarði króna á dag. „Hver einasta klukkustund í þessari óvissu hefur mikil áhrif,“ sagði Helga. Verkfall hefur ekki aðeins áhrif á afkomu ferðaþjónustufyrirtækja hér og nú. Það er líka vont fyrir orðspor Íslands sem ferðamannalands og þar með framtíðarafkomu greinarinnar sem margir eiga mikið undir, þar með taldir flugmenn og samstarfsfólk þeirra hjá Icelandair. Hvaða kröfur ætli það séu sem flugmenn vilja ná fram, jafnvel með svo ærnum tilkostnaði fyrir eigin atvinnugrein? Þeir neita sjálfir að tjá sig um kröfugerðina, en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þeir fari fram á margfalda þá 2,8 prósenta hækkun sem samið var um í almennum kjarasamningum fyrir jól. Samtök atvinnulífsins meta það svo að kröfugerðin feli í sér allt að 30 prósenta launahækkun. Ef flugmenn væru á flæðiskeri staddir mætti hugsanlega réttlæta slíkar kröfur. Algeng heildarlaun þeirra eru hins vegar á bilinu 1,5 til tvær milljónir króna. Forsvarsmenn Félags íslenzkra atvinnuflugmanna hafa látið hafa ýmislegt afar umdeilanlegt eftir sér þegar þeir rökstyðja þessar fráleitu kröfur. Örnólfur Jónsson, formaður samninganefndarinnar, sagði í Bylgjufréttum fyrir nokkru að afkoma Icelandair væri góð og nú væri „komið að starfsfólkinu“. Það má rökstyðja að starfsfólk eigi að njóta þess þegar vel gengur, en Icelandair hefur þegar samið við meirihluta starfsmanna sinna, sem féllust á sömu litlu hækkunina og meginþorri annarra launþega. Það fólk er flest á miklu lægri launum en flugmennirnir. Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, sagði í Fréttablaðinu í gær að umræður um að setja lög til að afstýra verkfalli væru einkennilegar. Verkfallið lokaði alls ekki landinu, af því að sjö eða átta önnur flugfélög flygju til og frá Íslandi nú í byrjun maí. „Það er grafalvarlegt ef það eru sett lög á stéttarfélög,“ sagði Hafsteinn. Núna í vikunni eru um tveir þriðjuhlutar flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli á vegum Icelandair. Það er hreint ekki svo að það sé einfalt mál fyrir flugfarþega að fá far með öðru flugfélagi. Verkfallið veldur gífurlegri röskun og ýmis rök mæla með að sett verði lög til að koma í veg fyrir það. Verkfallsrétturinn er nefnilega neyðarréttur, sem varð til þegar launafólk var að berjast fyrir mannsæmandi kjörum og grundvallarréttindum. Það er líka grafalvarlegt þegar hálaunastéttir, sem í krafti aðstöðu sinnar geta nánast tekið landið í gíslingu, nota þá stöðu með ófyrirleitnum hætti til að ná fram ósanngjörnum kröfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Flugmenn hjá Icelandair hafa boðað til nokkurra tólf tíma skæruverkfalla, þess fyrsta næstkomandi föstudag. Verkföllin munu valda stórfelldri truflun á samgöngum til og frá landinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær má ætla að ferðaáætlanir um 7.000 manns verði í uppnámi, komi til verkfalls í vikunni. Þá raskast 46 flugferðir á vegum Icelandair. Verkföll flugmanna eru ekki eingöngu líkleg til að valda þúsundum manna verulegum óþægindum. Þau munu líka valda ferðaþjónustunni í landinu miklum skaða. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í Fréttablaðinu fyrir helgi að á þessum árstíma mætti ætla að tapaðar gjaldeyristekjur vegna verkfalls næmu um milljarði króna á dag. „Hver einasta klukkustund í þessari óvissu hefur mikil áhrif,“ sagði Helga. Verkfall hefur ekki aðeins áhrif á afkomu ferðaþjónustufyrirtækja hér og nú. Það er líka vont fyrir orðspor Íslands sem ferðamannalands og þar með framtíðarafkomu greinarinnar sem margir eiga mikið undir, þar með taldir flugmenn og samstarfsfólk þeirra hjá Icelandair. Hvaða kröfur ætli það séu sem flugmenn vilja ná fram, jafnvel með svo ærnum tilkostnaði fyrir eigin atvinnugrein? Þeir neita sjálfir að tjá sig um kröfugerðina, en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þeir fari fram á margfalda þá 2,8 prósenta hækkun sem samið var um í almennum kjarasamningum fyrir jól. Samtök atvinnulífsins meta það svo að kröfugerðin feli í sér allt að 30 prósenta launahækkun. Ef flugmenn væru á flæðiskeri staddir mætti hugsanlega réttlæta slíkar kröfur. Algeng heildarlaun þeirra eru hins vegar á bilinu 1,5 til tvær milljónir króna. Forsvarsmenn Félags íslenzkra atvinnuflugmanna hafa látið hafa ýmislegt afar umdeilanlegt eftir sér þegar þeir rökstyðja þessar fráleitu kröfur. Örnólfur Jónsson, formaður samninganefndarinnar, sagði í Bylgjufréttum fyrir nokkru að afkoma Icelandair væri góð og nú væri „komið að starfsfólkinu“. Það má rökstyðja að starfsfólk eigi að njóta þess þegar vel gengur, en Icelandair hefur þegar samið við meirihluta starfsmanna sinna, sem féllust á sömu litlu hækkunina og meginþorri annarra launþega. Það fólk er flest á miklu lægri launum en flugmennirnir. Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, sagði í Fréttablaðinu í gær að umræður um að setja lög til að afstýra verkfalli væru einkennilegar. Verkfallið lokaði alls ekki landinu, af því að sjö eða átta önnur flugfélög flygju til og frá Íslandi nú í byrjun maí. „Það er grafalvarlegt ef það eru sett lög á stéttarfélög,“ sagði Hafsteinn. Núna í vikunni eru um tveir þriðjuhlutar flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli á vegum Icelandair. Það er hreint ekki svo að það sé einfalt mál fyrir flugfarþega að fá far með öðru flugfélagi. Verkfallið veldur gífurlegri röskun og ýmis rök mæla með að sett verði lög til að koma í veg fyrir það. Verkfallsrétturinn er nefnilega neyðarréttur, sem varð til þegar launafólk var að berjast fyrir mannsæmandi kjörum og grundvallarréttindum. Það er líka grafalvarlegt þegar hálaunastéttir, sem í krafti aðstöðu sinnar geta nánast tekið landið í gíslingu, nota þá stöðu með ófyrirleitnum hætti til að ná fram ósanngjörnum kröfum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun